Vísir - 08.11.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 08.11.1962, Blaðsíða 2
2 VlSIR . . mmtudafcur 8. nóvember 1962 Myndln er af nokkrum körfuknattleiksmönnum, sem fylgjast af miklum áhuga meö spennandi leik. Annar frá vinstri er Hclgi Jóhannesson, þjálfari fslenzku körfuknattleiksliðsins, sem tók þátt í „Polar cup“ keppn- inni 1 Svlþjóð. Annað kvöld leika þcir fyrsta landsleik Islands gegn Skotum í Edinborg. FRAM bjargaði fjárhag SKO VBAKKFN Það voru 1900 áhorfendur á leik Fram og Skovbakken síðastliðinn sunnudag. Gjaldkeri Skovbakkens, Erik Skovby, bjóst við að það þýddi 3000 — 4000 dar.ckra króna tap, eða um 25 000 ísl. króna. Kostnaður við leikinn með ferðalagi Fram, er Skov bakken greiddi að nokkru leyti, nam 12 000 danskra króna, en hagn- aður að leiknum var aðeins 8 000 d. kr. Hefði Fram sigrað værum við búnir að vera fjárhaldslega, sagði hann eftir leikinn. * Þjálfarinn til Islands Fram tapaði lciknum við Skov- bakken, en tók þjálfara þeirra frá þeim í staðinn. Ég vil helzt þjálfa nokkur lið í einu, sagði þjálfarinn, (Svend Erik Semur um leik fyrir Keflavik Hannes Sigurðsson, er var annar fararstjóri Fram í Danmerkurför þeirra, verður eftir ytra, en hann hefur fengið það verkefni í hendur að semja um knattspyrnuleik fyrir Keflavík við vinabæ þeirra f Dan- mörku, Hjörring, er leikur i 4. deild og er þar í næst neðsta sæti. Gundvad, og geta unnið hálfan dag- inn við mitt fag. Ég á eftir að semja við Islendingana um örfá atriði, en ég held að okkur semjist vel, ég vil helzt fá ferðirnar fram og til baka fyrir mig og fjölskylduna, greiddar, en annað er bara smáatriði. Ég lýk samt við samning minn við Skov- bakken, en þegar honum er lokið held ég af stað og hlakka mikjð til að vinna með Islendingum. Vaxandi áhugi á tónlist Skyndividtal við Nrkel Sigurbjörnsson Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í kvöld er meðal annars frumflutt tónverkið „Flökt" eftir Þorkel Sigurbjörns son tónskáld og tónlistargagn- rýnanda Vfsis. Það er jafnan nokkur viðburður í íslenzku tónlistarlífi, þegar frumflutt eru verk ungra tónskálda, og þess vegna höfum við fengið Þorkel til að segja nokkur orð við les- endur f tilefni þessa. Hvað vilt þú segja okkur um þetta nýja tónverk? Þetta er nýlega samið, ég riss- aði það upp í sumar og lauk því svo f ágúst — september. Það er örstutt, tekur ekki nema 5 til 6 mínútur. Það er samið í mjög frjálsu formi, er t. d. ekki eins formstrangt og tólftónatón list eða röðunartæknin (serial- ismi). Mætti ef til vill líkja því við skáldskap í óbundnu máli. Ertu ánægður með túlkun hljómsveitarinnar? Já, ég er ánægður með flutn- ing verksins eins og ég hef heyrt hann á æfingum hjá hljómsveitinni. Og hvemig lízt þér á að bera þessa frumsmíð fram fyrir fs- lenzka hlustendur? Ég held, að Islendingar séu yfirleitt forvitið fólk, og mér hefur fundizt það hlusta af töluverðri þolinmæði. Hitt er svo vitanlega annað mál, hvað það hugsar eftir hljómleikana og segir f kunningjahópi sínum eftir á. Það getur vel verið, að það sé á móti þessu öllu saman. Hér er vaxandi áhugi á tónlist og þá ekki síður nýrri tónlist. Musica nova hefur t. d. alltaf verið vel sótt. Svo er kjarninn á tónleikum hér ungt fólk, og það er góðs viti og skiptir höf- uðmáli fyrir framtíðina. Er ekki erfitt fjárhagslega að fást við tónsmíðar? Ekki fremur en önnur list- sköpun, held ég. Það er auðvit- að ekki hægt að lifa á þessu, þetta er ekki mitt aðalstarf. Það er mitt aðal aukas'tarf. Ég vinn fyrir mér með kennslu, kenni á hljóðfæri í Tónlistar- skólanum og í Barnamúsík- skólanum. Hvað hefurðu samið mikið? Það hef ég ekki hugmynd um. Þegar ég var krakki, skrifaði ég ókjörin öll af smálögum, sem ég hef ekki haldið saman. Hin raunverulega verk, sem maður vill kannast við, eru ekki svo ýkja mörg. Þorkell Sigurbjömsson, tónskáld. Það hafa verið flutt verk eft- ir þig erlendis? Já, f Bandarfkjunum og Frakklandi og svo var flutt hér Kammerkantata hjá Musica nova. Annars er ég nýliði í minni listgrein, svo það er ekki von, að það sé mikið. Finnst þér of lítið af frum- flutningi íslenzkrar tónlistar? Bezt væri auðvitað, ef hægt væri að flytja alla íslenzka tón- list, jafnskjótt og hún verður til. Það er mjög mikil uppörvun fyrir þá, sem semja tónlist. Þeir læra á því, og fólkið gerir þá smátt og smátt meiri og meiri kröfur til þeirra, þegar það fer að þekkja þá. En það er einkennandi hvað tónlistarlíf er hér vaxandi. Við eigum marga ágæta hljóðfæraleikara og vel frambærileg tónskáld, en það þyrfti að nota þessa starfskrafta betur. Aftur á móti ríkir herfilegt ástand í sambandi við tónlistarfræðslu f almenn- um skólum, það er að segja gagnfræða- og menntaskólum. Tónlistin verður aldrei raun- veruleg almenningseign á ís- landi, fyrr en sú fræðsla hefur verið bætt og aukin. Það voru 30 sekúndur til leiks- loka í leik Fram og Skovbakken og staðan var 27 — 27 ,þegar markmaður Skovbakken, Knud Meyer, kallaði til samherja síns, Leif Tomsen — Leif, við tökum einn hraðan ef við náum þvf. — 10 sek. síðar ver Meyer skot og kastar langt fram völlinn. Leif Tomsen er þegar hlaupinn af stað, boltinn smýgur rétt yfir fingurna á tveim háum íslend- ingum, en þeir ná ekki til hans. Tomsen nær aftur á móti, og hann er frír — á næstu sekúndu liggur boltinn í netinu. Mark- vörður Fram, Sigurjón Þórarins- son er hefur staðið sig svo vel, verður að horfa á eftir honum í netið. örfáar sekúndur eru til leiksioka og enginn tími er til að kvitta. Sigurinn er því Skov- bakkens megin 28 — 27.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.