Vísir - 20.11.1962, Side 6

Vísir - 20.11.1962, Side 6
V1 SIR . Þriðjudagur 20. nóvember^gptí Strætisvagnar Strætisvagnar eru mikið þarfaþing og hætt er við að margur yrði seinn í förum milli bæjarhluta ef þeirra nyti ekki við. í daglegum rekstri svo stórs fyrirtækis er margs að gæta og ekki hægt að heimta að þar sé allt fullkomið. En einu má þó aldrei gleyma: strætisvagnarnir eru þjónusta við almenning og eiga þess vegna að þjóna almenningi. Strætisvagnabílstjórar eru auðvitað misjafnir eins og aðr- ir og ekki auðvelt við því að gera. Þó eru nokkur atriði ein- kenni þeirra flestra og mætti úr bæta með Iítilli fyrirhöfn. Strætisvagnabílstjórum virð- ist iila við að kalla upp við- komustaði, sumir gera það öðru hverju, aðrir aldrei, fæstir reglulega. Þetta verður að setja út á þvf tæpast er hægt að ætl- ast til að allt fólk í Reykjavík, hvað þá fólk utan af landi, kunni alla viðkomustaði stræt- isvagna utan bókar eins og mörgum bílstjóranna virðist sjálfsagt. Strætisvagnabílstjórar virð- ast allir líða ólæti hversu mik- U sem þau eru. Sá er þetta rit- ar hefur aldrei séð bílstjóra vísa ólátaseggjum úr vagni sín- um þrátt fyrir greinilegt skilti, og hefur þó oft verið ærin á- stæða. Oftast er hér um börn og unglinga að ræða en einnig koma við sögu drukknir menn sem eru að kássast upp á fólk. Það er verra en ekkert að setja fram reglur um hegðun og reyna svo aldrei að fara eftir þeim. I strætisvögnum voru litlir hamrar til að brjóta rúður ef slys bæri að höndum og sömu- leiðis handfang við afturdyr svo farþegar geti sjálfir opnað þær ef hættu steðjar að. Þetta hef- ur hvort tveggja verið fjarlægt. Ástæðan mætti ætla að væri sú, að krakkar hefðu verið að fikta f þessu. En ætla Strætis- vagnar Reykjavíkur að standa við slíka ráðstöfun ef slys yrði á fólki vegna þess að bílstjórar hafa ekki manndóm í sér til að banna krökkum en fjarlægja þess i stað nauðsynlegustu hjálpartæki sem gætu bjargað mannslífum og skylt er að hafa í öllum almenningsvögnum í öðrum löndum? Uflinningarsjóður Guðjéns Sumúelssonur Dr. Guðjón Samúelsson, húsa- meistari ríkisins stofnaði með fyrir mælum í erfðaskrá sinni, sjóð, sem heitir: „Minningarsjóður prófessors dr. phil húsameistara Guðjóns Samúelssonar". Var stofn fé sjóðsins % hlutar húseignar- innar Skólavörðustígs 35 í Reykja- vík og kr. 19.306,28 í ávfsunum og skuldabréfi. Tilgangur sjóðs- ins er að útbreiða þekkingu á húsa gerðarlist í íslenzkum anda og set- ur Arkitektafélag íslands sjóðnum skipulagsskrá. Samkv. erfða- skránni var menntamálaráðuneyt- inu falin varzla sjóðsins um tíu ára skeið, en síðan skyldi Arki- tektafélag íslands taka við hon- um. Veitti félagið honum viðtöku 14. nóvember s.l. Sjóðurinn er nú að fjárhæð kr. 34.608,44, auk hinnar verðmætu fasteignar við Skólavörðustfg. Innbrot og ákeyrsln Afðaranótt s. I. sunnudags var brotizt inn í verzlunina Goðaborg við Vatnsstfg. hádegi í gær var ekið á mannlausa Chevroletbifreið sem stóð á bíla- gat eigandinn fullyrt um það við lögregluna í gær hverju hafi verið stolið. Á tímabilinu frá kl. 3—5 eftir hád. í fyrrad. var