Vísir - 12.11.1962, Blaðsíða 7
VÍSIR . Mánudagur 12. nóvember 1932,
r
Leikfélag Reykjavskur:
p
Eftir JÖKUL JAKOBSSON. Leikstjóri GISLI HALLDÓRSSON
j ^eikfélag Reykjavxkur hóf vetr
arstarfsemi sína í gærkvöldi
með frumsýningu á leikritinu
„Hart í Bak“ eftir Jökul Jakobs
son. Jökull er ungur að árum,
aðeins 29 ára gamall, en hefur
þó þegar sent frá sér 4 skáld-
sögur og Hart í Bak er annað
leikrit hans. Þetta nýja leikrit
hans er alvarlegs eðlis, í þrem
þáttum og gerist í Reykjavík.
Umhverfið er skuggalegur húsa-
garður fátæks fólks, ryðguð
bárujárnsgirðing skammtar aug-
anu sýn og myndar umgerð um
örlagabaráttu þess fólks sem höf
undur leiðir fram til hólmgöngu
við áhorfandann. Gamall skip-
stjóri sviptur sjön sinni og æru
ríður net og glímir við skelfi-
lega minningu um ósigur sinn,
Strandið, missir hins glæsta
skips þjóðarinnar, liggur eins og
helgríma yfir ásjónu hans, það
svipti jörðinni undan fótum
hans. Dóttir hans fullorðin er
vændiskona sem les í lófa og
spáir í spil. Sonur hennar er 19
ára ónytjungur, nennir hvorki
að læra né vinna, hrökklast sí-
fellt undan veruleikanum eins
og barinn hundur, hann trúir því
að sigur sinn búi handan sjón-
deildarhringsins en gáir ekki að
hinu að sjóndeildarhringurinn
færist einnig undan veruleikan-
um engu síður en hann sjálfur.
Það eru þessar þrjár persónur
sem heyja miskunnarlausan bar-
daga við lífið í sjálfum sér, hin-
um persónunum er ýtt fram á
veg þeirra af örlögunum til að
prófa þær, hjálpa þeim eða tæla,
en umfram allt til að þær sjái
sjálfar sig fyrir. Nema gamli mað
urinn. Hann stendur ekki and-
sp^enis neinu nema minningunni.
Þess vegna er hann kjölfestan
í verkinu, myndar jafnvægi þess
og lokar hringnum að leikslok-
Jökull Jakobsson vinnur glæsi-
legan sigur með þessu verki.
Héðan í frá verður litið á fyrri
verk hans sem æskuverk, hér
stendur hann í fyrsta sinn sem
fullþroska höfundur og upp frá
þessu verða gerðar til hans
strangar kröfur. Það er margt
sem vekur athygli manns þegar
horft er á leikrit hans. Fyrst er
þó hve vel honum tekst að gera
verkið eðlilegt, lifandi og sann-
færandi. Framvinda leiksins er
að vísu fremur hæg, en hún er
svo máttug, að það er ómögu-
Iegt annað en hrífast með. Þá
er virðing höfundar fyrir því
fólki sem hann hefur skapað
Ekki verður séð að hann dragi
taum einnar persónu á kostnað
annarrar. Hann er aldrei alveg
með eða alveg á móti þeim.
Fyrir þá sök meðal annars fá
þær eðlilegra líf. Manni stendur
ekki á sama um þetta fólk held-
ur finnur maður til með því eins
og það sé hluti af eigin reynslu
Ekki má heldur láta hjá líða að
minnast á hve vel höfundi tekst
eftir Njörð P. Njarðvik
að búa til tungutak hverrar per-
sónu fyrir sig. Það er mikill mun
ur á orðavali Jónatans, Árdísar,
Finnbjarnar og Láka. Hver per-
sóna hefur þarna sín einkenni og
þetta málfar helzt fra upphafi
til enda og það eitt er ekki Iítill
vandi. I stuttu máli: Höfundin-
um hefur tekizt að skapa áhrifa-
mikið dramatískt listaverk sem
heldur athygli áhorfenda sýning
una á enda. Það er Ijúft og skylt
að ósk'a honum til hamingju með
þetta afrek.
nrrúlegt þykir mér að þetta leik
rit sé gott til sviðsetningar
því að línur þess eru svo skýrar.
ins hendi og ekki minnkar hann
í meðförum Brynjólfs Jóhannes-
sonar. í fyrsta lagi er gervi hans
mjög gott, hreyfingar hans sem
blinds manns, raddbeiting, svip-
brigði sérlega eftirtektarverð
Túlkunin er jöfn og eðlileg.
Brynjólfur á áreiðanlega eftir að
verða mörgum eftirminnilegur í
þessu hlutverki.
Á róra spákona hefur lifað erf-
iða daga. Hún er lauslát úr
hófi fram, hrossaleg bredda sem
leggst jafnvel svo lágt að reyna
að forfæra í hæsta máta ósjá-
legan skósmið og trúboða. Hún
bíður ósigur fyrir veiklyndi sínu
Gísli Halldórsson hefur náð góð
um svip á sýninguna, val hans
í hlutverk er að mínu viti gott.
