Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1996, Síða 17

Tölvumál - 01.12.1996, Síða 17
T 0 L V U A L atvinnu og fjölga möguleikum til útflutnings á íslensku hugviti. 4. meginmarkmið Menntakerfið lagi sig að breyttri þjóðfélagsmynd og miði almenna menntun og símenntun við kosti upplýsingasamfélagsins um leið og það stendur vörð um tungu okkar og menningu. 5. megninmarkmið Löggjöf, reglur og vinnubrögð verði endurskoðuð með tilliti til upplýsingatækni til að örva tæknilegar framfarir og til að vernda réttindi einstaklinga og fyrirtækja. Almenningur, lýðræði og jafnrétti Mikilvægt er að upplýsinga- tækni ná til allra hópa þjóðfélagsins og ekki myndist tveir ólíkir hópar; þeir tölvulæsu og þeir sem ekki geta notað tölvutæknina sér til gagns. Til þess að efnahagur og búseta hindri ekki aðgengi landsmanna að opinberum upplýsingum er stefnt að því að gera þær aðgengi- legar á tölvuneti og koma upp tækjabúnaði til almenningsnota í opinberum stofnunum og al- menningsbókasöfnum. I þessu sambandi þarf sérstaklega að huga að þörfum fatlaðra. Almenn- ingsbókasöfnin verða alhliða upplýsingamiðstöðvar. Á næstu áratugum má búast við að störf í ákveðnum starfs- greinum hverfi eða breytist og ný störf skapist sem krefjast annars konar færni en þau sem lögðust af. Því er mikilvægt að tryggja möguleika fólks til að læra ný störf og aðlagast breyttum tímum með stöðugri endurmenntun. Atvinnulíf Upplýsingatæknin gegnir æ mikilvægara hlutverki í ólíkum greinum atvinnulífsins og nú svo komið að til þess að standast samkeppni þurfa allir atvinnu- vegir á íslandi að tileinka sér tölvutæknina. Það skiptir því miklu að atvinnulífið geti sótt nauðsynlega sérþekkingu á sviði upplýsingatækni til öflugs upplýsingaiðnaðar innanlands. Einnig þarf að byggja upp öflugan upplýsingaiðnað með það að markmiði að skapa verðmæti til útflutnings. Til þess að vinna þessum málum brautargengi þarf að ríkja eðlileg og sanngjörn samkeppni í upplýsingaþjónustu. Upplýsingatæknin er verkfæri sem nota þarf til þess að bæta opinbera þjónustu, auka skil- virkni og lækka kostnað. Hægt er að ná árangri m.a. með því að nýta markaðslausnir þar sem þær bjóðast, framfylgja útboðsstefnu og koma á EDI-samskiptum milli fyrirtækja og ríkisstofnana. Menntun, rannsóknir, menning Farsæl nýting upplýsinga- tækni á öllum sviðum þjóðlífsins er háð því að allir fái notið menntunar í upplýsingatækni. í því skyni þarf að efla kennslu í upplýsingatækni í grunn- og framhaldsskólum landsins og leggja sérstaka rækt við hana í kennaramenntun. Allar náms- greinar þurfa að þróast og taka mið af þeim möguleikum og breytingum sem fylgja upplýs- ingatækninni. I dag er tölvubún- aði og stoðþjónustu í skólum ábótavant og þarf að bæta úr því og tryggja öfluga starfsemi menntanets. Uppbygging fjöl- breytts sérnáms á sviði upplýs- DESEMBER 1996 -17

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.