Vísir - 01.11.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 01.11.1962, Blaðsíða 9
V í SIR . Fimii.-i'.d'gur 1. nóvember 1962. 9 ——— ————■ Gromyko utanríkisráðherra Rússa og Dobrynin sendiherra heimsækja Kennedy í Hvíta húsið 18. október. — Kennedy segir: Ég hef áhyggjur af orðrómi um það, að þið Rússar séuð að koma ykkur upp eldflaugastöðvum á Kúbu til árása. — Gromyko svarar: Krúsév hefur beðið mig að fullvissa yður sérstaklega um það, að Sovétríkin veiti Kúbu eingöngu aðstoð til að efia vamir sínar. Kemedybrá við þegar hann sá nýjar Ijásmyndir teknar ár U-2 ílugvél Hvað olli hinum snöggu sinnaskiptum hjá Kennedy forseta og hvemig urðu þau. I september reyndi hann kröftuglega að kveða niður þær raddir í Bandaríkjunum, sem kröfðust valdbeitingar gegn Kúbu. Hann kallaði slík ar kröfur ósiðsamlegar og ó- samrýmanlegar þeim hugsjón um lýðræðis og frelsis sem Bandaríkin berðust fyrir. Þá bar hann til baka þann orðróm sem var farinn að ganga í Bandaríkjunum, að Rússar væru að koma sér upp eldflaugastöðvum á' Kúbu. — Hann sagði að engin rök eða sannanir væru fyrir hendi um að árásarvopn hefðu verið flutt til Kúbu. Rúmum mánuði síðar sner- ist málið allt í einu við. Kennedy breytti um skoðun. Hann fékk nýjar upplýsingar, sem gerbreyttu öllu málinu. En hann fór varlega að öllu. Hann heimtaði nýjar og nán- ari upplýsingar, nákvæmar Ijósmyndir teknar úr mikilli hæð úr U-2 njósnaflugvél. -v- Auðvitað grunaði mig þetta, sagði Kennedy við einn nánasta aðstoðarmann sinn. — En ég gat ekkert gert fyrr en ég hafði sannanir í hönd- unum. sinni, að Kennedy hafi fyrir mörgum árum er hann var þing- maður barizt fyrir því að Alsír fengi sjálfstæði. Fyrir þetta þakkaði Ben Bella honum sér- staklega. Síðan var veizla í Hvíta húsinu og þar kom litla Karolína Kenne- dy fimm ára dóttir forsetans við sögu. Hún sýndi að hún er óláta- belgur, kom hlaupandi inn í sal- inn, miðaði með puttanum eins og skammbyssu og sagði Bang- bang. Þetta var lítið hneyksli sem allir hlógu að. Kennedy slappaði af og hvíldist í þessari skemmtiiegu veizlu. Næstu daga ætlaði hann að fara í strangt kosningaferðalag um Miðríki Bandaríkjanna, en fyrst ætlaði hann þó að taka á' móti Gromyko utanríkisráðherra Rússa og ræða við hann aðallega um Berlínarvandamálið. McNamara kemur með skjalatösku. En þá gerðist það snemma á þriðjudagsmorguninn þann 16. október, að Robert McNamara landvarnarráðherra hringdi til hans og kvaðst þurfa áríðandi að tala við hann. Kennedy var ekki kominn á fætur þegar hann fékk þessa símahringingu, en hann bauð McNamara að koma þegar í stað. Klukkan var níu um morgun- inn, þegar McNamara gekk inn í Hvíta húsið með stóra skjala- tösku undir hendinni. í þessarr "áskjálatösku voru nokkrar ljósmyndir teknar úr lofti af mannvirkjagerð á Kúbu. Þessar Ijósmyndir, sem voru teknar fyrir nokkrum dögum, sagði McNamara, sýna svo ekki verður um villzt að Rússar eru að koma sér upp öflugum eld- flaugastöðvum á Kúbu. Fundur þeirra stóðu í rúman klukkutíma. Kennedy