Tölvumál - 01.03.1999, Blaðsíða 3
Tímarit Skýrslutæknifélags íslands
• •
TOLVUMAL
E • F • N • I
Frá formanni
Oskar B. Hauksson
5
Rekstraröryggi upplýsingakerfa Albert Ólafsson og L
Guðríður Jóhannesdóttir 0
Um staðla, tungumál og íslensku Þorgeir Sigurðsson
Skýrsla formanns fyrir 1998 ÓSKAR B. HaUKSSON
6SM posar fáanlegir 14
Elvar Guðjónsson
Fjarskiptamál í brennidepli Kristján Geir Arnþórsson 15
Ártalið 2000 hjá Skýrr hf. 17
SlGRÍÐUR B. VlLHJÁLMSDÓTTIR
Að gefa út bók á netinu
Viðtal RUV við Þorgeir Þorgeirsson
Islensk útgáfa af Windows 98
Arnaldur F. Axfjörð
Samantekt á birtum greinum
í 23. árgangi Tölvumála
19
27
29
Núna fer að styttast í að árið 2000 gangi í garð með öllum
sínum vandamálum. Það er víst að bera í bakkafullan lækinn að
tala um ár 2000 vandann en góð vísa er aldrei of oft kveðin. I
skoðanakönnun sem að Gallup gerði fyrir Skýrslutæknifélag Islands
kom meðal annars fram að tæplega 40% fyrirtækja í útgerð og
fiskvinnslu hafa ekki hafið athugun á vandanum og einungis 10%
þeirra hafa lokið athugun. Þessar upplýsingar hljóta að teljast mikið
áhyggjuefni þegar svo mikilvæg atvinnugrein á í hlut. Það var einnig
athyglisvert að það sótti engin aðili frá sjávarútvegsfyrirtæki
hádegisverðarfundinn þar sem skoðanakönnunin var kynnt, fyrir
utan fulltrúa frá Haraldi Böðvarssyni sem flutti erindi á fundinum um
þeirra 2000 verkefni.
Svo er það hin hliðin á 2000 vandanum sem snýr að lagalegri
hlið málsins, hverjir eru ábyrgir fyrir lausnum á 2000 vandanum?
Eru það fyrirtækin sjálf, eru það hugbúnaðarsalar, vélbúnaðarsalar,
eða er það ráðgjafinn? Þessum spurningum verður eflaust svarað
eftir aldamót fyrir dómstólum. A síðustu vikum hafa fallið tveir
dómar sem snerta hugbúnaðarfyrirtæki, og koma til með að skerpa
línurnar á milli verkkaupa og verksala, og er fróðlegt fyrir hug-
búnaðarfyrirtæki að skoða niðurstöðu þessara dóma.
Þar sem ég mun nú láta af störfum í ritstjórn Tölvumála vil ég
nota þetta tækifæri og þakka samstarfsmönnum mínum í ritstjórn-
inni fyrir ánægjulegt samstarf og jafnframt bjóða nýja ritstjórnarfull-
trúa velkomna til starfa.
Agnar Björnsson
ISSN-NUMER:
1021-724X
Tölvumál
3