Vísir - 16.11.1962, Qupperneq 2
2
vTTiR .'WgliBPr'^^iWBBBMWi"
/r *Hf
1 “i
a-B^SP
v y////jm?///////Æwyy/////ym22'//Æ
Verður KR „stórveldi"
í körfuknattieik
Anncsr flokkur
félngsins vekur
uthygli fyrir
leik sinn
Það vakti mikla athygli
á dögunum, er Körfuknatt
leiksmót Reykjavíkur
hófst um helgina, að b-lið
KR í 2. flokki vann íslands
meistarana í þessum flokki
Ármann, með 24:21 í geysi
spennandi leik.
Stórlið?
f>eir, sem gerst vita deili á 2.
flokki KR segja, að þar sé í upp-
siglingu stórlið i 'iörfuknattleik.
Hafa KR-ingar viðað að sér fjölda
ungra pilta og tefla fram a-, b- og
c-liði í 2. flokki. Æfðu piltarnir í
haust undir leiðsögn bandarísks
þjálfara og hafa sýnt miklar fram-
farir. NUverandi þjálfari er Ólafur
Thorlacius.
Til dæmis um þann styrkleika,
sem flokkurinn hefur yfir að ráða,
má minnast á æfingaleik sem- a-
lið 2. flokks lék nýlega við meist-
araflokk KFR, en þann leik unnu
þeir með 104:67, og þó var KFR-
liðið styrkt með Davíð Helgasyni,
landsliðsmanni úr Ármanni.
KR er sem sé á leiðinni með
gott lið í meistaraflokki, en nokkr-
ir piltanna ganga upp nú um ára-
mótin og súyrkja þá meistaraflokks
liðið sem enn hefur ekki náð mikl-
um styrkleika. Leyfilegt er í körfu-
knattleik að nota tvo 2. flokksmenn
í meistaraflokksleikjum.
Fyrstu leikir
meistaraflokks.
Annað kvöld fara fram fyrstu
leikir meistaraflokks í Reykjavík-
urmótinu og verður leikið að Há-
logalandi. Gefst mönnum þá gott
færi á að virða fyrir sér styrkleika
liðanna í keppninni, þar eð öll
meistaraflokksliðin koma fram
þetta kvöld, en leikirnir eru: Ár-
mann—KR og ÍR—KFR.
KR-ingar geta aðeins notað 2 af
hinum snjöllu 2. flokksmönnum sín
um, eins og sjá má af framansögðu
en margir þeirra, sem vegna aldurs
sitja hjá, ættu þó fyllilega skilið að
vera með. Búast má við sigri Ár-
manns, þó ekki sé sá sigur örugg-
ur. Hinn ieikurinn, milli iR og KFR
gæti orðið skemmtilegur, þótt iR
sá óneitanlega sigurstranglegt, en
einmitt þessi tvö lið hafa eldað
grátt silfur saman á undanförnum
árum og mættust m. a. £ úrslita-
leik Islandsmótsins í fyrra.
Á sunnudagskvöld fara fram leik
ir yngri flokkanna. í IV. flokki
KFR—ÍR (c-lið), í II. flokki Ár-
mann—KR (c-lið og IR—KR (a-
lið). Síðastnefndi leikurinn er raun-
verulega úrslitaleikur í þessum
flokki og getur orðið spennandi,
þar sem ÍR-ingar eru með 2 lands-
liðsmenn í liði sínu en KR-ingar
með hið jafnsterka og efnilega Iið
sitt.
Leikirnir bæði kvöldin hefjast kl.
20.15.
ísland - Danmörk
Reykjavfk 1.-2.
EM á Búdapest 1966
Á frjálsíþróttaráðstefnunni I Prag um síðustu helgi var einkum
rætt um komandi stórviðburði á komandi sumri og var þar ákveð— í
ið m. a. að Iandskeppni íslands og Danmerkur fari fram í Reykja-|
vík dagana 1. og 2. júlí. [
Á ráðstefnu þessari var einnig ákveðið að Búdapest verði næsti!
vettvangur EM í frjálsum íþróttum, sem haldið verður 1966. Varí
þetta ákveðið £ leynilegri atkvæðagreiðslu með 10 atkvæðum -
gegn 6, sem féllu til Aþenu eftir að ráðstefnan var búin að neitasj
Helsingfors, Varsjá og Búkarest um að halda keppnina.
Daninn Emanúel Rose sat ráðstefnu þessa fyrir hönd íslandsj
cg Danmerkur.
Sex sigrar KR í mótum
sumursms
Aðalfundur knattspyrnudeildar K.
