Vísir - 08.11.1962, Blaðsíða 8
8
VlSIR . Fimmtudagur 8. nóvember 1962
VÍSIR
(Jtgefandi: Blaðaútgátan VISIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði.
I lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Afkoman sífellt hatnandi
Tíminn heldur ennþá áfram skrifum sínum um
að það sé kreppa á íslandi og unga fólkið eigi við
mikla örðugleika að etja í lífsbaráttunni! Þannig ber
blaðið höfðinu við steininn, þótt því hafi verið bent á
það hér í Vísi að ungir og gamlir hafa aldrei búið við
svo gott fjárhagsárferði sem einmitt nú. Enda er sér-
hverjum um það kunnugt af eigin högum, þótt ritstjór-
arnir við Skuggasund vilji nauðugir viðurkenna það.
Þegar viðreisnin hófst fyrir tveimur árum spáðu
kommúnistar og framsóknarmenn því að til atvinnu-
leysis og stöðnunar kæmi í þjóðfélaginu. Var þessu
marghaldið fram með hinu mesta offorsi.
Hver hefir orðið raunin á? Það vita allir. Aldrei
hefir verið meiri atvinna í landinu en einmitt nú.
Hvergi er fólk að fá í vinnu.
Og hvað sýnir þessi staðreynd. Hún sýnir að fram
kvæmdir hafa aldrei verið meiri en þessi misserin.
Enda þjóta heil íbúðarhv^rfi upp hér í Reykjavík og
úti um land, ný fyrirtæki eru stofnuð og almenningur
hefir aldrei lagt meira fé á vöxtu.
Það þarf sannarlega blaðamenn með hæfileikum
Vellygna Bjarna til þess að rita síðan greinar um að
það sé stöðnun og kreppa á íslandi. En ritstjórum
Tímans er ekki klígjugjarnt. Heldur ekki við slíkum
ósannindum.
Verkföll úrelt vopn
Fundur sá, sem Stúdentafélagið gekkst fyrir í vik-
unni um vinnustöðvanir sýndi að mönnum verður æ
Ijósara að þær eru að verða hið mesta þjóðfélagsmein
hér á landi. Pétur Benediktsson bankastjóri benti á að
vinnustöðvanir hefðu skaðað landið um hundruð
milljóna króna og væri vinnustöðvunarréttinum frek-
lega misbeitt.
Því hefir oft verið haldið fram hér í blaðinu að
verkfallsrétturinn í núverandi mynd sinni væri úrelt
vopn í kjarabaráttunni. Um það er þó ekki hér að
ræða að afnema eigi verkfallsrétt. Enn er hann mikil-
vægur réttur launþega. En setja verður honum skyn-
samlegri skorðúr en hingað til hefir átt sér stað. Engri
átt nær að félag sem telur innan við 20 starfandi
meðlimi geti t. d. stöðvað allan kaupskipaflotann.
Höfuðnauðsyn er að vinnulöggjöfin verði senn
endurskoðuð. Marga nýbreytni þarf að athuga hvort
ekki er sjálfsagt að taka upp. Það er m. a. vinnusamn-
ingar til alllangs tíma, heildarsamningar atvinnugreina,
ákvæðisvinna, vinnuhagræðing, hlutdeildarfyrirkomu-
lag og samkomulag um kjaradóma á sem víðtækustu
sviði.
Hvorki launþegar né þjóðin í heild hefir efni á
hinum löngu og víðtæku verkföllum sem einkennt
hafa þetta þjóðfélag. Við verðum að snúa við á þeirri
ógæfubraut og það er löggjafans að hafa hér forgöngu
um breytingar.
☆
Ólga er áfram út af
DER SPIEGEL-málinu,
þótt stjómarkreppu
væri afstýrt í fyrradag.
í gær var skýrt frá því,
að Ijósmyndar-kopía af
landvamarskjali hefði
fundizt í peningaskáp út
gefandans.
í fyrradag bárust þær fréttir
frá Bonn, að stjórnarkreppu út
af Der Spiegel-málinu hefði
verið afstýrt. Varð það með
því móti, að Walter Strauss
ráðuneytisstjóri í dómsmála-
ráðuneytinu sagði af sér „að
eigin ósk, en ráðuneytisstjórinn
í landvarnarráðuneytinu Wolf-
gang Hopf fékk „leyfi frá störf-
um“.
Ráðherrar Frjálsra demo-
krata, sem höfðu hótað að
segja af sér fóru á fund Aden-
auers kanslara, með uppsagnar
bréfin í vasanum, ef til þyrfti
að taka, en til þess kom ekki.
Wolfgang Stammberger dóms-
málaráðherra afturkallaði beiðn
ina um að mega segja af sér —
en hann hafði borið fram þá
beiðni á þeim grundvelli, að
honum hefði ekki verið sagt
Kápan á síðasta heftinu af Spiegel. Útgefandi blaðsins, Rudolf Aug-
stein, sem nú situr f varðhaldi sakaður um landráð, er á forsfðunni.
