Vísir - 12.11.1962, Blaðsíða 16
MánudAgur 12. nóyember 1962.
Sprengja
Bretar?
Róssar hafa varað Breta við af-
leiðingunuin, ef þeir hefji tilraunlr
á ný með kjamorkuvopn.
Orðrómur hefur verið á kreiki
um, að Bretar ætluðu að hefja
tilraunir á ný í Woomeratilrauna-
stöðinni. tit af því sagði sovézkur
talsmaður f gær, að ef Bretar gerðu
þetta, gæti þáð haft hinar alvar-
legustu afleiðingar og spillt sam-
komulagshorfum, en nú væru horf-
ur um samkomulag um bann við
kjamorkuvopnatillögum öllu væn-
legri en nokkurn tfma fyrr.
Þessi ummæli styrkja menn í
þeirri trú, að nýrra tillagna kunni
að vera að vænta frá Rússum um
bann við tilraunum, og slaki þeir
þar til og komi til móts við hin
kjamorkuveldin varðandi eftirlit.
Dregið í 11. fl.
hjd H.H.Í.
1 fyrradag var dregið í 11. flokki
hjá Happdrætti Háskólans. Fara hér
á eftir hæstu vinningar og 10,000
kr. vinningar.
Kr. 200.000
53713
Kr. 100.000
0575
Kr. 10.000
3189 4202 5656 7466 8573
9909 12689 13183 14274 15421
16866 17042 20919 21759 23092
26054 27869 32712 38338 38693
38861 40934 42233 43753 44025
44080 44858 45550 46062 48069
50052 53107 53175 53860 58944
59921
Aaukavinningar:
53712 kr. 10.000 53714 kr. 10.000
(Birt án ábyrgðar).
LÍV VANN MÁLIÐ GEGN
ALÞ ÝÐUSAMBANDINU
FÆR SKILYRÐISLAUSAIHHGOHGU í A.S.Í.
Dómur Félagsdóms í
máli Landssambands ísl.
verzlunarmanna gegn A1
þýðusambandi íslands
var kveðinn upp um há-
degið í dag. Meirihluti
dómsins komst að þess-
ari niðurstöðu: „Stefnda
A.S.Í., er skylt að veita
stefnanda, Landssam-
bandi ísl. verzlunar-
manna inngöngu í sam-
bandið með fullum og ó-
skertum réttindum sem
stéttarfélagssambandi“.
Máiskostnaður var felld
ur niður.
Hefir L.Í.V. þar með
unnið málið og A.S.Í.
skilyrðislaust gert að
veita L.Í.V. inngöngu
með fullum réttindum.
Á síðasta Alþýðusam-
bandsþingi neitaði þing-
ið að taka umsókn L. í.
V. til greina.
Meirihluta dómsins, sem komst
að þessari niðurstöðu, skipa:
Hákon Guðmundsson, Gunnlaug
ur E. Briem og Einar B. Guð-
mundsson. Minnihluti dómsins,
þeir Ragnar Ólafsson og Bene-
dikt Sigurjónsson, segja f sér-
áliti sínu: „Stefndi, A. S. 1., skal
vera sýknt af kröfum stefnanda,
L. í. V., í máli þessu“.
Stjóm Læknafélagsins og samnlnganefnd aðstoðarlæknanna ræddust við í morgun um sáttaumleitanir þær, sem nú standa yfir í læknadeil-
unni. Er myndin af þeim fundi.
Læknadeilan á lokastígi
LÆKHAR SETJA VISS SKILYRÐI
Læknar þeir, sem sögðu
upp stöðum sínum,
héldu fund með sér í
gær og ræddu tillögu
héilbrigðismálaráðherra
um lausn læknadeilunn-
ar. Féllust þeir á tillög-
una að meginefni, en
settu nokkur skilyrði
fyrir því að þeir hæfu
aftur störf. Verður end-
anlega frá þeim gengið
í dag.
Launahækkun þeirra reikn-
ist frá 1. ágúst í staS þess
að hækkunin komi nú til
framkvæmda. Er þetta höf-
uðskilyrði Iæknanna.
Þá óska þeir þess að hækk
unin nái einnig til yfirlækna |
aðstoðarlæknanna, svo ekki \
komi til óeðlilegs launamis-
ræmis. Samningamir verði
einnig gerðir skriflega. Þá
eru og nokkur minni atriði,
sem formaður Læknafélags-
ins, Arinbjöm Kolbeinsson,
kvað ekki skipta efnilega
máli í þessu sambandi.
I morgun kl. 10.30 kom
stjórn Læknafélagsins saman á
Framh. á 5. síðu.
AðaHundur
Vurður í kvöld
Aðalfundur Landsmálafélagsins
Varðar verður haldinn í kvöld kl.
8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Fundar-
efni eru venjuleg aðalfundarstörf
og reeða Davíðs Ólafssonar, fiski-
málastjóra um sjávarútvegsmálin.
Krafizt staðfestiagar á
brottfiutningi eUfiauga
Rússar hafa flutt 42 eld-
flaugar frá Kúbu. Þetta
staðfesíi Gilparrick að-
Stoðafíandvarnaráðherra
Bandaríkjanna, er hann
svaraði fyrirspumum í
gær í sjónvarpi, en hann
bætti við, að á því yrði að
fást alþjóðastaðfesting, að
ekki væru einhverjar eftir.
Bandar. :in verða að halda
fast við kröfuna um alþjóðlega
Framh. á 5. síðu.
SÉRA JAK0B 06
LÆKNADBLAN
Á föstudaginn var, skrifaði séra
Jakob Jónsson bréf, til Iækna.
BSRB og ráðherra, þar sem hann
óskaði eftir að geta haldið fund,
með málsaðilum i læknadeiiunni,
til að athuga mögulegar leiðir til
lausnar deilunni.
Um kvöldið hafði borizt svar
frá formanni BSRB og Jæknum og
voru þeir reiðubúnir til viðræðna.
Þetta kom fram er blaðamaður
frá Vísi hringdi í sr. Jakob í morg
un og verður ekki úr þessum
fundi þar sem ríkistjórnin hefur
skorizt f leikinn og komið á sáttum
Fyrir fáum dögum hafði sr. Jakob
lagt fyrir málsaðila nokkur atriði
til íhugunar. Var þar ekki um að
ræða heillegar sáttatillögur, held-
ur nokkur atriði til athugunar. —
Sagði séra Jakob: „Ég er mjög
ánægður með þann árangur, sem
náðst hefur, þar sem nú hefur
skeð einmitt það sem ég stefndi
að“.
\ V, , i\ \ A \ •. V i \ ..» v v ‘ >. '• ‘