ekið á mannlaus- an Chevroletbíl sem stóð á bíla- stæðinu á horni fjverfisgötu og Smiðjustígs. Skemmdist hún tals- vert á vinstri hliðinni. Sá sem vald- pr var að ákeyrslunni ók á brott og biður lögreglan hann að gefa sig fram við hana þegar f stað. Enn- fremur vill hún einnig hafa tal af sjónarvottum sem séð hafa þegar atvik þetta skeði. Lögreglan heimsækir skólana Einhverja næstu daga mun lög- reglan dreifa í skólana litlu blaði, 1—2 síður með aðvörunum og á- minningum vegna umferðarhættu. Fara lögreglumenn f skólann, ræða við börnin um umferðarmál, hvetja þau til að sinna umferðarreglum, og láta þau síðan hafa þetta blað. Það er umferðamefnd Reykjavík- ur sem stendur fyrir þessu. Búið verður að prenta blaðið í næstu viku. \ TAUNUS12 M Ford-umboðin buðu nýlega blaðamönnum að skoða og reyna Taunus 12 M, sem er ný- kominn til landsins. Bfla þessara hefur verið beð- ið með mikilli eftirvæntingu um alian heim, ekki sízt vegna þess að þetta er smábíilinn, sem Ford var að hugsa um að setja á markaðinn í Bandaríkj- unum en hætti við á síðustu stundu. Ástæðan var minnk- andi sala smábíla í landinu. Taunus 12M er teiknaður í Bandaríkjunum og hefur verið prófaður óvenju vandlega af smábíl að vera. Hann er gef- inn upp fyrir fimm manns og er mjög rúmgóður, einkum vegna þess að hann er með framhjóladrif og mótorinn að framan, en það gerir bungu fyrir drifskaftið aftur eftir bíln- um óþarfa. Ýmsar nýjungar eru í bfln- um, t.d. þarf aðeins að smyrja hann á 10 þúsund kílómetra fresti. Kælivatn bílsins er inn- siglað og tryggja verksmiðjum- ar, að ekki þurfi að snerta á því fyrstu tvö árin. Bíllinn hefur 50 hestafla vél og hefur fjóra alsynchroniser- aða gíra áfram. Áætluð benzfn- neyzla er 7,5 lítrar á 100 km. Söluverð Liljins á íslandi mun verða um 140 þúsund krónur. Taunus 12M sem kominn er er tveggja dyra en á næsta ári eru væntanlegir fjögurra dyra, station- og sendiferðabílar. BEZTA SÍLDIN DJÚPT UNDAN J0KLI MíkiB smúsíld út af Heykjanesi Síldar hefir nú verið leitað suð- vestanlands f 10 daga. Það er /ón Einarsson, skipstjóri, sem stýrir leitarskipinu Guðmundi Péturs og er nú staddur í höfn að taka vatn og vistir. Hann hefir kannað svæð ið frá Selvogi vestur fyrir Jökul og fannst mikið af sfld fyrir sunnan Reykjanes. En það er mest megnis smásíld sem erfitt er að veiða. Það sannaðist í gærkvöld er Gullfaxi kastaði á þessa sild. Hún er svo smá að hún ánetjaðist, það er festist í möskvum nótarinn ar, og rifnaði nótin í kastinu. En það er óumdeilanlega mikið í sjón um þarna af þessari smásíld. Erfffleikar á sölu lýsis Tveir Vestmannaeyjabátar hafa undanfarið siglt með afla sinn til Þýzkalands, en það eru Hringver og Eyjaberg. Sá síðarnefndi seldi afla sinn 31 lest, nýlega í Bremerhaven fyr- ir 39 þúsund mörk, pem teljast verður mjög góð sala. Fimm Vestmannaeyjabátar eru um þessar mundir erlendis í að- gerð, ýmist verið að skipta um vélar f þeim eða verið að setja í þá háþrýstispil, en þau hafa ekki verið til á Eyjabátum fram til þessa. Um þessar mundir róa 20 bátar með línu frá Vestmannaeyjum. Afli hefur verið