Vísir - 12.11.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 12.11.1962, Blaðsíða 8
8 V I ii i K . Mánudagur 12. nóvember 1962. VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald er 55 krónur 6 mánuði. t lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Lyktir læknadeilunnar? Sáttatillaga ríkisstjómarinnar í læknadeilunni er sanngjöm og geta læknar vel við hana unað. Ætti þeim sízt allra manna að vera í mun að draga deilu þessa á langinn meir en orðið er. Á fundi sínum í gær samþykktu læknar að ganga að sáttaboðinu að meginefni. Hins vegar settu þeir ýmis skilyrði fyrir samþykkt sinni, sem fela í sér fríð- indi þeim til handa. Er nú eftir að vita, hvort ríkis- stjómin telur fært að ganga að þeim skilyrðum. Mál- ið er þó sem betur fer komið á lokastig og vonandi má telja að læknadeilan sé nú senn úr sögunni og læknarnir 3! hefji aftur störf sín. Tæpara mátti heldur ekki standa eins og dr. Snorri Hallgríms- son benti á hér í blaðinu á laugardaginn. Allt var þetta mál, og er reyndar enn, hið msta ógæfumál. í óefni rak án þess að aðilar deilunnar ætluðu í raun og veru að svo illa tækist til. Ætla má, að deila þessi hafi orðið eftirminnilegt dæmi, og af henni verðj dregnir réttir lærdómar í framtíðinni. Með undirtekt sinni undir sáttaboðið viðurkenna Iæknar það óhjákvæmilega sjónarmið, að þeir eru rík- isstarfsmenn. Því ber að ákvarða launakjör þeirra samkvæmt hinum nýju kjaralögum, annað hvort með samningum eða kjaradómi. Fríðindi þeirra eru, að þeir fá launahækkun sína reiknaða allmörgum mánuðum fyrr en aðrir ríkisstarfsmenn. Deilan spratt upphaflega af því að læknar töldu uppsagnir sínar heimilar og að kjaralögin nýju næðu ekki yfir þá. Lengur leikur enginn vafi á þessum at- riðum. Kjaralögin ná til þeirra sem annarra ríkisstarfs- manna. Því verður að telja útilokað að í framtíðinni komi til þeirra ódæma sem læknadeila þessi hefir verið. Som/ð d Akranesi Nú um helgina bárust þær fregnir, að Haraldur Böðvarsson & Co. á Akranesi hefði samið við síldar- sjómenn. Eru launin, sem um var samið, yfirleitt hálfu prósenti hærri en sáttatillagan, sem báðir aðilar felldu fyrir yiku. Þessi atburður kemur ekki á óvart. Deilan hefir staðið það lengi, að bæði sjómenn og útgerðarmenn munu vera orðnir langþreyttir, hvað þá almenningur, sem horfir upp á aðgerðarleysið. Milljónir tapast á hverjum degi, og eins og Vísir hefir áður bent á, þá eru síldarmarkaðir erlendis í stórhættu, ef ekki sum- ir glataðir. Úr þvf sem komið er má búast við því, að til lykta dragi f deilu þessari, enda þótt sáttafundurinn, sem haldinn var í nótt, hafi reynzt árangurslaus. Lundúnablöðin hafa að undan- förau gert ýmsum atrlðum Vass- allnjósnamðlsins hærra undir höfði en öðrum, þótt af nógu hafi verið að taka til þess að gera sér mat úr. Og upp úr miðri s. L viku, eftir að birt hafði ver- ið bráðabirgðaskýrsla stjómskip aðrar nefndar, að beinni skipan forsætisráðherra, en nefndin hef ur hvergi nærri lokið störfum, gerlst svo það, að Thomas Gai- braith, aðstoðarráðherra, biðst lausnar frá embætti sínu, eins og getið var hér í blaðinu á föstudag. Hvað hefur verið að gerast í þessu máli að undanförnu — eftir að Vassall, starfsmaður talið að þetta benti til neins ó- sæmilegs, kynferðislegs eðlis. (Það hafði komið í ljós við rétt- arhöldin, að Vassall er kynvill- ingur, og að sovézkir agentar höfðu gögn I höndum því til sönnunar, og knúðu hann þann- ig með hótunum til þess að iáta af hendi við þá Ieynilegar upp- ' lýsingar). — Biaðið sagði, að stjórnarandstaðan væri reiðu- búin að gera uppskátt um nafn sendanda póstkortsins, ef ekki yrði fyrirfkipuð meiri háttar rannsókn varðandi öryggi og tengsl Vassals við embættis- menn í Whitehall. Þrír háttsettir embættismenn höfðu áður verið skipaðir í rannsóknarnefnd þá, sem fyrr hefur verið vikið að, og er for- maður hennar Sir Charles Cunningham, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu. Tveir aðrir eiga sæti í henni. — Nefndin hraðaði störfum, að því er sagt var í þessu sama blaði, sem út kom miðvikudag- og yrði forseti hans hæstarétt- ardómari. Og blaðið segir, að verkalýðsleiðtoginn Georg Brown hefði sagt berum orðum við Macmillan, að hann hefði fyrr reynt að ræða þetta mál við hann einslega, en hann vik- ið sér undan því, og tæki hann sömu aðstöðu nú, yrði flokk- urinn að gera málið opipbert, þótt