Vísir - 01.11.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 01.11.1962, Blaðsíða 1
52. árg. — Fimmtudagur 1. nóvember 1962. — 251 tbl. Læknar hættu störfum í nótt Yfirlæknar og kandidatar einir eftir. — 40-50 sjúklingar á hverri deild í Landsspítalanum Hreingerning fer auðvitað fram reglulega á spitalanum, en í þetta sinn var notaður tími, sem annars fer í skurðaðgerðir. (Ljósm. Vísis, I. M.). Með brottför lækn- anna á miðnætti í nótt hefur skapazt hið alvar- legasta ástand á öllum deildum Landsspítalans, Slysavarðstofunni, Rannsóknarstofu Há- skólans, Hvítabandinu og Borgarsjúkrahúsinu. Eftir sitja yfirlæknamir á sjúkradeildunum með 40—60 sjúklinga og enga aðra aðstoð en þá, sem kandidatarnir geta látið í té, en þeir verða að vinna undir eftirliti lækna. Á rannsóknastofunum, sem vinna úr' verkefnum fyrir öll sjúkrahús á landinu, t. d. að vef jarannsóknuni, sem skipta máli vegna uppskurða, ____„st upp verkefni, þar sem yfirlæknirinn er eini maðurinn, sem hefur verulega reynslu og þekkingu til að vinna að þessum störfum. Heimild ríkisstjómarinnar Ríkisstjórnin hefur gefið út heimild til yfirlæknanna um að þeir fái þá aðstoð, sem þeir Framh. á bls. 5. biskups um prestskosningu Verða prestskosningar af- numdar, eða verða þær ekki afnumdar? Úr því verður skor- ið á kirkjuþingi því, sem nú situr, og fylgist almenningur með því máli af áhuga. Fyrlr kirkjuþingi liggur fmmvarp 2 SÆKJA UM Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra við Stýrimannaskólann var á enda í gær, og eru umsækj- endur tveir. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Vísir fékk í morgun hjá Brynj ólfi Ingólfssyni, ráðuneytisstjóra í spngöngumálaráðuneytinu, eru umsækjendur þessir: Gunnar Berg steinsson, sem starfað hefir hjá Landhelgisgæzlunni um langt skeið og verið m.a. yfirmaðúr sjó- mælingadeildar hennar, og Jónas Guðmundsson, sem kennt hefir við Stýrimannaskólann undanfarin 15- 20 ár. flutt af biskupi landsins og kirkjuráði, er gerir ráð fyrir að almennar prestskosningar verði afnumdar og tekið upp kjör- mannafyrirkomulag, þ.e. að safnaðarnefndir og safnaðarfull trúi kjósi prcstinn í stað al- menn:.. prestskosninga. Þetta mál hefir verið borið undir hér aðsfundi í prófastsdæmunum milli þinga og meirihluti þeirra hefir aðhyllzt afnám prestskosn inga. Aftur á móti hafa sumir þessara funda lagzt eindregið gegn afnámi þeirra. Og hvað gerir nú kirkjuþing? Allar líkur benda til þess að fiestir kirkjuþingsmenn séu því andvígir að söfnuðirnir afsali sér rétti til að kjósa prest og. virðist þeirri skoðun vaxa fylgi eftir því sem á þingið Iíður. Laganefnd kirkjuþings hefir nú fjallað um þetta mál og kom álit hennar fyrir þingið í dag. í henni ei^.. sæti 7 prestar og leikmenn.Leggur meirihlutinn til að prestskosningunumverði hald ið eins og verið hefir, þó með þeirri breytingu að söfnuðun- um gefist kostur á að kalla sér prest, áður en embættið er auglýst laust til umsóknar. I laganefnd kirkjuþings eiga sæti Hákon Guðmundsson hæstarétt arritari, Jór: Auðuns dómpróf- astur, Jón Jónsson á Hofi, sr. Sigurður Pálsson á Selfossi, Steingrímur Benediktsson kenn ari í Vestmannaeyjum, Þórar- inn Þórarinsson skólastjóri Eið um og Þorstcinn Gíslason próf- astur í Steinnesi. Krishna Menon. BR0TTVIKNING MEN0NS Sú frétt hefur vakið feikilega athygli, að Nehru vék hinum gamla vini sínum, Krishna Menon, i gær úr embætti landvarnaráðherra. — Ástæðan fyrir þessu er sú harða í gagnrýni, sem komið hefur fram á andvaraleysi Menons í stríðinu við Kínverja. Þrátt fyrir þetta situr M.non enn í stjórninni sem ráð- herra hergagnaframleiðslu. Mistök Menons liggja í því, að hann hefur algerlega vanmetið . hernaðaraðgerðir Kínverja á landa- mærunum. Þeir, sem gagnrýna hann, segja jafnvel, að aðgerðaleysi hans jaðri við landráð, þar sem vitað hafi verið að Menon hafi ver- ið hlynntur kommúnistum. Síðan gerðist það fyrir nokkruiíi ust, hefur Menon stöðugt haldið því fram, að óþarfi væri að efla ind- verska herinn verulega á landamær- unum, og hann hefur snúizt gegn því að leitað væri eftir vopnaað- stoð erlendis frá. Síðan gerizt það fyrir nokkrum dögum, að Kínverjar réðust með miklu ofurefli inn yfir landamæri Indlands, og svo skæðir bardagar tókust, að yfir 2000 indverskir her- menn fórust. Samtímis og Menon víkur úr em- bætti, eru að hefjast flutningar á hergögnum frá Frakklandi og Bandaríkjunum til Indlands, og enn fremur hefur Nehru leitað eftir vopnahjálp frá Rússum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.