Tölvumál - 01.03.1999, Blaðsíða 20
Það einkennilega
við netið þetta
nútímatæki er það,
að það minnir einna
helst á
verslunarhætti
gömlu, amerísku
indíánanna
Þarna er prentviHa
og þarna er
hugsunarviHa og
þetta er ekki
nógu vel orðað, og
þá get ég tekið það
fil athugunar og
endurbæft
Það er greinilegt að
þessi tækni hentar
barátfumanninum
- Prósentin sem eru komin inn.
- Þetta er á leiðinni úr handritasafninu
(Þorgeir) í útgáfusafnið.
- Já þetta er nú eiginlega viðburður að
gefa út bók í beinni útsendingu í
Ríkisútvarpinu.
- Já og þetta er bók sem er frumútgefm
á Netinu.
- Hvað heitir bókin?
- Hún heitir „Lesefni handa
lýðræðissinnum".
- Og er komin þarna?
- Nú sjáið þið að hún hlýtur að vera
komin héma. Ég fer héma aðeins neðar....
Jújú, hérna er hún komin.
- Já þetta tók þrjátíu sekúndur - þrjátíu
og tvær.
- Þetta tók þrjátíu og tvær sekúndur
(Þorgeir). Ja það - maður á ekki að slóra
við svona. Nú, eigum við að kíkja á hana?
- Já. (Ævar), nafnið Lesefni handa
lýðræðissinnum. Það er nú, Þorgeir, satt
að segja það eina sem minnir á þig hér,
ég er að hugsa um það hvort að þú værir
að gera grín að okkur ha því að síðan við
komum hér inn þá hefur ekkert minnt á
hérna þennan mann sem okkar hlustendur
kannast mætavel við, tekur í nefið og gæti
tilheyrt þessvegna hvaða öld sem er, en þú
hljómar eins og svona tækniiðjót, þú hefur
haft uppi allskyns orðræðu sem ...ég veit
ekki hvort að nokkur maður skilur! Þar til
titillinn á bókinni kom inn. „Lesefni handa
lýðræðissinnum“.
- (Hjálntar) Já.. það er spennandi.
- Nú erum við komnir, nú erum við
komnir inn á Leshús-vefsetur. Og ég kalla
þetta vefsetur, website heitir það á ensku.
Og af setrinu tekur bygging síðunnar
dálítið mikið - dálítið mikið svona mynd.
Og ef við styðjum hér... þá kemur gulur
skjár með ýmsu. Hér sérðu nú mælinn,
það eru komnir 1.616 gestir.
- Hvað er langt síðan þú opnaðir?
- Ekki mánuður. Það eru yfir 50 manns
á dag. Og það er eiginlega ekkert búið að
segja frá henni. Þannig að ég er svolítið
kátur. Og við getum svo farið í stefnuskrá
síðunnar ef þið viljið...
- En ef ég lýsi - hérna stendur „Verið
velkomin á vefsetur Leshúss" og „kynnið
ykkur fyrst stefnuskrá vefsíðunnar".
Eigunt við ekki að opna hana?
- Já þá smelium við á hana sent kallað
er. (Þorgeir les:) „Mér hefur alltaf þótt
ritverk eiga að vera ókeypis til lestrar,
kennslu og rannsókna. Þessi hugmynd
blasir við nú, er ég flyt útgáfu verka
minna inn á veraldarvefinn. En það mikla
verk hófst upp úr áramótum og því verður
ekki lokið að sinni. Hugmyndin er sú að
hér á setrinu verði öllum mínurn verkum
komið fyrir í aðgengilegu formi. Þau má
prenta út héðan eða hlaða þau niður á
aðrar tölvur, en einungis til einkanota,
kennslu og rannsókna. Þýðingar verkanna
á önnur tungumál verða sett inn á setrið
líka með tímanum, og þá við hliðina á
frumtextanum. Fyrst þær þýðingar sem til
eru og síðan viðbætur sem berast.“ Af því
nú fer að verða auðvelt að þýða mín verk,
þau liggja fyrir, það eru eitthundrað - rúm-
lega eitthundrað milljón manns sem geta
nálgast þetta og ef að 0,0001 prósent af
þeim langaði til að þýða eitthvert af
verkunum að þá er það framkvæmanlegt.
Já, þá verða mínar eigin þýðingar einnig
látnar inn ásamt frumtextum eftir því sent
tími vinnst til. Markhópur Leshúss-vef-
setursins er semsé námsfólk. Erlent náms-
fólk sem er að læra íslensku og íslenskt
námsfólk sem er að læra tungumál og
aðrir sem eru forvitnir unt þýðingar. En
áhugafólk um ritfrelsi og almenn rnann-
réttindi má skoða Strassborgarsíðuna. Það
er annað mikið flæmi þar sem að öll mín
gögn um Strassborgarmálið hér um árið
verða einskonar kennslubók, ókeypis líka
til útprentunar. Ja, hana ber að skoða sem
kennsluefni í kúnstinni að ná rétti sínum
andspænis yfirgangi ríkisvaldsins. Ferðu
nú að kannast við mig, Ævar?
- Já, þetta er kunnuglegur tónn.
- Þetta er nú úr tölvunni samt: Allir
textarnir á Netinu eru merktir með
kópíuréttarmerki og því er óheimilt
að birta þá eða flytja opinberlega nema
með leyfi rétthafanna, sem ýmist eru
bókaút-gáfan Leshús eða aðrir rétthafar,
svo sem þýðendur og erlendir höfundar.
Flestir verða textarnir einnig prentaðir
og gefnir út á pappírsbókunt sent verða
væntanlega til sölu í Leshúsi.
Og það sem ég var að sýna ykkur áðan í
E-svæði, þar safnast þær upp í því formi.
Þannig að á þessari tölvu liggja þessi tvö
form hlið við hlið og síðan... Kosturinn
við þessa útgáfu, með þessum hætti, er
20
Tölvumál