fremur tregur, eða 3—4 lestir í róðri, mestmegnis ýsa. Þrír bátar stunda botnvörpu- veiðar. Hefur afli glæðzt að undan förnu og fékk einn bátanna, Björn riddari, 18 lestir í síðustu veiði- för. Undanfarið hefur gengið mjög erfiðlega með sölu á lýsi, en þó tókst Vestmannaeyingum nýlega að semja um sölu á 1100 lestum á lýsi til útlanda. Að þessi sala tókst má eingöngu þakka það hve lýsið héðan þykir bætiefnaríkara heldur en annað lýsi, sem á boð- stólunum er. Yfirleitt hefur verð á lýsi lækk- að mjög að undanförnu, og erfið- leikum bundið að koma því út. í vor greiddi Lifrarsamlagið í Vestmannaeyjum kr. 2.00 fyrir hvert lýsiskíló til útgerðamanna, en síðan í verði. hefur það fallið töluvert Lítið hefir fundizt í Miðnessjó, eins út af sunnanverðum Faxa- flóa. Hins vegar hefir fundizt tals vert mikil síld djúpt út af Snæ- fellsnesi, 40 — 50 sjómílur úr landi. Segja má að þetta sé mjög sæmi leg sfld, þó ekki nema millisfld, stærstu síldina vantar. Síld þessi er dreifð; stendur djúpt og fremur erfitt við hana að eiga. Þ6 kom hún upp í fyrrinótt og fengu þá nær 20 bátar, aðallega frá Akra- nesi, um 11 þúsund mál og tunn- úr. Það er 10 — 12 tíma sigling af þessum miðum og voru bátamir ekki komnir út aftur í nótt. Þar voru þá aðeins 2 bátar og fengu 100 tunnur hvor, annar reif nót- ina. Tvö umferðarslys í fyrrinótt í fyrrinótt varð urferðarslys á mót um Sóleyjargötu og Hringbrautar. Slysið varð um miðnættið. Bif- reið var ekið vestur Hringbraut en vegfarandi var um sama leyti á leið suður yfir götuna. Hann mun ekki hafa veitt bifreiðinni at- hygli í tæka tíð, lenti framan á bílnum og kastaðist upp á gang- stéttina. Maðurinn sem slasaðist heitir Svavar Guðni Svavarsson til heimilis að Grettisgötu 46. Þegar sjúkraliðsmenn fluttu hann í slysa- varðstofuna í nótt kvartaði Svav- ar undan þrautum í baki og mjöðm. Hann var. látinn liggja í slysavarðstofunni í nótt og voru meiðsli hans ekki að fullu rannsök- uð síðast þegar blaðið vissi, en læknar héldu þó að hann myndi ekki vera alvariega slasaður, Laust fyrir hádegið í fyrrad. hljóp sex ára drengur á mjólkurbíl við Breiðagerði en meiddist ekki að ráði. Annar sex ára drengur varð fyr- ir bíl á Laugaveginum á laugardag- inn og voru meiðsli hans ekki heldur talin mikil. Vill hraða handritamálinu Menntamálaráðherra Dana, Helveg Petersen hefur endur- skipulagt stjórn Árnasafns og vill ráðherrann að nefndin hraði aðgerðum sínum í hand- ritamálinu. Endurskipulagningin er gerð vegna þess að ráðherrann teiur hina nýju menn í Árnasafns- stjórn lxklegri til að hraða af- greiðslu málsins, en þá menn sem fyrir voru. Ekki er samt búizt við einingu 1 handrita- málinu. Hin nýja stjórn er þannig skipuð að formaður stjórmr Árnasafns verður próf. dr. phil. Christian V/estergaard-Nielsen, en aðrir stjórnarmeðlimir próf. Jón Helgason, próf. Kristian Hald, S. Aakjær, ríkisskjala- vörður, Ole Widding, lektor, dr. phil. Topsö-Jensen og Kaare Olsen yfirbókavörður. Jón Helgason er einn úr fráfarandi stjórn. Formaður var Joh. Bröndum-Nielsen.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.