Vísir - 08.11.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 08.11.1962, Blaðsíða 1
. arg. — Fimmtudagur 8. nóvember 1962. — 257. tbl. SÍLD út af sn voen í morgun barst Land- helgisgæzlunni skeyti frá Ægi, þar sem segir að skipið hafi séð all mikla síld hér við suður ströndina. í skeytinu segir að Ægir hafi í nótt séð sæmilegar torfur um 15' mílur suður af Selvogi á um 10 mílna svæði. Þá sá skipið einnig torfur af síld rétt austur af Vestmanna- eyjum, í Háadýpinu svokallaða. Voru torfumar nokkuð djúpt í sjónum. Veður var gott á öllu þessu svæði, segir í skeyti frá skipinu. NAUTNAL YF Á SILFOSSI Jón Guðmundsson, lögregluþjónn á Selfossi, sagði í viðtali við blaðið í morgun að jafnvel þar fyrir aust- an væri tekið að brydda á ofnotkun nautnalyfja aðkomumanna. Athylis- vert er að1 þeirra lyfja hefur ekki orðið vart þar fyrr en á þessu ári. Jón Guðmundsson sagði, að lög- reglan á staðnum hefði haft af- skipti af þó nokkrum tilfellum und- anfarna mánuði, þar sem sannað væri, eða grunur léki á, að um of- notkun einhvers konar nautnalyfja væri að ræða. En jafnvel þótt lög- reglumenn væru ekki í vafa um að um ofnotkun lyfja væri að ræða væri oft örðugt að koma þar við sönnunum. — Lögregluþjónn- inn tók fram að ekki hefðu Selfoss- búar sjálfir komizt á skrá í þessu sambandi, en lögreglan þar hefði haft með að gjöra tvo ökumenn að sunnan, sem reyndust vera í annar- legu ástandi, og tvö tilfelli innan héraðsins, auk nokkurra fleiri til- fella. Dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður stendur hjá rúðunum, sem erfingjar Sigurðar Guðmundssonar arki- tekts hafa gefið þjóðminjasafninu. Rúðumar eru verk Nínu Tryggvadóttur, listmálar. (Ljósm. Vísls I. M.) ÞRlR LIST6LUCCARI ÞJÓOMINJASAFNID Settir hafa verið þrír mosaik-! Skömmu fyrir hádegi í dag boð- I tilkomu þeirra. Hafa gluggarnir gluggar í þjóðminjasafnsbygging-1 aði Kristján Eldjárn þjóðminja- | verið settir í turnbygginguna, sinn una við Hringbraut, en Nína I vörður blaðamenn á fund sinn, i á hvora hæð, á þá hliðina sem Tryggvadóttir listmálari gerði þá. | sýndi þeim gluggana og skýrði frá | snýr að Hringbraut. Blasa þeir því 1 einkar vel við aðalumferðinni fram hjá safnhúsinu. Það er Sigurður Guðmundsson arkitekt sem átti frumkvæðið að þessu, en hann teiknaði þjóðminja- safnsbygginguna á sínum tíma svo Framhald á bls. 5. KJARADEILUR VERÐURAD LEYSA MEDLÖ6UM — sagði Bjarni Benediktsson á Varðarfundi í gærkvöldi Síldveiðideilan og lækna deilan voru meðal þeirra mála, sem Bjarni Bene- diktsson dómsmálaráð- herra ræddi á hinum f jöl menna Varðarfundi í gærkvöldi. Ráðherrann sagði um lækna- öéiluna að uppsagnir læknanna væru að sínum dómi ólöglegaf samkvæmt lögunum um opin- bera starfsmenn frá 1915. Ráð- herrann sagði ennfremur að það hefði verið gjörsamlega ómögu- legt fyrir ríkisstjórnina að semja við læknana um þær miklu launahækkanir, sem þeir fóru fram á, án þess að eiga á hættu að launakerfi opinberra starfsmanna færi alveg úr skorð um, og raunar hefðu slíkir samn ingar ekki verið mögulegii. nema með því að fara í kringum lögin. um samninga við opinbera starfsmenn. Ríkisstjórnin leitaði álits BSRB á því atriði, sagði ráðherrann, en samtökin töldu sig ekki geta tekið afstöðu og vísuðu á Félagsdóm. Málið vá: síðan lagt fyrir Félagsdóm, en læknar lögðu niður störf sín og biðu ekki eftir úrskurð- Framhild á bls. 5. Bjarui Benediktsson Talið í kvöld Vísir spurðist fyrir um þaf laust fyrir hádegi hjá Torfi Hjartarsyni tollstjóra, sátta semjara í síldveiðideilunni hvort atkvæði yrðu talin kvöld, og fékk blaðið þau svör að gert væri ráð fyrir, að taln ing yrði látin fram 'fara í kvölc ef öll gögn yrðu þá komin Standa vonir til, að gögn frí öllum stöðunum, þar sem nt kvæðagreiðslan fór fram, verð komin í tæka tíð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.