Vísir - 08.11.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 08.11.1962, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Fimmtudagur 8. nóvember 1962 i Theódór Skúlason læknir Læknar og spítalastörf Um læknadeiluna hefir ver- ið mikið ritað I dagblöð undan- fama daga, og mest af velvilja og skilningi. Þó eru ákveðin at- riði, sem ekki hefir verið lögð á sú áherzla, sem vert væri að mínu viti. Vil ég því biðja dagblöðin að birta almenningi eftirfarandi athugasemdir. Öll málsmeðferð af hendi stjórnarvalda hefir verið furðu- leg. Bréfum læknanna er ekki svarað mánuðum saman, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli og ábend- ingar um erfiðleika, er af hljóti að leiða, ef deilan ekki leysist í tæka tíð. Aðgerðir valdhafanna á viðræðufundum beinast síðan allar að því að tefja málið í stað þess að leysa það. Kórón- að er svo verkið með þvl að vísa málinu til Félagsdóms á síðustu stundu. Þessi aðferð er okkur óskiljanleg með öllu. — Vissulega var þessi leið opin stjómarvöldum þegar í apríl — þ. e. fyrir y2 ári — ef hún var svð nauðsynleg, sem nú er látið í veðri vaka. Samt er beðið til elleftu stundar, sem sagt enn ein aðgerð til að tefja lausn. Þá erum við mjög undrandi yfir ummælum dómsmálaráð- herra á Alþingi fyrir skemmstu og eru þau ummæli endurtekin í ritstjórnargrein Mbl. 2. þ. m. Þar eru læknar áminntir um að minnast þjóðernis síns og þess að rfkið hafi kostað miklu til menntunar þeirra. Við héldum að Ijóst væri að öll þjóðfélög stuðla að aukinni menntun þegna sinna og sérhæfingu, til þess að fylgja með í framþróun. Mest fé og fyrirhöfn leggja þó námsmennirnir sjálfir af mörk- um, og eru spítalamenntaðir læknar þar þó sennilega fremst í flokki. Hitt er svo fráleitt, að þeir hafi þar með selt sig undir að njóta lakari lífskjara en aðr- ir menn, enda hlyti það fyrir- fram að hindra að þjóðfélagið fengi notið hæfileika þeirra og menntunar. Þessar hugleiðingar fyrrgreindra aðila minna helzt á útreikninga á búfénaði, sem krafizt er að skili arði af eldi sínu þegar I næstu sláturtíð. Það er ósannað mál að spítala- læknar séu verri íslendingar en aðrir menn, en þeir og skyldulið þeirra eru sama marki brenndir og aðrar dauðlegar verur, að þeir lifa ekki lengi af „munn- vatni sinu og guðsblessun". Vert er að minnast þess, að starfshópar lækna þ. e. héraðs- læknar hafa nýlega fengið nokkra leiðréttingu mála sinna úr hendi þeirra stjórnarvalda, sem nú taka þvert fyrir að veita spltalalæknum hið sama. Hagfræðilegir útreikningar sanna, að ævitekjur fastlauna- lækna eru lægri en hinna svo- kölluðu láglaunastétta þjóðfé- lagsins, þegar tekið er tillit til námskostnaðar, starfsævi og fleiri atriða. Undirbúnings- menntun spitalalækna er hin lengsta sem um getur I þjóð- félaginu, og vegna strangra krafa, sem réttilega eru gerðar þegar um æðri spítalastöður er að ræða, er venjulegast að menn séu komnir á fimmtugs- aldur, er þeir hljóti þær, og þá skammur tími til að njóta umb- unar af erfiði sínu og fjárhags- fórnum. Spítalalæknar fara fram á launagreiðslur, er megi nægja þeim til framfæris og greiðslu námsskulda, án þess að leita sér uppeldis af öðrum störfum og án óhóflega langs vinnu- tíma, enda full þörf allrar starfsorku þeirra á sjúkrahús- unum, eins og síðar verður að vikið. Með þessu vilja læknarnir tryggja: 1. Að þeir læknar, sem spítala störf vinna hér, sjái sig ekki tilneydda að hverfa til annarra starfa eða ann- arra landa, þar sem störf þeirra eru metin að verð- leikum. 