Tölvumál - 01.03.1999, Blaðsíða 16
Frá ráðstefnu SÍ
Arnar Sigurðsson,
talsmaður Islands-
síma hf bendir
eindregið á skyldur
Póst- og fjarskip-
tastofnunar því
aðstöðumunur á
markaðinum sé
geysimikill
frammi. Boðuð er opnun ATM-kerfis
[bandvíðra fjarskipta] í mars, en það
verkefni hefur verið í þróun hérlendis
síðan 1994. Vonast hann til að þjónustan
geti staðið 90% fyrirtækja til boða innan
tveggja ára.
Tal hefur fengið rekstrarleyfi fyrir
almennu talsímakerfi, upplýsir Arnþór
Halldórsson, og er að fara í samkeppni í
símtölum til útlanda. Tal eigi fullt erindi á
markaðinn og ætli ekki að láta sitt eftir
liggja.
Aðspurður segir Arnar Sigurðsson
Islandssíma munu hefja starfsemi í vor og
leggja aðaláherslu á þjónustu við fyrirtæki
og stórnotendur.
Fundarslit
Þegar hér var komið höfðu fundarmenn,
nær 100 manns, löngu sporðrennt ágæturn
laxi og súkkulaðiköku í eftirrétt.
Fundarstjóra þótti hér hafa verið flutt
athyglisverð og ögrandi erindi. „Við
eigum örugglega eftir að sjá breytingar.
Þær munu líka kalla á breytingar í
lagaumhverfinu,“ sagði Alþingismaðurinn
að lokum og sleit fundi.
Kristján GeirArnþórsson er gæðastjóri hjá
Reiknistofu bankanna og í ritstjórn Tölvumála
Við hjálpum þér
að gera tölvugögnin
að verðmætum
upplýsingum.
"Með BusinessObjects fáum við þær upplýsingar sem við
þurfum til að taka ákvarðanir í daglegum rekstri."
Guðbrandur Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Útgerðafélags Akureyringa.
BusinessOhjects er einfalt í notkun en jafnframt öflugt
OLAP greiningar- og skýrslugerðarkerfi sem getur sótt
upplýsingar hvert sem er.
Skýrr hf er öflugt og framsækið upplýsingafyrirtæki
sem kappkostar að bjóða viðskiptavinum heildarlausn
i hagnýtingu á upplýsingatækni. Skýrr leggur áherslu á
gæði, öryggi og þjónustu og að sníða lausnir að
þörfum viðskiptavina.
Áimúla 2 ■ 108 Keykjavik ■ Sími 569 5100
Bréfasími 569 5251 ■ Netfang skyrr@skyrr.is
Heimasíöa http://www.skyrr.is
Slo/rí,t
ÖRUGG MlfiLJN UPPLVSINGA
16
Tölvumál