Þeir komu ui nóttu
fyrirfram frá fyrirhuguð-
um handtökum.
Stammberger verður áfram í
stjórninni, sagði í NTB-fréttum
um þetta, og engar breytingar
gerðar á stjórninni eins og sak-
ir sta,nda, yar þar og sagt, og
loks, að í tilkynningu út gefinni
eftir fundinn, hafi verið sagt að
til breytingar á henni séu ekki
neinar ástæður.
En í gær bárust nýjar fréttir
sem mikla athygli vekja. f NTB
frétt frá Karlsrruhe segir, að
Joachim Loesday, varnarlög-
fræðingur síjórnarinnar, hafi
skýrt frá því að lögreglan hafi
fundið kopi af Ijósmynd (foto-
statkopi) af Ieyndarskjali um
varnir Iandshis, og hafi það
fundizt f peningaskáp, sem sé
eign hins handtekna útgefanda
DER SPIEGEL, Rudolf Aug-
stein. Hann (Iögfræðingurinn)
bætti því við, að sum atriði
landvamaleyndarmáianna,
hefðu verið birt í Der Spiegel.
Vissu hvað
til stóð.
Þá hélt Loesday því fram, að
Augstein og nokkrir ritstjórar
tímaritsins hafi fengið vitneskju
um það, að athuganir færu fram
varðandi s^'.rfsemi blaðsins, að
minnsta kosti viku áður en lög-
reglan lét til skarar skríða gegn
ríkisstjórninni í Bonn og Ham-
borg. Hafi það verið Adolf
Wicht ofursti í v-þýzka hernum
sem lét A ’gstein fá upplýsing-
arnar, en ofurstinn, Augstein og
fjórir ritstjórnarmenn eru nú
í fangelsi, grunaðir um land-
ráðastarfsemi.
Samtök um hvað
segja skyldi.
Þá sagði Loesday, að sam-
kvæmt minnisblaði (memorand-
um), sem gert var upptækt, sé
það greinilegt, að hinir grun-
uðu hafi haft samtök um það
sín á milli fyrirfram, hvað segja
skyldi við rannsóknina. Þar að
auki hefðu þeir ráð um, að
fjarlægt væri allt efni, sem gat
talizt grunnurinn, sem greinin
er birt var í Der Spiegel byggð-
ist á — og leiddi til aðgerða
lögreglunnar. Loesday sagði
einnig, að við rannsókn máls-
ins hefðu fundizt ljóspiyndir af
hernaðarmannvirkjum. Ljós-
myndirnar voru stimplaðar:
Leynilegt.
Ásakanir DER
SPIEGEL á Strauss
DER SPIEGEL, sem er frétta-
vikurit, kom út um helgina. Þar
Það er jarðskjálftastofnunin
í Uppsölum f Svíþjóð, sem hefir
gert yfirlit um sprengingar þær,
sem gerðar hafa verið að undan
förnu og komizt að þessari
niðurstöðu. Síðasta sprenging-
in, sem var hin 20. í röðinni,
var með 25 megalesta styrk-
leika, að því er stofnunin taldi.
Á síðasta ári framkvæmdu
sovétvísindamenn 18 sprenging-
ar, og var sameiginlegt sprengi-
magn þá 180 megalestir, en þær
tilraunir, sem framkvæmdar
voru haustið 1958 voru sam-
er Franz1 Josef Strauss land-
varnaráðherra sakaður
um að hafa skipulagt hina leyni
legu húsrannsókn lögreglunnar,
sem varð orsök þess, að stjóm-
arkreppa var yfirvofandi. 1 frétt
frá Bonn s.l. sunnudag var
sagt:
Frétta-tímaritið kom út í dag
eins og vanalega þrátt fyrir,
að fimm ritstjórar þess hefðu
verið handteknir, gmnaðir um
að hafa látið f té vitneskju um
hernaðarleg leyndarmál. Ritið
var 138 bls. að þessu sinni —
helmingi stærra en vanalega,
og um það bil helmingur efnis-
ins er um lögreglurannsóknina
hjá blaðinu.
Á kápunni er mynd af Rudolf
Augstein, hinum fertuga útgef-
anda ritsins, er hann er leiddur
burt af öryggislögreglunni.
Þeir komu að
næturlagi.
Fyrirsögn frásagnarinnar um
húsleitina hjá blaðinu er: Þeir
komu að næturlagi.
tals aðeins 35 megalestir.
Mælt f megalestum hafa þær
kjarnorkusprengingar, sem
framkvæmdar hafa verið f
heiminum síðustu 13-14 mán-
uðina, verið samtals 2,5 — 3
sinnum öflugri en allar sprengj
ur, sem sprengdar höfðu verið
á tímabilinu frá 1945—1958. Og
síðan prófanir voru hafnar,
hafa alls verið sprengdar
sprengjur með um 670 mega-
lesta styrkleika. Meira en 70%
þess magns hafa Rússar
sprengt.
670 megulestir sprengdab