Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1996, Síða 26

Tölvumál - 01.12.1996, Síða 26
■ #' TÖLVUMÁL ans, en fyrir fyrirspurnina frá honum „upp“ til lindarinnar. Flutningskerfi sem koma til móts við svona tilfelli, stundum nefnt „biðlara / miðlara“-umhverfi og er mjög algengt í tölvuheiminum, nefnast ósamhverf net (asymmet- ric) og er þá átt við bandbreidd- arþörfina í þeim. En kröfurnar til „upp“-greinarinnar eru meiri en hvað snertir fyrirspurn eða pöntun beiðandans. I gagnaflutn- ingsneti eins og Alnetinu, sem stjórnar sendingum sínum með pökkum, sendir lindin ákveðinn fjölda pakka niður og bíður svo eftir staðfestingu frá viðtakanda á því að pakkarnir hafi boriðst óbrenglaðir, áður en hún sendir næsta hóp af pökkum, o.s.frv. Reynslan hefur sýnt að hlutfalls- talan 10:1 sé nokkuð raunhæf í þessum efnum, þ.e. að til þess að bandbreidd breiðbandshlutans „niður“ nýtist þarf bandbreidd „upp“- rásarinnar, þó ekki væri nema vegna staðfestinga, að nema að jafnaði 1/10 af henni. Blönduð kerfi þar sem notast þarf við langlínusímann „upp“ eru ekki góð lausn fyrir þessar þarfir á breiðbandsneti. Síma- línan getur oft skapað tafir, þá stoðar breiðbandsgreinin „niður“ lítið, ef flæði í gegnum hana er heft sökum skorts á stað- festingum „upp“. Af þessum sökum miða gervituglafyrirtækin að því að koma upp gagnvirkri þjónustu á sama kerfinu sem fyrst, þeir fyrstu munu bjóða hana frá miðju næsta ári. Pökkum „upp“-greina er þá safnað saman á staðarneti og þeir sendir upp í gervitungl í gegnum jarðstöð. Viðtakandi tekur við sinni „niður“-grein ýmist beint eða hún kemur í gegnum jarðstöðina og er dreift á staðarnetinu til hans. I seinna tilfellinu, getur staðarnetið eins og mynd 2 sýnir ýmist verið gagnvirkt kapalkerfi, gagnvirk örbylgja eða blandað staðarnet, þar sem „upp“-greinin í staðarnetinu er símanetið en „niður“—greinin er jarðbundin örbylgja. Uppgreinar eru þá sendar upp í gervitunglið frá jarðstöð sem safnar slíkum saman í unhverfi sínu, hvort sem viðtakandi tekur við „niður“- -greininni sinni beint eða að jarðstöðin geri það og beini henni svo til viðtakanda í gegnum staðarnet. Augljóslega skapar þetta þjónustumarkað fyrir stafrænan flutning á marg- miðlunarefni í gegnum gagnvirk ósamhverf staðar-breiðbandsnet. Hvað skeður hér, ef yfir okkur streymir gagnvirkt margmiðl- unarefni á stafrænu formi frá gervitunglum, sem mönnurn finnst þörf á að dreifa, ásamt hliðstæðri þjónustu sem yrði í boði í staðarumhverfi? Við dreif- um því ekki með ofangreindum hliðrænum sjónvarpsdreifikerf- um, þó þau séu öll nýuppbyggð og lítt afskrifuð. Til eru bandþröng gagnaflutningsnet í staðarumhverfi, en þau duga skammt fyrir margmiðlun. Alnetið verður þá fyrst voldugt þegar það flytur tal og mynd, hratt og í háum gæðaflokki. Hefur nokkur efni á eða áhuga á að fjár- festa í stafrænum gagnvirkum breiðbandskerfum á Islandi í bráð? Það mun tíminn leiða í ljós. Tilvísanir og skýringar: 1. Fjölrásaörbylgjukerfi fyrír höfuðborgarsvæðið. Sigfús Björnsson. Grein í „Skipulagsmálum" tímariti Skipulagsstofnunar höfuð- borgarsvæðisins, vor 1985. 2. Skammstafanir sem notaðar eru og skýringar þeirra: ATM: AsynchronousTransfer Mode; flutningskerfi fyrir breiðbands- þjónustu á símakerfi fram tíðarinn ar. B-ISDN: Breiðbandsútfærsla á Samnetinu (ISDN: Integrated Services Digital Network); formlega heyrir ATM til þeirrar þjónustu sem áætluð er í B- ISDN. UMTS: Universal Mobiie Telephone System; áætlun um þróun þráðlausa handsímans fram tii ársins 2005. GSM/DCS-1800: Group Special Mobile / Digitai Communication System; farsíminn sem við munum búa við á næstunni; sérhannaður fyrir þá sem eru á ferðinni, faratæki og ferðalög; hlutfallslega flókin hönnun, m.a.leiréttur fyrir truflun af svonefdri Doppler-hliðrun ef hann er í farartæki á mikiili hreyfingu. DECT: Digital European Cordless Telephony; evrópustaðallinn fyrir (þráðlausa) handsímann; lítt þekktur hér á landi enn; er samhæfður Samnetinu; er hannaður fyrir staðbundin notkunarsvæði í þéttbýli utan- húss sem innan, er þ.a.I. einfaldari, ódýrari og ætti að vera miklu rekstrarhagkvæmari í þéttbýli en GSM/DCS VHF/UHF:Very / Ultra High Frequency; tíðnisvið hefðbundinna sjón- varpssen dinga. DAB: Digital Audio Broadcasting; evrópski staðallinn fyrir stafrænt hljóðvarp. DVB-T: Digital Video Broadcasting - Terrestrial; evrópski staðallinn fyrir jarðbundin stafræn sjón- varpskerfi. ADSL/VDSL: Asymmetrícal Digital Subscriber Loop / Very High Speed DSL; flutningstækni fyrir sjónvarpdreifingu á venjulegum símalínum. Safnheiti fyrir þessa þróun er táknuð xDSL. H.323: Myndsímastaðall fyrir IP- pakka. IP: Internet Protocol; m.a. millinetastaðall Alnetsins. P&S: Póst og símamálastofnunin. Sigfús Björnsson er prófessor í merkja- og fjarskiptafræðum við rafmagns- og tölvuverkfræði, Háskóla íslands 26 - DESEMBER 1996

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.