sagði að hann hefði lengi grunað að Rúss- ar hefðu verið að undirbúa slíkt. En hann lagði áherzlu á það, að ekkert væri hægt að aðhafast í málinu fyrr en fullkomnar sann- anir lægju fyrir. Hann bauð McNamara, að láta framkvæma víðtækt könnunarflug og flytja öflugar deildir orustuflugvéla suður á Florida-skaga. Hann benti á það, hve alvarlegt þetta mál væri, ef um raunverulegar eldflaugastöðvar væri að ræða, vegna þess að þá væri ekki við Kúbumenn eina að eiga heldur Rússa sjálfa. Heimsókn geimfarans. Meðan Kennedy var þannig að bíða eftir nánari upplýsingum hélt hann hvíld sinni áfram í Hvíta húsinu. Faðir hans sem hefur verið veikur að undanförnu var kominn-í heimsókn til hans og þeir snæddu hádegisverð saman. Eftir hádegi kom einn af geimförum Bandaríkjanna Walth- er Schirra með konu og börnum í heimsókn og er það helzt í frá- sögur fært úr þeirri heimsókn, 3 fimm ára dóttir Schirra heils- aði forsetanum með þessum orð- um: — Ég veit hver þú ert, ég hef séð þig í sjónvarpinu. Þótt Kennedy tæki lífinu þannig með ró þessa tvo daga, var hann samt órólegur. Hann hafði um kvöldið samráð við að- stoðarmenn sína McNamara land- varnarráðherra og McCone yfir- mann leyniþjónustunnar og fleiri og undirbjó fundinn með Gromy- ko. Gromyko skrökvar. Það var talsvert ritað og rætt um þennan fund með Gromyko. Allir töldu að hann fjallaði mest um Berlínardeiluna, sem menn óttuðust að Rús$ar væru nú að vekja upp á nýtt. Engum virtist koma til hugar að Kúbu-málið yrði sérstaklega tekið fyrir á fundinum. Þeir Gromyko og Dobrynin sendiherra Rússa í Washington komu raman til Hvíta hússins fimmtudaginn 18. október og sátu í tvær klukkustundir á fundi með forsetanum. Var að sjálfsögðu rætt um margt og á eftir fundinum var m. a. skýrt frá því að Kennedy hefði lagt megináherzlu á það, að Banda- ríkin myndu vernda Vestur-Ber- lín. Áður en fundurinn hófst hafði Kennedy fengið fleiri nýjar ljós- myndir, sem sýndu árásarundir- Framhald á bls. 13. • Þorsteinn Thorarensen rekur © gang Kúbumálsins — 1. grein Móttaka Ben Bslla. Mánudagurinn 15. október var tiltölulega rólegur hjá Kennedy. Hann tók sér frí frá venjulegum störfum til þess að taka hátíðlega á móti Ben Bella forsætisráðherra Alsír. Kennedy vildi taka sér- staklega, vel á móti þessum serk- neska uppreisnarsegg og þjóðar- leiðtoga, vegna þess, að hann gerir sér vonir um að Alsír verði áhrifamikið í málum Afríku og þó Ben Bella hafi verið all róttæk ur vinstri maður hefur hann þó um leið virzt praktiskur skyn- semitrúarmaður, sem mun kunna að meta bandaríska aðstoð. Móttakan fór fram á grasflöt- inni fyrir framan Hvíta húsið. Skotið var 21 fallbyssuskoti til heiðurs Ben Bella og hinn serk- neski foringi minntist þess í ræðu Flugvél af tegundinni U-2. Fyrir þremur árum varð könnunarferð slikrar vélar yfir Rússlandi til þess að hleypa upp Parísarfundinum. Nú kom flugvélin að góðu gagni við að taka myndir af eldflaugastöðvum Rússa á Kúbu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.