Vísir - 12.11.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 12.11.1962, Blaðsíða 9
9 V í SIR . Mánudagur 12. nóvember 1962. Enginn öfundsverður af miklum miðilshæfileikum JTyrir skömmu kom út bók um einn kunnasta íslenzka miöillinn — og jafnframt hinn umdeildasti, frú Lára Ágústsdóttir. Ritar séra Sveinn Víkingur bókina og kennir þar margra grasa. Mjög eftirtektarvert er samtal hans í bókarlok við Láru, þar sem vikið -er m. a. aö málinu, er svik voru talin sönnuð á hana á miðilsfundi, en það mál fór fyrir Hæstarétt. Setur Lára þar fram sin viöhorf I máli þessu. Má ætla, að margir lesendur Vísis hafi nokkum fróð- leik af kafla þessum og því birtist hann hér með leyfi útgefandans, Kvöldvökuútgáfunnar á Akureyri. Eins og þú veizt, fellur 'mér bezt að hafa fundina í myrkri, aðeins eitt rautt ljós, sem ekki lýsir meira en svo, að fundar- gestirnir geti aðeins greint hverj ir aðra. Breiði oftast ofurlitla blæju á ljósið þeim megin sem að mér snýr, svo ég sé sjálf al- veg í skugganum. Ég veit eigin- lega ekki, hvernig á þessu stend- ur, en mér þykir það þægilegra, og það er orðinn fastur vani. Sennilega er það vegna líkamn- ingafyrirbæranna, þau þola ekki sterkt ljós. Ég hugsa, að ég gæti sofnað við töluvert meiri birtu. En ég geri það samt yfirleitt ekki. Fundirnir hefjast ævinlega með söng. Og ég sýng með — fyrst. En smátt og smátt fer'állt að hverfa fyrir mér í einhverja móðu. Og oft sé ég þá mikið af litum og finn einhverjar bylgjur eða sveiflur í kringum mig> Stundum er þetta mjög gott og þægilegt, og mér líður einkar vel. Stundum er þessi kraftur aftur á móti ekki góður. Það fer mikið eftir því fólki, sem fund- inn situr. Sumum fylgja kraftar, sem eru einhvern veginn of sterkir og grófir. Aðrir eru svo að segja „dauðir“ i þessu tilliti. Enn öðrum fylgja góðar sveiflur og þýðar. Oft verð ég þessara misjöfnu áhrifa vör, svo að segja um leið og ég sezt I stól- inn. Þá þarf ég stundum að biðja fundargesti að skipta um sæti í hringnum, til þess að fá betra samræmi í sveiflurnar frá þeim. Fyrir kemur, að aðeins einn maður eða kona getur valdið því, að ég á mjög erfitt með að sofna. Rétt áður en ég missi meðvit- und að fullu fer ég svo að verða vör við stjórnendurna að hand- an, einn eða fleiri. Síðan veit ég ekkert af mér né því, sem á fundinum gerist.“ Læknar koma í samband. „En hvernig er svo að vakna?" spyr ég. „Satt að segja er það oft mjög einkennilegt. Fyrst, þegar ég fer að vita til mín, er eins og ég svífi í lausu lofti, viti eiginlega hvorki f |þennan heim né annan, finnist ekkert raunverulegt, heldur í einhverri þoku, eða ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. 'íðan fer ég óljóst að verða vör við sjálfa mig í stólnum og byrja að geta greint fundargest- ina, eru þeir oft bara eins og einhverjir þokukúfar og ég sé ekkert sköpulag á þeim. En svo tekur þetta að skýrast, og ég átta mig á þvf hvar ég er.“ „Þú hefur dálítið fengizt við dulrænar lækningar um dagana er það ekki?“ „Jú, töluvert. Mér er sagt að framliðnir læknar komi oft í samband á fundum mínum. Ég stend þá upp úr stólnum — sof- andi auðvitað — og fer höndum um þá fundargesti, sem segjast vera sjúkir. Margir þeirra hafa sagt mér, að ég segi þá oft mjög ‘ nákvæmlega og rétt til um það, hvar og hvernig þeir finna til. Sumir telja sig hafa fengið við þetta bata eða linun þrauta sinna. Ég veit það ekki. Og það er erfitt að safna vottorðum um þess háttar, enda hef ég ekkert reynt til þess. Stundum ráðleggja þessir læknar einhver meðul eða þess konar. Ekki veit ég hvort farið hafur verið eftir því. En sumir hafa sagt mér, að þeim hafi algjörlega batnað ymsir sjúkdómar við það að sitja á fundum hjá mér. Fyrir kemur það einnig, að sjúklingum er ráðlagt að leita til Iækna, sem eru á jörðinni og tilgreind nöfn þeirra. Margir koma heim til mfn til þess að biðja um lækningu fyrir sjálfa sig eða aðra. Fyrir þvf fólki bið ég oft í einrúmi. Verð ég þá iðulega vör við framliðna lækna í kring um mig og bið þá að heimsækja þann sjúka og reyna að hjálpa honum. Ég veit um marga, sem eru sannfærðir um, að þeir hafi læknazt á þennan hátt. En það er bara svo örðugt að segja um þetta með ákveðinni vissu.“ „Þú hefur mikla trú á bæn- inni?