Vísir - 28.11.1962, Blaðsíða 6
I
V í S IR . MiðviRudagur 28. nóvember 1962.
• •
SONGYAR
Piparkökusöngur
Þegar piparkökur bakast
kökugerðarmaöur tekur
fyrst af öllu steikarpottinn
og eitt kíló nlargarín.
Bræðir yfir eldi smjörið
en það næsta sem hann gjörir
er að hræra kíló sykurs
saman við það, heillin mín.
Svo er öllu þessu er lokið
takast átta eggjarauður
maður þær og kíló hveitis
hrærir og i potti vel.
Síðan á að setja í þetta
eina litla teskeið pipar
svo er þá að hnoða deigið
og breiða það svo út á fjöl
Bakaradrengurinn og Hérastubbur að baka piparkökur.
ur
rin 1
Hálsaskó
íí
Afmæli Bangsa
í skógi veizla gjörð skal góð
með gleði, söng og teiti,
þvf Bangsi okkar afmæli
nú á um þetta leyti.
Kunnur halur hærugrár
verður fimmtfu ára í ár.
Viðlag: Hæ lengi, lengi lifi hann,
sem listir allar kar.n ...
Og dagur reis með kátan klið
og kvak frá ló og þresti.
Og velkomna hann Bangsi bauð
með brosi, sína gesti.
Kór: Bangsikarl ..
B: God dag, god dag ...
KónHöldum Tengsadag f dag.
Hæ.lengi, lengi lifi hann,
sem listir allar kann ...
Og dósir fjórar hérahjón
til hófsins lögðu gylltar,
af berjasultu beztu þær
til barma vóru fylltar.
M: Bangsa þykir eflaust æt
krækiberja-sultan sæt.
Hæ lengi, lengi lifi hann,
sem listir allar kann ...
Frá músunum í Merkurbæ
barst mikill sleikjupinni.
M: Sjá, hann mun gott að huggast við
í hýði sínu inni.
Sofna við að sjúga hann
gamla heiðurs-kempan kann. '
Hæ lengi, lengi lifi hann,
sem listir allar kann ...
Þá gamall elgur höfuð hyrnt
þar hóf með öldungs-tini,
og flutt var ræða fyrna-snjöll
þeim fræga skógarsyni:
Elgur: Góði Bangsi, kappinn knár,
þú ert fimmtíu ára í ár.
Hæ lengi, lengi lifi hann,
sem listir allar kann ...
Og ræðan klapp og húrra hlaut
sem hrós, án keims af spotti.
M: Og Rebbi þerrði þakkartár
í þögn, með loðnu skotti.
Kór: Húrra, landsins bezti björn,
skógarbúa skjól og vörn.
Hæ lengi, lengi lifi hann,
sem listír allar kann ...
Þá hérans rödd með blænum barst:
Heyr, Bangsinn gamli hrýtur
Öll s’. _;ardýrin skildu, að
hver skemmtan enda hlýtur.
Kór: Bangsi sæll, þú sofa skalt.
Þakkir fyrir allt og allt.
Hæ lengi, lengi lifi hann,
sem listir allar kann ...
Grænmetissöngur
Þeir sem borða kjöt
og bjúgu alla daga
þeir feitir verða og flón af því
og fá svo illt í maga.
En gott er að borða gulrótina,
grófa brauðið, steinseljuna,
krækiber og kartöflur
og kálblöð og hrámeti.
Þá fá allir mettan maga
menn þá verða alla daga
eins og lömbin ung í haga,
laus við slen og leti
Sá er fá vill fisk og kjöt
hann frændur sína étur,
og maginn sýkist, molnar tönn
og melt hann ekki getur.
En gott er að borða gulrótina,
grófa brauðið, steinseljuna,
krækiber og kartöflur
og kálblöð og túmata
Hann verður sæll og viðmótsljúfur,
og vinamargur, heilladrjúgur,
og fær heilar, hvítar tennur.
Heilsu má ei glata.
Mega aðeins staada
Útvegsbankann
ÁkveöiB hefur veriB að aðeins i Fyrir stuttu barst umferðarnefnd
megl leggja happdrættisbifreiðum kvörtun frá L. H. MUller, sem er
við Útvegsbankann og ekki vestur verzlun hinum megin við Kola-
fyrir Kolasund, sem liggur hjá Út- sund, en andspænis Útvegsbankan-
vegsbankanum. ' um. Var kvartað yfir því að sí-
ÁRAMÓTABRENNUR
felldar stöður happdrættisbitreiða |
yllu verzluninni erfiðleikum, einl< i
um þögar þyrfti að ferma eða af |
ferma vörur við búðina. Sarn ;
þykkti umferðarnefnd að taka j
fullt tillit til athugasemda verzlun
arinnar og heimila stöður hapu
drættisbifreiða aðeins við Útvegs
bankann, frá og með 1. desemher
næstkomandi.
Þeir, sem hafa f hyggju að halda
áramótabrennur, verða að sækja
um leyfi til þess hjá lögreglunni,
svo sem áður hefur tíðkazt.
Umsækjendur skuli snúa sér til
iögreglunnar með þessar beiðnir
í síma 1-4819 og .ður beiðnum
þar svarað allt til 30. des. n.k
Umsækjendur skulu lýsa staðn-
um og skýra frá, hvar hann er
og hvort þar hafi verið hahlin
brenna áður. Einnig skulu þeir
tilnefna einhvern ábyrgan mann
fyrir brennunni. Tilnefndir hafa
verið af lögreglunnar hendi, Stef-
án Jóhannsson, varðstjóri, og frá
slökkviliðinu, Leó Sveinsson bruna
vörður, til að meta hvort hægt sé
gð halda brennur á hinum um
beðnu svæðum og líta eftir bái
köstunum. Hafa þeir úrskuróc.
vald í því efni.
Lögreglan beinir þeirri beiðni ti’
foreldra, að minna börn sín á áð
hafa ekki með höndum nein eld
Frh á bls 13