2. Að ungir hæfileikamenn I læknastétt telji eftirsóknar- vert wo leggja á sig óhjá- kvæmilega langt og dýrt framhaldsnám til undirbún- ings spitalastörfum. 3. Að unnt verði að bæta enn þjónustu við sjúka menn og samtímis leggja grund- völl að vísihdastörfum á spitölum hér. Takist ekki að tryggja þetta er augljóst að spítalavinnu hér- lendis hlýtur að hnigna. Óþarft ætti að vera að taka fram, að umræður um þessi mál snúast ekki eingöngu um launagreiðsl- ur, heldur engu síður um bætta starfsaðstöðu, en án hennar er öll framþróun vonlaus. Spítalalæknar hafa því til þessa séð sig til knúða, að tak- ast á hendur aukastörf, unnin að fullum starfsdegi Ioknum, á síðkvöldum og nóttum, til að sjá fjölskyldum sínum farborða. Þetta óhóflega vinnuálag er heilsuspillandi, og sviptir menn öllum tækifærum til að njóta gæða menningarþjóðfélaga, hæfilegra hvildarstunda, heim- ilislífs og listnautnar. Margir læknar sjá ekki börn sín öðru vísi en sofandi langtímum saman, hafa aldrei tíma til að gleðjast með vinum sínum, sækja leikhús eða hljómleika, svo eitthvað sé nefnt. Nútíma spítalastörf krefjast óskertrar starfsorku og starfs- gleði allra sem að þeim vinna. Bezt búnu sjúkrahúsin fá jafnan til úrlausnar hin erfiðustu vandamál, sem almennir lækn- ar og vanbúin sjúkrahús eru ó- fær að leysa af fræðilegum eða tæknilegum ástæðum. Störf spítalalækna geta, af augljósum ástæðum, ekki tak- markazt við ákveðinn vinnu- tlma. Sjúkrahús og ýmsar aðr- ar heilbrigðisstofnanir hljóta að starfa allan sólarhringinn, j&fnt virka daga sem helga. Fullfær- ir starfsmenn verða að vera við- búnir til ráðuneytis og starfa, < hvenær sem vera skal. Þessar skyldur eru öllum læknum ljós- ar, og þeir hafa ekki og munu ekki skjóta sér undan að full- nægja þeim. Iðulega þurfa þessir læknar því að starfa heil- ar nætur og helgidaga, auk venjulegs vinnudags. Þessi störf, sem stundum krefjast jafnmikils eða meiri tíma og erfiðis en venjulegur vinnu- dagur annarra stétta, hafa ver- ið greidd aðeins til málamynda. Fyrir gæzluvaktir éru greidd laun, sem við berum kinnroða fyrir að nefna (innan við kr. 10,00 á klst.), en á helgidögum vinna Islenzkir spítalalæknar kauplaust. Ótalið er enn, að oft taka læknar heim með sér óleyst vandamál sjúklinga sinna, og halda þar áfram að kryfja þau til mergjar. Fram- vinda læknisfræðinnar er svo ör, að sífelld árvekni og fróð- leiksöflun er brýn nauðsyn, ef ekki á að dragast aftur úr. Til að vel fari er því nauð- syn, að ungir hæfileikamenn sjái sér fært að mermtast svo, að þeir geti unnið þessi störf með ágætum, og er það mikils- verður þáttur I kjarabaráttu lækna nú, að tryggja að svo megi verða. Kjaradeila hliðstæð okkar er nú háð I Danmörku. Þar I landi eru málin ,tekin tökum sem menningarþjóðfélagi sæm- ir. Á síðastliðnu vori þótti fast- launalæknum hér hins