Tölvumál - 01.03.1999, Blaðsíða 21
En hins vegar
ertu í sambandi
bókstaflega ekki
bara við okkar litla
land, heldur
við allan heiminn
Þetta er undarlegt
skref að stíga
úr gömlu
einangruninni,
þar sem maður var
einn, inn í nýju
einangrunina sem
er a<5 mörgu leyti
miklu harðari og
meiri
Að segja skoðanir
sínar á netinu,
það er stórfenglegt,
af því að það
ekur þær enginn og
skeinir sig á þeim
það að maður þarf ekki að hlaða upp
lagerum.
- Já. (Hjálmar) En ég er að spekúlera í
því Þorgeir, bókin sem þú varst að enda
við að gefa út, hérna, hvort við ætturn að
kíkja á hana.
- Já ættunr við að leita að henni. Bíddu
þá förum við hérna til baka.
- Það er annað líka (Ævar), opinber
flutningur. Ef að ég læsi hérna af
skerminum - það hlýtur að vera í lagi að
lesir, þú þarft ekkert að semja við þig um
að lesa þetta í útvarp, en ef að ég tæki mig
til og færi að lesa hérna af skerminum -
eða bara af mínum skermi - í útvarp, þá er
þetta orðinn opinber flutningur, ekki satt?
- Jú. Opinber flutningur er í útvarpi eða
á spólum eða eitthvað, það er til
endursölu. Og það er endursölurétturinn
sem maður þarf að passa. En mér finnst
Netið sem verslunarform - það nefnilega
hentar að rnaður gefi allt sem maður á.
Það einkennilega við Netið þetta nútíma-
tæki er það, að það minnir einna helst á
verslunarhætti gömlu, amerísku indíán-
anna. Þar gat enginn maður hagnast neitt
fyrr en hann var búinn að gefa aleigu sína.
- Og líka nánast frum-kommúnisminn
sem er... (Ævar)
- Ja, þetta voru indíánar.
- Já já. Og líka náttúrlega það
(Hjálmar), að það getur heldur enginn rit-
stýrt því sem þú setur inn á Netið.
- Nei. það er nú eitt sem gleður mig
við Netið, að því verður aldrei ritstýrt. Og
það verður aldrei ritskoðað. I fyrsta lagi
hefur það þennan furðanlega kost að þegar
maður er búinn að gefa út bókina getur
maður haldið áfram að vinna hana. Þetta
er breytanlegur texti, og ég þekki engan
ritskoðara sem er fær um að rit skoða
breytanlegan texta.
- Mm. (Hjálmar) Þetta er dáldið merki-
legt, þetta þýðir að okkar svona hefðbund-
nu hugmyndir um bókverk, það
hlýtur að gjörbreytast við þetta, því að eins
og þú segir, að það er ekkert endanlegt
form. Þú setur eitthvað inn á Netið, síðan -
ég veit það ekki - síðan ákveður þú að
breyta því, það koma athugasemdir, þannig
að það geti orðið leikur á milli, ekki bara
þín heldur þeirra sem að lesa þetta.
- Raunverulega. Og, sem betur fer,
kemur þetta form til með að útrýma tveim
stéttum. Það eru bókaútgefendur og gagn-
rýnendur.
- Bókaútgefendur eru alveg óþarfír eins
og þið sjáið, það þarf eitt lítið herbergi og
búið. Og hérna, þannig gengur það. Það
var hjá mér um daginn hérna hópur af
útlendingum, sem hafa verið að læra
íslensku í háskólanum. Lokaárgangurinn.
Og þeim leist nú mjög vel á þetta allt-
saman, en þegar kom að þessu, að textinn
er sífelldlega í sköpun, eða getur verið
sífelldlega í sköpun, að þá sagði - ég held
það hafi verið Ameríkaninn, sem sagði
það - þetta er merkilegt, nú eru bókakaup
eins og frímerkjasöfnun. - átt þú útgáfuna
frá sumrinu áttatíu og níu - nei ég á bara
haustið áttatíu og sjö! Eða níutíu og sjö.
- Já. Eða jafnvel eins og árgangar af
víni.
- Já eitthvað svoleiðis.
- En hvernig ætli fólki gangi -það er nú
erfitt að segja til um það núna, en það
kemur í ljós síðar, - að hvernig ætli fólki
gangi að sætta sig við þetta, að það sé ekki
til neinn endanlegur texti, er ekki alltaf
svolítið rík þessi tilhneiging að hafa - ja,
ég sá til dæmis Dostojevski í hillum hérna
frammi - að við viljum bara hafa
Dostojevski bara hreinan og kláran, ekkert
vera að ki'ukka í það.
- Hann er dauður, það er alveg klárt...
(Ævar).
- mér finnst þetta rosalega góð til-
finning. Að geta haldið áfram að vinna í
verkinu eftir að það er komið út. Ekki síst
af því að ég vonast til þess að þetta verði
að einhverju leyti tvíhliða. Vegna þess að
hver lesandi sem er að lesa mig á netinu,
hann getur hvenær sem er skrifað línu
með -með rafpósti, og sagt: mér líkar ekki
þetta og þarna er prentvilla og þarna er
hugsunarvilla og þetta er ekki nógu vel
orðað, og þá get ég tekið það til athugunar
og endurbætt.
- (Ævar) Hvernig heldurðu að þér yrði
nú við, Þorgeir, ef einhver svaraði þér:
Heyrðu Þorgeir minn, þetta er nú ekki
nógu vel orðað hjá þér...
- Jú, jú. Þá myndi ég athuga það.
- Já. En þetta þýðir náttúrlega líka
(Hjálmar), þegar þú skrifar svona texta og
sendir hann þarna inn, fyrir alla til að lesa
það, að þú gengur þá væntanlega öðruvísi
frá honurn. Heldur en texta sem þú skrifar
Tölvumál
21