Vísir - 14.11.1962, Page 3

Vísir - 14.11.1962, Page 3
V*í SIR . Miðvikudagur 14. nóvember 1962, Á fréttastofu útvarpsins Við Iitum inn í gær á frétta- <«tofu útvarpsins, til að siá hvernig mennirnir byggju sem safna fréttum og skrifa þær fyrir útvarpið. Á fréttastofu út- varpsins vinna sjö manns, að þvf er Jón Magnússon frétta- stjóri sagði okkur. Aðeins fáir voru inni við. Voru menn ým- ist f fréttaleiðöngrum eða í frí- um. Á myndinni efst til vinstri er Margrét Indriðadóttir, sem fæst aðallega við innlendar fréttir, auk þess sem hún sér um útvarpsþátt ásamt Áma Böðvarssyni cand. mag. Á myndinni f miðið er Tor- olf Smith, sem um margra ára skeið hefur unnið á fréttastofu útvarpsins. Hann var þarna í heimsókn, en hann hefur verið óvinnufær um skeið vegna van- heiisu. Er hann með vinstri höndina í fatla, en kveðst á batavegi. Á myndinni efst til hægri, er Jón Magnússon fréttastjóri að ná í fréttir f „teleprinterinn“. Þar koma fréttir frá útlöndum með loftskeytum og eru þær vélritaðar inn á renning af þar til gerðri vél. Fréttastofan fær fréttir þannig bæði frá AsSO- ciated Press og N.T.B. Vilhjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri leit inn á meðan við stóðum þarna við. Sést hann til vinstri á myndinni að neðan til vinstri. Situr hann við borðið hjá Stefáni Jónssyni fréttamanni, sem margir þekkja fyrir viðtöl sín í útvarpið. Auk þess að fást við viðtöl er hann bæði í innlendum og erlendum fréttum. Myndin að neðan til hægri er tckin í klefanum, þar sem fréttimar em lesnar. Aðal fréttaþulur útvarpsins, Jón Múli Árnason, situr þar og les, einangraður frá umheiminum, með hljóðeinangrun. \; ■ . \ \ v \ 1 ' Í'í V v '• '• • V •> í . . £\íxV«V>\m fcs : , >••: ••*•• :••••■ •:•: •: •'•:: ;■ ,'•:••• ,:■■■• ■ ' • >■ H >: >;; .'•:■• •' •• m

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.