Vísir - 08.11.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 08.11.1962, Blaðsíða 4
V í S I R . Fimmtudagur 8. nóvember 1962 — JJvernig er eiginlega I með þessa búð, sagði frú ein í verzlun vestur í Skjólum. — Ég hef pant- að fægilög á hverjum föstudegi síðan ég flutti hingað, en hann er aldrei með hinum vörunum. — Hvernig stendur á þessu? — Hann er allur uppseldur, sagði búðarmaðurinn. Það búa Samtal við Sigurjón Hallbjörnsson sem á heilan vegg fullan af verðlauna- bikurum og verðlauna- peningum svo margir íþróttamenn hér í hverfinu og konurnar verða að fægja bikarana þeirra, við og við. Til dæmis hún Sigríður í Sörlaskjóli 82, hún verður að fægja einhver ósköp af bikurum, maðurinn hennar á alveg fullan vegg af þeim. ■yið vorum farnir að leggja hlustirnar við þarna í búð- inni og okkur datt í hug, að athuga hvernig þetta heimili væri þar sem heill veggur var fuilur af íþróttaverðlaunum. Við kom- um þangað við fyrsta tækifæri að kvöldlagi og knúðum dyra á húsinu. í Sörlaskjóli. Þeim var fljótlega lokið upp, lágvaxinn maður en kviklegur stendur í forstofunni. — Já, við erum komnir hér frá Vísi, fréttum af því að þér ættuð mikið safn af íþróttabikur- um. Okkur langaði svona rétt til að kíkja á þá. — Gerið svo vel, segir Sigur- jón Hallbjörnsson og býður okk- ur til stofu. Þegar við komum inn, þá verð- um við þrumu lostnir af undrun. — Hvað er þetta, það slagar upp í allt safn KR-heimilisins. Á öllum þeim skápum og hill- ^ um í tveim herbergjum standa bikararnir, gylltir með áletrunum og merkjum. Og ,á einum veggnum hangir rammi 75x40 cm stór og inn í hann strengt efni. Þar hanga verðlauna peningar í röðum. — Hvað eru peningarnir marg ir, spyrjum við Sigurjón. — Þeir eru 80. — Og fyrir hvað hefurðu feng- ið þá? — Ja, — hann byrjar að telja upp. — Nei, þetta er ekki hægt segjum við, væri ekki betra fyrir þig að telja upp fyrir hvað þú hefur ekki fengið verðlaun. Sigurjón brosir sínu viðkunnan lega brosi og nú spyr hann hvort við viljum ekki þiggja kaffisopa. jj^n á meðan kaffið er að koma förum við að skoða bikarana og áletranir á þeim. Hér er einn fyrir golf og þá segir Sigurjón: — Golf er eina íþróttagreinin sem ég stunda enn og líka sú skemmtilegasta af þeim öllum. Golfið er mín vitamínsprauta. í golfi er keppnisandinn sérstak- lega skemmtilegur, og þar eru drengir góðir upp til hópa. — En þessi bikar, fyrir hvað er hann? — Hann er í Bowling, íþrótta- grein, sem mikið var iðkuð hér á stríðsárunum og eftir þau. Þá fengum við afnot af Bowling bragga sem var I Kamp Knox og þurftum að standa í biðröð til að fá að leika eina lotu. f þv£ var haldið nokkurs konar 'íslandsmót 1948 og þá fékk ég þessa dollu i verðlaun. -— Én þessi stóri þarna? — Hann er fyrir skotkeppni, sem háð var á Þingvöllum fyrir nokkrum árum. A ftur snúum við okkur að *■ rammanum með verðlaunapen ingunum og spyrjum Sigurjón spjörunum úr. — Flestir peningarnir eru fyrir glímu. Ég vann fyrsta peninginn í hlaupi 1930, mig minnir að það væri 80 metra hlaup. Svo vann ég drengjaglímuna 1933 og fékk þenn an pening fyrir. Hér eru verðlaun fyrir glímu, flestar greinar frjálsra íþrótta, hlaup allt frá 80 metrum i 1500 metra. Þarna voru verð- fram úr, en ég náði þeim niður við Lögberg. Þá byrjaði aftur að leka úr dekkinu, svo ég mátti enn fara að bæta. Þegar ég sá þá næst, voru þeir að fara niður Ártúns- brekku. Ég var vel á eftir, en lét mig bara vaða niður brekkuna og hafði það af að komast í mark. — Megum við nú ekki að lok- um taka mynd af þér, Sigurjón? Þá snýst hann heldur tregur við og segir: — Ég vil ekki neina aug- lýsingastarfsemi um mig. Það er ekki fyrr en eftir langar fortölur, sem okkur tekst að fá hann til að sitja fyrir. — KLP — Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum árum, þegar Sigurjón fékk tvo verðlaunabikara í einu. Maður fór þetta bara á frekjunni í það skiptið. jVTanstu eftir nokkrum íþrótta- 1 sigrum, þar sem þú fékkst ekki verðlaun? — Nei, segir, Sigurjón og vill ekkert segja. —- Hefur þú ekki verið 1 nem- um flokkaíþróttum, svo sem knatt spyrnu og handknattleik? — Nei, ekkert að ráði. Maður spilaði að vísu bæði með Fram og Val. Það fór eftir því hvar var góður þjálfari hverju sinni og hvar vantaði mannskap í það og það skiptið. Við fórum að ræða íþróttir vitt og breitt, og enn bætist við ein íþrótt og óvenjuleg, sem Sigurjón .hefur fengið verðlaun í. Það er billjard eða knattborðsleikur. Hún er vinsæl og vel sótt íþróttagrein í Evrópu, en er sjaldan keppt í henni hér. Þó kemur það fyrir, eins og verðlaun hans bera með sér. Tjað er hægt að telja á fingrun- um þær íþróttagreinar, sem þessi mikli íþróttamaður fyrri tíma hefur ekki tekið þátt í og fengið verðlaun fyrir. Og nú þegar við sitjum þarna í sófanum og förum að telja grip- ina, kemur í ljós, að bikararnir eru 38 talsins, verðlaunapeningarnir 80 og heiðursskjölin þykkur bunki. Það er varla að undra, þótt fægilögurinn vilji ganga til þurrð ar í næstu búð. laun fyrir skólahlaup. Þá var hlaupið kringum Tjörnina. Ég hef verið svona 12 ára. Það var hörku keppni, allir ætluðu sér að verða fyrstir og hlupu af stað eins og þeir ættu lífið að leysa. Ég fór hægara af stað, en einhvern veg- inn atvikaðist það svo, að ég fór síðar fram úr þeim öllum og kom fyrstur í mark, segir hann, en vill gera sem minnst úr þessu öllu. Tjarna finnum við verðlauna- peninga fyrir langstökk, spjót- kast og óteljandi fleiri greinar. Og enn bendum við á einn verð launagripinn: — Fyrir hvað er þetta? — Hjólreiðar, segir Sigurjón. — Nei, nú skrökvarðu þó. Hjól- reiðar á Islandi. Það hefur maður þó aldrei heyrt um. — Jú, það gerðist fyrr á árum. Það voru skátar, sem sáu um keppnina, við vorum að mig minn ir 7 eða 8, sem hjóluðum og það fylgdi bíll hverjum keppanda. Við hjóluðum frá Kolviðarhóli og nið- ur á Hlemmtorg, þar sem Hreyfill er- nú. Mér gekk vel til að byrja með, var um 300 metra á undan þegar kom á Sandskeið, en þá sprakk hjá mér og hinir komust Sigurjón Hallbjörnsson með nokkra af verðlaunagripum sinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.