R. var haldinn £ Félagsheimili K.
R. við Kaplaskjólsveg s. 1. miðviku-
dagskvöld. Ritari félagsins flutti
skýrslu síðasta árs, og kom þar
margt fróðlegt £ ljós.
1 knattspyrnudeildinni eru 942
meðlimir, og er hún fjölmennasta
deild félagsins. Deildin sendi flokka
£ 33 mót af 34 mótum sumarsins
og höfðu sigur í 6 þeirra, en það
er ein versta útkoma, er félagið
hefur fengið £ mörg ár. Meistara-
fiokkurinn hafði beztu útkomu
hinna 11 flokka félagsins og sigr-
aði £ tveim mótum. 7 KR-ingar
léku með landsliðinu £ sumar við
góðan orðstír, og sýnir það glögg-
lega styrkleika flokksins.
Gjaldkeri flutti skýrslu um hag
félagsins £ ár, og er hann, mjög
góður. Þv£ má þakka hinni vel
heppnuðu heimsókn S. B. U. £ sum-
ar, en hún gaf rúml. 100.000 kr.
hagnað.
Úr Reykjavíkurmótinu varð 18
þús. kr. hagnaður, en af Islands-
mótinu aðeins 4000. Gjaldkeri benti
á, að mismunurinn lægi £ hinum
mikla ferðakostnaði liðanna um
landið. Sagði hann að lokum, að
deildin hefði nú um 55.000 krónur
eftir, er illt væri upp talið, og er
það mjög gott,_þvf flest knatt-
spyrnufélög iandsins sýna árlega
stórtap.
Formaður félagsins, Sigurður
Halldórsson, afhenti Viglundi Þor-
steinssyni afreksbikar og verð-
launapening 2. flokks K. R., en
hann fær sá leikmaður, er bezt
æfir og starfar fyrir félagið, en
þetta er £ 6. sinn, að bikarinn er
veittur.
Tveir af stjórnarmeðiimum fé-
lagsins báðust eindregið undan end
PLANSLÍPUN
Að gefnu tilefni, viljum við benda bifreiðaeigendum
og verkstæðum á, að á renniverkstæði okkar er
fullkomnasta planslípivél, sem völ er á.
Slípar fleti að stærð
1700x500 mm.
SLÍPUM
VÉLARBLOKKIR,
HEDD pústgreinar
Dg alls konar fleti.
VÖNDUÐ VINNA OG FLJÓT
AFGREIÐSLA.
EGILL VILHJÁLMSSON HF.
Laugavegur 118 — 2-22-40.
urkosningu i stjórnina, þeir Har-
aldur Gislason og Haraldur Guð-
mundsson. Þeim voru þökkuð hin
miklu störf i þágu félagsins, en
báðir hafa verið £ stjórn um 15 ára
skeið.
I stjórn knattspyrnudeildar K.
R. voru kosnir Sigurður Halldórs-
son, formaður, Sigurgeir Guðmanns
son varaformaður, Hörður Óskars-
son ritari, Hörður Felixson gjald-
keri og Bjarni Felixson. Meðstjórn-
endur þeir Hans Kragh, Ellert
Schram, Helgi Jónsson og Birgir
Þorvaldsson. í mótanefnd sitja
Óiafur Þ. Guðmundsson og Asgeir
Þórarinsson.
.......klp —
Fram og KR Ieika i meistara-
flokki karla i Handknattleiks-
móti Reykjavikur að Háloga-
landi £ kvöld. Fram hefur Iik-
Iega aldrei verið betra en nú, en
langt er síðan KR hefur verið í
svo Iélegri æfingu. Leikir þess-
ara tveggja liða hafa undanfarin
ár yfirleitt unnizt með 1—2
mörkum í hörkuspennandi leikj
um — og einmitt þess vegna er
spurning, hvort hin gamla keppn
isharka KR-inga getur veitt
Frömurum nokkra mótspyrnu í
kvöld.
Margir aðrir leikir fara fram
í kvöld, m. a. Víkingur — Ár-
mann £ meistaraflokki kvenna.
Keppnin hefst kl. 20.15.
Éw'tondar
frétiur
Danmörk vann Svia í gær-
kvöldi í landskeppni i hnefaleik-
um með 8:2, sem er stærri sigur
en fyrirfram hafði verið gert ráð
fyrir. Danir bjuggust við 6:4, en
Sviar £ hæsta lagi 7:3. Keppnin
fór fram i KB-Hallen fyrir fullu
húsi áhorfenda, sem voru ánægð
ir með sigurinn yfir „erfðafénd-
unum“, cnda ekki hversdagslegt
að Danir sigri Svia í íþróttum.