“ „Já, afskaplega mikla. Og ég veit, að ekkert hefur hjálpað mér betur né gefið mér meiri styrk en hún. Ég held, að í rauninni hafi ég verið trúhneigð frá því ég var barn, þó mér leiddist óttalega að læra kverið. Amma mfn var trúuð kona á þeirra tíma vísu og kenndi mér bænir og vers. Ég man þetta sfðan og fer með það stundum enn f dag. Ég veit satt að segja Frú Lára Ágústsdóttir. Myndin var tekin þegar hún var 63 ára. LÁRA MIÐILL ekki, hvernig ég hefði getað komizt yfir allt það, sem ég hef reynt og orðið að þola um dag- ana, ef ég hefði ekki trúað á Guð, mátt hans og hjálp og kærleika, sem er alls staðar ná- lægur og á bak við allt. Ef við ættum ekki trúna á hann, þá held ég að mörgum fyndist þetta blessaða líf, heldur tilgangs- laust, og harla margt þar, sem þá væri örðugt að sætta sig við og bera.“ Tortryggni og andúð. Nú kemur Steingrímur, maður Láru, heim, og talið snýst að öðrum efnum. Lára fer fram í eldhús að sýsla við kaffið handa okkur. Steingrímur er hæglátur maður, greindur vel og gætinn f orðum. Ég heyri á öllu, að hann er sannfærður um dulræna hæfi- leika konu sinnar. En honum finnst, að þeir hafi ekki fengið að njóta sín eins og skyldi. Og að það hefði áreiðanlega mátt þroska þá og þjálfa með miklum árangri, ef til þess hefði verið beitt réttum og skynsamlegum aðferðum, á meðan þeir hæfi- leikar voru sterkastir, og henni þá búin betri skilyrði. „Það er ekki gott fyrir rniðil," sagði hann, „að þurfa að búa árum saman við gallað heimilis- líf og sára fátækt, vera f óhæfi- legum húsakynnum, en þurfa þó að hafa þetta starf sér til lífs- framdráttar að verulegu leyti, haldi fundi, hvernig sem hún var fyrirkölluð og oft með mjög mis- jöfnu og sundurleitu fólki. Mæta svo auk þess tortryggni og and- úð og misskilningi margra. Ég hef ekki mikið vit á þessum málum. En ég held, að svona aðstæður hafi ekki getað verið heppilegar, hvorki fyrir hana sjálfa né málefnið. Mér finnst það í raun og veru bezt sýna, hvao þessi hæfileikar hennar voru sterkir, að ekki skuli vera búið að eyðileggja þá og gera þá að engu fyrir lifandi löngu.“ Við erum búin að drekka kaffið. Steingrímur er farinn til vinnu sinnar. Við Lára látum fara vel um okkur og höfum kveikt okkur í sígarettu. „Úr því Steingrímur er nú far- inn, og af þv£ að ég gifti ykkur nú hérna um árið, þá segðu mér nú hvernig hjónabandið hefur gengið. Ég er alltaf dálítið for- vitinn að vita, hvort ég hafi bundið of fast eða of laust. Hjónabandið er vandasamt, eins og þú veizt. Það þarf að vera gott í því og vel spunnið, eigin- lega eins konar teygjuband, sem gefur dálítið eftir, þegar á reyn- ir, án þess að slitna og skrepp- ur svo saman aftur." „Nú ertu í essinu þínu og full- ur af gáska, eins og þú ert van- ur,“ segir Lára og skellihlær. „Annars held ég, að þú hafir bundið alveg mátulega. Og það er meira en ég get sagt um fyrra hjónabandið mitt, enda komst þú þar hvergi nærri. En við skulum sleppa því. Það er búið sem búið er. En hann Stein- grímur hefur reynzt mér afskap- lega vel, og raunar miklu betur en ég á skilið — finnst mér. Við eigum hér okkar heimili, eins og þú sérð, og ég kann vel við mig. Raunar hefur mér aldrei liðið betur — og aldrei eins vel — og hér á Akureyri. Og hér hafa margir verið okkur góðir, og mér finnst andrúmsloftið hérna einhvern veginn betra — þú skil- ur — en fyrir sunnan. Það er bara þetta, að maður er að verða hálfgerður ræfill til heils- unnar og oft sárlasin. En maður verður að sætta sig við það. Þetta er gangurinn lífsins, þegar maður fer að eldast. Ég er nú komin. yfir sextugt, og þá er nú farið að halia undan fæti.“ Menn elska einu sinni. „Ojá. Ekki getum við verið alltaf ung, nema þá i andanum. En gaman er nú samt að mörgu leyti að vera ungur. Það þekkj- um við bæði. Þú hefur auðvitað oft orðið skotin í strákunum í gamla daga, og þeir i þér? En eitthvað hef ég heyrt um það, að þú hafir haft töluvert mis- jafna reynslu af karlmönnunum um dagana. Sumar ykkar segja, að aliir karlmenn séu fantar og fyllisvín, en það eru víst einkum piparmeyjar, þegar þær fara að eldast. Hvað segir þú mér nú um karlmennina og ástina?" ' Ég hélt, að hún mundi taka þessu létt og í spaugi. Eg er nú vanur þessu i samtali að láta hitt og þetta fjúka í gamni, en oft í nokkurri alvöru þó. En Láru kom víst þessi spurning á óvart. Hún varð alvarleg og hugsi um stund. Ég fór hálfpartinn að sjá eftir því að hafa gloprað þessu út úr mér. Það var ekki ætlun mín að móðga hana. „Það er sagt, að menn elski ekki nema einu sinni á ævinni. Og það hefur sjálfsagt einhvern tíma verið meiru logið. Þú sérð nú vesalings blómin mín þarna fyrir utan gluggann. Ég efast um að þau ætli að hafa hretið af. Frh. á 10. bls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.