Vísir - 23.11.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 23.11.1962, Blaðsíða 13
I V1SIR . Föstudagur 23. nóvember 1902. 13 Ncrnendatónleikar Söng- og ó- peruskóla Vincenzo M. Demetz s. 1. mánudag í Gamla bíó. Flestir þeir sem hafa þá ósk- hyggju, að Þjóðleikhúsið flytji ó- perur að staðaldri, eru jafnan gest ir á nemendatónleikum þessa á- gæta skóla, sem starfað hefur um 7 ára bil, og hélt nú í 5. sinn tón- leika eldri og yngri nemenda. Reynslan hefur sannað, að oft má búast við nýjum söngvaraefn- um, og svo er gaman að fylgjast með þroska þeirra. Margir hinna eldri nemenda skóla .r hafa þegar tekið virkan þátt í ýmsum verkefn um Þjóðleikhússins og haft tæki- færi til framhaldsnáms erlendis. Á eigin tónleikum og í útvarpi hafa þeir einnig skemmt landsmönnum. Að þessu sinni, komu fram þrír nemendur, í fyrsta sinn. Örn Er- lendsson (baryton), Matthías Matthíasson (tenor) og Jóhann Pálsson (baryton). Jóhann Pálsson söng óperuaríur úr Brúðkaupi Figaros og Töfraflautunni, svo ekki er hægt að segja, að ráðizt hafi verið á garðinn þar sem hann var lægstur. Hinn ungi söngvari skilaði verkefnum sínum allmynd- uglega og sýndi sanna söngva- gleði. Örn Erlendsson og Matthías Matthíasson hafa allmikil radd- GUNNflR ASGEIRSSON H.F. gæði, en virtist skorta sviðsöryggi (er það afsakanlegt). Háði það þeim við flutning erfiðra viðfangs efna. Sökum tímaskorts varð að af- lýsa hléinu. Hófu þá hinir eldri nemendur söng sinn. Hjálmar Kjartansson er þegar vel þekktur söngvari og hin ágæta bassarödd hans naut .sín vel í lögum Schu- berts, sérstaklega var Álfakóng- urinn sunginn af miklum myndug- leik, túlkun texta ágæt. Þórunn Ólafsdóttir vakti mikla athygli á tónleikunum í fyrra. Hefur hún fagra, óþvingaða rödd, er hefur þroskazt mjög á skömm- um tíma, sérstakle^* að blæbrigð um. Kom það bezt fram í hinum fögru smálögum Sofnar lóa (S. Einarss’on) og Linda (S. Halldórs- son), einnig aríu Pijccinis, er var túlkuð af sannri innlifun. Þykir mér sennilegt að hin unga söng- mær eigi sigra í vændum. með sinni þyðu sópranrödd. Erlingur Vigfússon hefur tekið framförum. í upphafi sýndi hann þegar mikla hæfileika og hefur nú þroskazt að mun. Flutti hann aríur eftir Verdi og Puccini með glæsibrag, og Bikarinn (Eyþór Stefánsson) þannig, að langt þarf til jafnaðar. Að lokum sungu Þórunn Ólafs- dóttir og Erlingur Vigfússon tví- söngva, úr óperunni eftir Bellini og Verdi, sýndi Þórunn allmikla þjálfun í „CoIoratúr“-söng. Hinum ungu söngvurum var fagnað inni- lega, þrátt fyrir tímaþröng. Þessir og fyrri nemendatónleik- ar skóla V. Dem'etz sýná að 'rétt stefnir með þjálfun söngvara með því að kenna þeim hér heima og veita síðan hinum efnilegustu tæki færi til frekari frama erlendis. Þá mun rætast óskadraumurinn, um að Þjóðleikhúsið hafi jafnan mögu Ieika til að flytja óperur og sjón- leiki. Kennari skólans, Vincenzo Demetz, á miklar þakkir skilið fyr ir sitt þrotlausa starf í þágu mál- efnisins, bæjarbúar sýndu að þeir kunnu að meta það, því húsfyllir var í Gamla bíó. Að lokum var kennarinn, undirleikarinn, Carl BiIIich, og söngvarar ákaft hylltir. í Guðmundur Einarsson, frá Miðdal,- Vesturbæingar ATHUGIÐ! Opna á morgun skóvinnustofu að Nesvegi $§: Fljót og góð afgreiðsla. GÍSLI FERDÍNANDSSON, skósmiður Lækjargata 6 . Sími 20937 Álfheimar 6 . Sími 37541 Nesveg 39 , Sími 20650 MÁLVERKA-LJÓSMYNDIR (litaðar). Kauptún og flestir kaupstaðir lands- ins, flestir togarar landsmanna, biblíumyndir og kínverskar eftirprentanir. Hentugar tæki- færisgjafir og jólagjafir. ÁSBRÚN Grettisgötu 54 og Klapparstíg 40, sími 19108. ¥iðtgi§ dagsins Framh. at Dls tók hann reyndar 10 ár — en þetta kalla ég