leitt væri. Macmillan Sagði þá, að undir eins og skýrsla nefndarinnar lægi fyrir myndi hann ræða málið við Hugh Gaitskell. Og Macmillan gaf í skyn, að hann myndi ekki hika við frávikningar úr embættum, ef hann teldi gildar ástæður til. / Um bráðabirgðaskýrsluna, sem um hefur verið getið, segir sama blað daginn eftir, að stjórnin hafi stigið það skref, sem ekki séu dæmi til áður, til þess „opinberlega að afsanna það, að einn af ráðherrum hennar“ hafi gert neitt, sem geri hann tortryggilegan með tilliti til öryggis. Alvarleg eftirköst Vassall-hneykslisins flotamálaráðuneytisins, var dæmdur til fangelsisvistar í 18 ár, fyrir að láta Rússum hem- aðarupplýsingar í té? Hvers vegna hamast blöðin enn út af þessu máli? Hvers vegna er þess krafizt, að rannsaka þurfi emb- ættisferil fleiri opinberra starfs manna? Éitt Lundúnadagblaðanna skýrði frá því á miðvikudag, rétt áður en Macmillan gaf fyr- irmælin um bráðabirgðaskýrsl- una — að „skuggastjórn“ Verka lýðsflokksins hefði komið saman á fund til íhugunar á að bera fram vantraust á rikisstjórnina fyrir meðferð hennar á Vassall- málinu, og var einnig sagt, að leiðtogar stjórnarandstöðunnar hefðu „mikilvægar sannanir" í höndum — afrit af bréfum, sem fundust í íbúð Vassalls við Dolphin-torg. Bréf þessi eru sögð vera frá um 100 manns og allt frá árinu 1949 — og meðal þessara gagna er póstkort sent erlendis frá til Vassalls, frá embættismanni, sem var yfir- maður hans. Þessi póstkorts- fundur leiddi, að áliti stjórnar- andstöðuleiðtoganna, í ljós vin- áttu sem vart var að búast við að ætti sér stað milli háttsetts yfirmanns og skrifara, en ekki inn 7. nóv. til þess að láta Macmillan í té bráðabirgða- Thon.as Galbraith skýrsluna. Athuganir þeirra beindust að því að leiða í ijós hvernig á því stóð, að Vassall hafði getað stundað það svo lengi sem reynd bar vitni — sem starfsmaður flotamálaráðu- neytisins — að láta erlendri þjóð í té gögn, sem vörðuðu öryggi landsins. M. a. rannsak- aði nefndin mikið af bréfum. Leiðtogar Verkalýðsflokksins töldu þetta ekki fullnægjandi ráðstafanir og vildu að settur yrði á fót rannsóknardómstóll, Bráðabirgðaskýrslan var til- búin og gefin út sem opinbert plagg eftir nokkrar klukku- stundir — og tók nefndin fram, að hún hefði ekki enn rætt við Galbraith, og bréfin virtust ekki benda til kynna, er hefðu verið þess eðlis, að þeim fylgdi áhætta tengd öryggi. En hvað sem því líður, að með bráðabirgðaskýrslunni hafi átt að sanna það, að Galbraith hafi ekkert vafasamt aðhafzt, var hið næsta, sem gerðist, að Galbraith baðst lausnar. Missti annað málið Þjóðverji nokkur, sem búsett ur er i Englandi, varð fyrir ein- kennilegu slysi nú fyrir nokkr- um dögum. Hann varð fyrir bif reið, fékk mikið höfuðhögg, og vaknaði ekki fyrri en eftir all- Iangan tíma í sjúkrahúsi. Þeg- ar hann rankaði við sér, var hann alveg búinn að tapa niður þeirri ensku, sem hann hafði Iært og mælti mjög vel á. Má hann nú taka til við að Iæra hana aftur, þvf að hann er starf andi í Englandi og kvæntur enskri konu. Mikill drykkjuskapur á brezku togurunum I brezka blaðinu Fishing News var nýlega mjög kvartað yfir drykkjuskap á brezkum togurum. Var kveðið svo að orði í blaðlnu, að mikiil hluti skipshafnar væri óvinnufær sakir drykkjuskapar, og væri sök skipstjóra og yfirmanna engu minni en hásetanna. Charles Chapple, forseti fiski mannasambandsins (United Fishermen’s Union) hefur ásak- að fiskimenn um að drekka ó- hæfilega mikið, er lagt væri upp í sjóferðir, og kvaðst hann mundu kalla saman fund i sam- bandinu til þess að ræða þetta vandamál. Tók hann sérstak- lega fram, að ekki veitti skip- stjórum heldur af því að athuga sinn hlut í þessu máli, því ekki væri síður drukkið í brúnni en á neðra dekkinu. Þá hefur félag togarayfirmanna í Hull ákveðið að láta fara fram rannsókn á og reyna að fá endanlega lausn á þvf vandamáli, sem skapazt hefur í starfi þeirra vegna ó- hlýðni drukkinna skipshafna, einkum í upphafi veiðiferða. Er greinilegt, að Bretar ætla sér nú að taka þetta mál föstum tökum. í tilefni af þessu er rétt að varpa fram þeirri spumingu, hvort ekki sé nú rétt fyrir okk- ur íslendinga að Ifta i eigin barm hvað þetta snertir, því það er alkunna, að ekki er allt sem skyldi, þegar íslenzkir tog- arar leggja úr höfn. \ ( I 1 1 ( ' ; f , I / / / ;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.