Vísir - 14.11.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 14.11.1962, Blaðsíða 4
4 V í SIR . Miðvikudagur 14. nóvember 1962, ii-i: , ■ , , smZZ: Ms0m$SsS ■ v Tannskemmdir eru tíðastar — en taugabilan talsverð Fjórir aðilar að eftirlitinu. Til þess að gera eftirlitið sem virkast er reynt að koma á sam- vinnu milli allra aðila, sem hafa afskipti af nemendum. Fyrst er vitanlega að nefna skólalækni og skólahjúkrunarkonu, þar sem Tannskemmdir eru al- gengasti kvillinn, sem þjá ir skólanemendur hér á landi. Næst algengastir eru sjóngalíar, gallar á hrygg og ilsig. Þetta kom meðal annars fram í fróðlegu viðtali, sem Vísir átti við Benedikt Tómasson skóla- yfirlækni fyrir nokkru. Starfs- svið skólayfirlæknis nær til allra skóla á landinu nema há- skólans, og undir hann heyra þess vegna tugir þúsunda barna, unglinga og annarra, sem sitja á skólabekkjum. Heimildin var fyrst notuð 1956. „Hve lengi hefur skólayfir- læknir verið starfandi hér á landi?“ spurði tíðindamaðurinn. „í fræðslulögunum frá 1946 var heimilað að ráða skólayfir- lækni, en sú heimild var ekki notuð fyrr en 1956, og á árun- um 1957 og 1958 voru síoan samþykkt lög og sett reglugerð um heilsuvernd í skólum. Það er fyrsta heildarlöggjöfin um skóla- eftirlit í landinu." Stefnt að sem jöfnustu eftirliti allt skólaárið. „Hvernig er eftirliti með heilsufari nemenda hagað í aðal- atriðum?“ „Það er meðal annars fólgið I almennri skólaskoðun, sem fer fram um það bil annað hvert ár. Reynt er að vanda sérstaklega til skoðunar, þegar börn koma fyrst í barnaskóla. Þá eru for- eldrum send heim eyðublöð, sem þeir eiga að útfylla, en þar eru gerðar fyrirspurnir um heilsufar barnanna fram til þess dags, t. d. hvaða sjúkdóma þau hafa fengið og þar fram eftir götun- um. Nemendur, sem eitthvað finnst að við skoðun, kallast gæzlunemendur og eru sendir til lækninga eða hafðir undir eftirlit, meðan þess gerist þörf. hún er starfandi, en kennarar og foreldrar geta veitt ómetanlega aðstoð, og þess vegna er lögð áherzla á að fá kennara til að taka þátt í eftirlitinu og að ná sem beztri samvinnu við heim- ilin. Kennarar eiga meðal annars að gera skýrslu tvisvar á vetri um heilsufar nemenda, sem þeir álíta, að eitthvað sé að. Þetta er nýmæli og ekki fullreynt, hvernig tekst. Þó að skýrslu- gerðin sé einföld, virðast marg- ir kennarar ragir við hana, taka hana að minu áliti of hátíðlega. Annars eiga kennarar, hjúkrun- arkonur og foreldrar að senda nemendur til læknis eftir þörf- um, og skólaeftirlitið léttir ekki að neinu leýti af foreldrum þeirri ábyrgð að fylgjast með heilsufari barna sinna og leita þeim lækn- ishjálpar." Líkamlegur þroski nemenda góður. „Hvað er að segja um Iíkam- legan þroska nemenda, borið saman við það, sem áður var?“ „Tölulegan samanburð á vaxtahraða og líkamsstærð nemenda fyrr og nú er ekki hægt að gera, þar sem meðaltalstöfl- ur um hæð og þyngd hafa mér vitanlega aldrei verið gerðar hér á landi. Mikill efniviður er ,til um þetta, en það er miðið verk að vinna úr honum, og þar sem niðurstöðurnar hafa eingöngu fræðilegt gildi, hefur það verið látið sitja á hakanum fram til þessa. Hins vegar er augljóst, að börn og unglingar taka mun fyrr út líkamlegan þroska nú en áður og ná meiri líkamsstærð. Þessi öri vöxtur er vitnisburður um góð lífskjör, en af honum getur stafað nokkur hætta. Það er vafasamt, að þrekið sé að sama skapi meira, og áreiðanlega má vara sig á að misbjóða ekki þessum stóru börnum með of þungri vinnu eða of löngum vinnudegi. Ofreynsla á upp- vaxtarárum getur hefnt sín greypilega síðar á ævi.“ Líkamleg heilsa og algengustu kvillar. „Hvernig er líkamleg heilsa skólanemenda, og hverjir eru algengustu kvillar, sem hrjá þá?“ „Alvarlegir langvinnir sjúk- dómar eru fremur fátíðir á þess- um aldri, og yfirleitt má líkam- leg heilsa skólafólks kallast góð. Tannskemmdir eru langalgeng- IWMWB IWWWIBWWHWHMMa , Benedikt Tómasson. asti kvillinn. Samkvæmt skýrsl- um frá árinu 1959, en það eru síðustu skýrslur, sem völ er á fyrir allt landið, voru 72.2 af hundraði skoðaðra skólabarna með tannskemmdir^en s.ú talp er vafalaúst of lág. Að tann- skemmdum undanskildum eru , sjóngallar, gallar á hrygg og ilsig einna algengast.“ „Hver er ástæðan til þess, að gallar á hrygg eru algengari í framhaldsskólum en í bamaskól- um?“ „Gallar á hrygg ágerast oft eða koma fram, þegar unglingar taka slðara vaxtarstökkið. Um orsakirnar treysti ég mér ekki til að fullyrða neitt, þar eru aðrir mér dómbærari. Stundum er skólasetum kennt um og stund- um líklamlegri vinnu. Sjálfsagt kemur ósjaldan til greina arf- geng tilhneiging, og gallarnir fara að koma í Ijós, þegar vaxtar hraðinn eykst aftur og meira reynir á burðarkerfi líkamans. Framhald á bls. 10. 7* Rætt v/ð Benedikf Tómosson skólyfirlækni um heilsufar skólafólks og fleira Reynt er að halda uppi sem jöfnustu eftirliti með einstak- lingunum allt skólaárið, en ekki treyst um of á eina læknisskoð- un. Einasta fullkomna nlanslíoivélin hérlendis VÍIAVERSTÆÐB Þ. JÓIiSSON Brautartolti 6 — Símar 19215 — 15365. PLANSLIPU Við bjóðum upp á fullkomnustu slípun á sléttum flötum, s. s. blokkir, hedd og aðra fletí er slípa þarf með nákvæmni. Fagvinna með fullkomnustu tækjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.