vegar sýnt, að enginn vilji væri til að leysa vanda þeirra. Allmargir spítalalæknar litu þá svo á, að það samrýmdist ekki lengur stéttarsóma þeirra að halda á- fram störfum við óbreyttar að- stæður. Þeir sögðu því upp stöðum sínum með löglegum fyrirvara. Með lagaboði var uppsagnarfrestur lengdur um 3 mánuði, I orði kveðnu til þess, að nægur tími ynnist til lausnar deilunnar. Reyndin hefir hins vegar orðið sú, að frá hendi sjúkrahúsayfirvalda hafa borizt þau ein tilboð til úrlausnar, sem læknar hljóta að líta á sem beina ögrun, svo ekki sé tekið dýpra I árinni. Þó til þess hafi nú komið, að læknar hafi séð sig tilneydda að hverfa úr spítalastöðum sín- um, munu þeir þó ekki hlaup- ast frá skyldum sínum við sjúkl inga.. Að vísu hljóta sumir þessara sérfræðinga að hrekjast ur landi, þar sem stört þeirra eru þess eðlis, að þau verða ekki unnin nema á vel búnum heilbrigðisstofnunum. Flestir læknanna munu þó starfa hér áfram, og hyggjast sjálfir búa sér þau starfsskilyrði, að þeir geti unnið sérfræðingsstörf sín svo sem stéttarsamvizka og metnaður býður. Theodór Skúlason, læknir. Rússar fjölga pólstöðvum Um næstu helgi fer 200 manna leiðangur frá Sovétríkjunum og er förinni heitið til Suðurskautslands ins. Ætlunin er, að leiðangursmenn komi upp tveim bækistöðvum fyrir vísindamenn, sem verði þar árið um kring. Verður þetta 8. leiðang- ur Sovétríkjanna, síðan þau hófu rannsóknir á Suðurskautslandinu fyrir 7 árum. Þau hafa tvær stöðv ar þar, sem starfræktar hafa verið árum saman, og nú verður tveim bætt við, sem fyrr segir. BRENDAN BEHAN H0RF- írski rithöfundurinn Brendan Behan á það til að vera hinn mesti æringi, og er ekki laust við, að hinum virðulega brezka bókmenntaheimi þyki stundum nóg komið. Það bar til fyrir nokkru eftir því sem fréttir frá Dublin herma, að Brendan Be- han er horfinn sporlaust, og er hans nú leitað í dyrum og dyngj- um um allt I'rland og Bretland. Þetta skyndilega hvarf hans var uppgötvað, þegar héraðsdómur I Dublin hafði úrskurðað, að sfð- asta bók hans, „Brendan Behans Island“ skyldi gerð upptæk. Bók in kom út hjá brezkum útgef- anda 1. október síðastliðinn, en nokkrum dögum síðar barst kæra frá kaupsýslumanni, sem taldi, að I bókinni væru æru- meiðandi ummæli um sig og starfsemi sína. Réttarþjónar og lögreglumenn hafa ekki getað haft upp á rit- höfundinum enn, og þess vegna hafa þeir ekki getað birt honum^ úrskurð réttarins. Þegar leitað hafði verið árangurslaust I Dublin, barst fregn af þvf, að hann lægi á sjúkrahúsi í Lund- únum vegna aðgerðar við sykur- sýki. Leit var þegar í stað hafin I Lundúnum og öll sjúkrahús rannsökuð, en allt árangurslaust. írskir vinir Behans segjast hafa haft samband við hann og hefði hann tjáð þeim, að hann „hefði ekki hinn minnsta áhuga á málinu“. Behan er þekktur og alræmdur um öll Bandarikin og meginland Evrópu vegna drykkjuástríðu sinnar og hinna stöðugu árekstra við lögregluna, þegar hann er ölvaður. Sfðasta leikrit hans, „The Hostage“ (Gíslinn), er um þessar mundir sýnt I París og af gagnrýnend- um talið bezta leikrit, sem nú sé sýnt þar. Brendan Behan. | m ts I /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.