afrek. Á vetrum gengur hann milli bæjanna f sveit inni og kennir. Á kvöldin labbar hann heim til búverka, eða þá að einhver nágranni hans gerir það, ef hann á allt of langt heim. — Hvað hyggist þér sjálfur fyrir í náinni framtíðV — Ég á eitt ár eftir til M-A- prþfs og þann tíma verð ég við norrænunám við háskólann. — Hvort ég tek doktorspróf er enn ekki ráðið. Það skiptir heldur ekki svo ýkja miklu máli í heima landi mínu nema maður hugsi til kennslustarfa. En svo bíður mín herþjónusta — sennilega í 3 ár. Þann tíma ætla ég að reyna að komast í utanríkisþjónustuna og þá á ég enga heitari ósk en vera sendur til íslands. — Hafið þér skrifað nokkuð um Island í heimalandi yðar? — Það kom út eftir mig fjöl- ritaður bæklingur um Island fyr- ir tveim árum, sem ég skrifaði fyrir Fullbrightstofnunina. Ann- ars vonast ég til að geta skrifað meira um land og þjóð og unnið| Islandi meira gagn en áður, og| þeim mun fremur, sem margt af| því sem ium ísland hefur veriðl skrifað í amerísk blöð og tímarit, hefur verið byggt á vankunnáttu og ýmiss konar misskilningi. — Flestar þessar ritsmíðar eru eftir fólk, sem ekki kann íslenzku og hefur þess vegna aldrei kynnzt íslenzku þjóðinni til nokkurrar hlítar. Fyrir bragðið fá landar mínir rangar og villandi skoðanir á Islandi og íslendingum. Til gamans má geta þess, að í fyrrahaust efndi háskólinn í heimaborg minni, State College, til íslenzkrai- bókasýningar. Uppi staðan í þeirri sýningu voru mín- ar bækur, en auk þess nokkrar bækur um ísland, sem háskóla- bókasafnið sjálft átti. I sambandi við sýninguna fékk ég til vegár komið að góðum I’slendingi, sem nú er búsettur vestan hafs, Hall- berg Hallmundssyni, var boðið til að halda fyrirlestur um ísland og íslenzka menningu við háskólann. Aðsókn að fyrirlestri hans var góð og góður rómur gerður að. — Þér hafið ekkert fengizt við þýðingar úr íslenzku á enska tungu? — Ekki nema hvað ég aðstoð- aði Kjartan lafsson rlthöfumj við að þýða bók hans, „Sól í| fullu suðri“ á ensku. I staðinn hjálpaði Kjartan mér úm fer- skeytlur og stökur eftir íslenzka hagyrðinga og skáld. Þá þjóðar- íþrótt íslendinga dái ég mjög og trúi ekki að nokkur þjóð önnur standi þeim þar á sporði. Skyadisala ú höftum ^affabúðin ðfuld Kirkjuhvoli. Húsmæður einstaklingor átið ucdcur annast skyrtuþvottinn. Þ V TIAHCJSIÐ Skyrfur & sloppar .rautarholti 2. Sími 15790 Nautakjöt, folaldakjöt í gullasch, buff, hakkað, einnig reykt og saltað. - Rjúpur, svartfugl. — Svínakjöt, alls konar, og fjölbreytt úrval af öðrum matvörum. KJÖT OG FISKUR Þórsgötu 17, sími 13828, og Laugarásvegi 1, sími 38140 Saltað, reykt trippakjöt, nautakjöt, buff, gullasch og hakkað. — Dilkakjöt og svið. — Saltkjöt og gulrófur. Sendi heim mjólk, brauð og fisk, alla daga nema laugardaga. Kjötverzlun ÁSBJÖRNS SVEINBJÖRNSSONAR Grensásvegi 26 . Sími 32947 Alikálfakjöt af nýslátruðu - Trippakjöt og trippa- gullasch, trippahakk, trippasaltkjöt. - Reykt trippa- kjöt og nýreykt dilkakjöt. KJÖTBORG, Búðagerði 10 Símar 34045 og 34999 Akureyri Tilreitt á pönnuna! Úr alikálfakjöti: Beinlausir fuglar — Schnitzel m. Garnit — File (Meni- ong) — Turnadors — Mínótu-steikur — Stroganoff — Gullach — Saxaður — bauti. Lambakjöt: Lambaschnitzel — Tyrkneskar kotelettur — Rifbunu- rullur. Reykt kjöt: \ Hamborgarlær m. beini og beinlaus — Hamborgar- hryggir — Hamborgarframpartar Hreindýrakjöt: Steikur, spekkaðar — Buff, spikdregið — Rullaði. Fuglar: Rjúpur, spekkaðar — Gæsir — Pekingendur — Svart- fugl — Hænsni — Kjúklingar. Pekingandarekk, Gerið helgarpöntunina tímanlega. KJÖRVER . Akureyri . Sími 2900 BfflaiBrr ■ vnœfmsKMEm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.