Vísir


Vísir - 16.11.1962, Qupperneq 9

Vísir - 16.11.1962, Qupperneq 9
V í SIR . Föstudagur 16. nóvember 1962. 9 V ^ Síðasta áratuginn hefur talsvert verið um það rætt á alþjóðavettvangi, og þá ekki hvað sízt á fundum Sameinuðu þjóð- anna, að til væri einhvers konar þriðja afl í heims- átökunum, sem kallað hefur verið hlutleysis- stefnan. Hugsjónamenn hlutleysisins hafa talað um það háleitum orðum að þetta nýja afl ætti að taka að sér að sætta Austrið og Vestrið í kalda stríðinu. Á yfirborðinu hefur þessi hlut- leysisstefna virzt eflast á síðustu árum. Það eru einkum hinar ný- sjálfstæðu þjóðir Afríku og Asíu, sem hafa aðhyllzt hana og með sífelldri fjölgun þeirra oeg auknu atkvæðamagni hefur þetta „þriðja afl“ fengið nokkra viður- kenningu, t .d. síðast í því að hlutlaus ríki hafa fengið sérstak- lega að taka þátt í viðræðum um afvopnun og kjarnorkumál. Ráðstefnan ÍBelgrád. ^ 1 fyrrasumar héldu hlutlausu ríkin meira að segja ráðstefnu í Belgrad, þar sem þau mikluðu mjög fyrir sér áhrifavald sitt til að friða og bjarga heiminum frá ógnum nýrrar styrjaldar. Að vísu skall á hana reiðarþruma Krúsjeff sprengdi risasprengju sína norður við Novaya Zemlja eins og til að fagna þessum hlut- lausu friðarfulltrúum. En ekki virtist það hafa nein teljandi á- hrif á hina vísu menn í Belgrad. Þeir minntust varla á hinar ofsa- fengnu kjarnorkutilraunir Rússa sem þá stóðu yfir, enda hefði það verið „brot á hlutleysinu", en sendu frá sér veika yfirlýsingu um að þeir fordæmdu bæði Bandaríkjamenn og Rússa fyrir kjamorkutilraunir. — Ég sé það nú, að við höfum verið að fjarlægast veruleikann. 1 þessari setningu Nehrus felst kjami málsins. Hlutleysisstefnan er svo fjarri veruleikanum, að hún á engan rétt á sér. Hún er svo fjarri veruleikanum í heimi kalda stríðsins, að ég efast í rauninni um að hlutleysisstefnan geti verið til. Hún var tij. fyrir kannski hundrað eða 200 árum, þeg- ar styrjaldir voru leikur fursta eða íhaldssamra diplomata niður I Evrópu, og þegar styrjaldir voru takmarkaðar við ákveðin landssvæði vegna ófullkominna samgöngutækja. Þá gátu Norður- lönd lýst pragt og keisarar og konungar gátu sett skrautleg lakkinnsigli sín við samninga þar sem þeir ábyrgðust hlutleysi ríkja eins og t. d. Belgfu. Samningsrof Viihjálms. Keisararnir og konungamir í gamla daga voru oftast mjög heiðarlegir þegar þeir fóru í stríð, enda vildu þeir ekki fá á sig ó- orð. Þeir tilkynntu t. d. oftast með mánaðar fyrirvara, að þeir ætluðu að fara í stríð. Þó varð Vilhjálmi öðrum Þýzkalandskeisara það á árið 1914, að ráðast á Belgíu, þó að það ríki hefði lýst yfir ævarandi hlutleysi. Segja má að Vilhjálmi hafi kannski verið nokkur vor- kunn, þar sem það hafði komið í ljós, hemaðarfræðilega, að það myndi Vera þægilegra að sækja inn f' Frakkland gegnum Belgíu. En á þessu bragði keisarans varð hlutleysisstefnan þó fyrir all- "miklu skakkafalli. Árásir nazista. í Hitlersstyrjöldinni var aðstað an orðin allt önnur. Ofstækis- maður, sem hirti ekkert um heið- ur eða samvizku í alþjóðavið- skiptum réðist á hlutlausu rfkin hvert á fætur öðru, barði þau niður og kúgaði með Gestapo- sveitum sínum. Engum kemur nú til hugar, að hlutleysi hafi nokkru sinni átt rétt á sér gagnvart ofbeldisverk- um nazistanna. Hlutleysi þriggja Evrópuríkja, Sviþjóðar, Sviss og Spánar var ekkert nema varnar- staða, kænskubragð í andstöð- Mynd þessi var tekin af Khrisna Menon í fundarsal S.Þ. nokkru eftir að hann hafði tekið upp hanzk- ann fyrir Rússa í Ungverjalandsmálinu. Eftir það var hann einangraður og fyrirlitinn af flostum. HLUTLEYSIÐ ER DCOTT Á Belgrad-ráðstefnunni voru saman komnir æðstu forustu- menn 25 ríkja. Það voru fræg nöfn eins og fíehru, Nasser, Nkrumah. En síðan þessi ráð- stefna var haldin hafa þeir at- burðir gerzt, sem orðið hafa fremsta foringja hlutleysisstefn- unnar mjög þungir í skauti. Fjarlægist veruleikann. Fyrir nokkrum dögum sagði Nehru forsætisráðherra Indlands: unni við hið nazistfska ofbeldi. Og alveg sama máli gegnir um kommúnismann. Það er í raun- inni fjarstæðukennt að ímynda sér að til geti verið hlutleysi gegn þessari rússnesku og kín- versku glæpastefnu. Brennuvargar á ferð. Ég skal ekki neita þvf að það geti verið skynsamlegt fyrir einstök ríki að lýsa yfir hlut- leysi, eins og þegar sumar Araba- sfíir Þorstein Ó. T horarensen þjóðirnar gera þetta t. d. Egypt- ar, en það er kænskubragð hjá þeim til að geta öðlazt hjálp og fjárgjafir jafnt úr austri sem vestri. í öðrum tilfellum getur það einnig verið skiljanlegt að ný sjálfstæð og örfátæk ríki lýsi því yfir að þau geti sakir erfið leika og fátæktar heimafyrir ekk- ert skipt sér af alþjóðamálum Þetta gera sum litlu Afríkdríkin núna og er það ólíkt skynsam- iegra heldur en framkoma Tkrumah i Ghana, sem eyðir miklum hluta þjóðarteknanna í að berast á á alþjóðavettvangi og sitja eilífar ráðstefnur „hlut- lausra ríkja“. En smáþjóðirnar, hvort sem þær eru f Afríku eða Evrópu eða annars staðar ættu að gæta þess, að eldur getur breiðzt út. Enginn getur verið öruggur um sig, þegar brennuvargar eru á ferð og enginn getur verið hlut- laus, ef hann sér brennuvargana að verki. Þess vegna getur ekki verið um að ræða neitt hlutleysi gagnvart ofbeldisstefnu komm- únismans. • Vinátta í stað varna. Þetta er það sem Indverjar hafa verið að reka sig á að und- anförnu. Þeir virðast hafa verið svo gamaldags, að ímynda sér að þeir fengju að vera f friði ef þeir lýstu aðeins yfir hlutleysi og hefðu forustu hinna hlutlausu þjóða. Slíkar ímyndanir hafa nú hrunið. Það versta við hlutleysi Ind- verjanna var náttúrlega það að jafnframt því sýndu þeir algert Framhuld á bls. 10. aniR...'.’- «sagarcmiasa«^>.. t ) l ( 1

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.