Þó mætti ef til vill finna að ein-
stökum smáatriðum. Til dæmis
má nefna leikslok. Árdís er þar
ekki vel staðsett og það hefði
mátt vera áhrifameira atriði þeg
ar mennirnir hafa Jónatan á burt
með sér. En ég legg áherzlu á
að verk leikstjórans sé vel af
hendi leyst.
Jónatan skipstjóri er einkar
vel unnin persóna frá höfundar-
þótt hún sýnist hrjúf og sterk á
yfirborðinu. Finnbirni brotajárns
kaupmanni teltst að brjóta hana
undir vald sitt að lokum og fá
hana til að hlaupast, að fullu
og öllu á brott frá skyldum sín-
um. Helga Valtýsdóttir túlkar
þessa ógæfusömu konu á mjög
aðsópsmikinn hátt en stundum
hættir henni til að gera hana að
hreinni óhemju og það finnst
mér of Iangt gengið. Sömuleiðis
finnst mér síðasta gervi hennar
of afkáralegt. Verður það til að
Brynjólfur Jóhannesson sem Jónatan skipstjóri.
Helga Valtýsdóttir í hlutverki Áróru spákonu og Gísli Halldórsson
sem Finnbjörn skransali.
gera ósigur hennar hálf brosleg-
an og það mun tæpast hafa
veri^ ætlun höfundar. Beztur er
leikur Helgu í upphafi og þegar
hún tekur á móti Finnbirni um
nóttina.
Láki er ónytjungurinn sem
alltaf er að reyna eltast við
ímyndaða upphefð sína í mynd
annars ónytjungs úti í löndum.
Hann leitast við að fela mann-
dómsleysi sitt á bak við orð-
hengilshátt og ruddaskap en í
gegnum þann uppgerðarvef skín
þó alltaf í ráðleysi hans og van-
mátt. Gæfa hans er fólgin í því
að á vegi hans verða tvær veru-
lega góðar manneskjur, Pétur og
Árdís, sem rétta hann af og vísa
honum leið til að hefja sig yfir
skuggann sem grúfir yfir fjöl-
skyldu hans. Þessi persóna er
kánnski óskýrust frá höfundar-
ins hendi, ef til vill eru ekki
nógu greinileg tengsl milli or-
saka og afleiðinga í þróun hans
til betri manns. Birgir Brynj-
ólfsson leikur Láka nokkuð mis-
jafnlega. Leikur hans er með
viðvaningsblæ í fyrsta atriðinu
en hann sækir sig jafnt og þétt
og nær góðum tökum á Láka
áður en lýkur en þó eru nokkrir
hnökrar inn á milli sem senni-
lega hverfa eftir nokkrar sýn-
ingar.
Tjað er mikil heicjríkja yfir Ár-
dísi í meðferð Guðrúnar Ás-
mundsdóttur. Hún er hrein og
bein í fasi, góð stúlka, kannski
heldur um of einföld í sniðum
en fjörleg og innileg. Allir koma
þessir eiginleikar vel fram í leik
Guðrúnar. Einkum er nærfærin
túlkun hennar á hlýleika stúlk-
unnar við gamla manninn. Gísli
Halldórsson leikur Finnbjörn
skransala af festu og öryggi.
Ástríða og metnaður, sjálfs-
ánægja og einfeldingshroki eru
hans einkunnir og Gísli dregur
upp mjög sannfærandi mynd af
þessum miður aðlaðandi manni.
Guðmundur Pálsson leikur Pét-
ur kennara snoturlega. Það er
ekkert stórmannlegra en vera
góður maður og það hefði mátt
koma betur fram. fekki vil ég
geta mér til um það hvort þar
hafi leikstjóri ráðið eða leikar-
inn sjálfur. Steindór Hjörleifs-
son á góðan leik með túlkun á
Stíg og einnig bregður Karl
Sigurðsson upp skemmtilegri
skyndimynd af rukkaranum
Auk þess korna svo fram Theo-
dór Halldórsson, Guðmundur
Ingimundarson, Gerður Guð-
mundsdóttir og Hrafnhildur Guð
mundsdóttir. Leiktjöld hefur
Steindór Sigurðsson gert mjög
smekkleg og Jón Þórarinsson
hefur samið tónlist milli atriða.
Tengir hún hina einstöku þætti
leikritsins vel saman og eykur á
áhrifamátt þess.
A ð lokum il ég ósk'a Leikfé-
lagi Reykjavíkur.,til ham-
ingju með góða byrjun á nýju
leikári og samgleðjast því með
hin nýju áhorfendasæti. Því mið
ur hafa aðstæður leikaranna
sjálfra ekkert batnað. Það er ó-
trúlegt hvað Leikfélagi Reykja-
víkur hefur tekizt að gera við
Svo erfiðar aðstæður öll þau ár
sem það hefur starfað. Mikið
hlýtur Reykvíkingum að þykja
vænt um gömlu Iðnó og mikið
mega þeir vera LeikfélagiReykja
víkur þakklátir fyrir allt það erf-
iði sem það hefur tekizt á hend-
ur til þess ao bæjarbúar mættu
lifa ríkara og fjölbreyttara menn
ingarlífi.