Vísir - 28.11.1962, Blaðsíða 13
V1SIR . Miðvikudagur 28. nóvember 1962.
13
\ n,^ ÍZi( siiT£ ~~?jr H sm >'iV ,y L ;
W'í mð! § r* 7 £ K U R mank M V \N ES T H
1 * T i % A 5 £ K J A VUft* Itftli (T T A A N
1 5 j J/f í N 4 Tr L A N VSF Kíg 0 B 0 KvA, s 0 F I
.« -2. M u N N L B A 1 T
-2- ni 0 A K 'Mí
5 tw~ Lc fi;- H7.*d féfs Á fljit nwxf ýtnst 1 S r R U R A T
kiw\F R A K K L A N D f’tiu A U K A F R i
* ** L O F A R y»M.- R £ P 0 Fugi. /V R ‘A tí N
A K A R i 5?(!4 R A N A mt A D OfrT Af
R A K á ■ 1 i MB»«r-» L ‘A S A Hú>- H H
mr 8 / K m. s ll H R A Hif s J Ö
ui- c K A L A L. tcim F U R íltysi K T 0 T
\7D A L / \R tkki s w l R A N fliiO A»a. 'A N A
Eí a JL L AT Jb K $«« ://*: S v-cl 1V» 4> S I 6 L U R
foUL A G 4 m F Ö T s K A R A U M. lF
kit s R M- »<■ mtðC *®Si S A R A pí Mj* I L L ktur N N Lot- uiu G
H H S3»3 S5 5 T u L D s £ fi L A i A U ~L A
JL u R ~rr- T X R K í A N D m M £ R
k% r Ð U R R 0 L U R 't.f A £ íí.«- *• S Ð
A é A Ð A R Kurl S A G >-4-. . 5 T Ý T T A
m * A K A ~R A kA, w* AJ F G A N G U R
Krossgátuverölaunin
Lausn á krossgátunni, sem birtist í blaðinu 10. nóv. Verðlaun fyrir
rétta lausn, 500 kr. hlýtur Sigríður Guðmundsdóttir, Hringbraut 34
Hafnarfirði. Vinninginn má sækja á skrifstofu Visis, Laugaveg 178.
Að utan —
Framhald af bls. 8.
Kosningasamstarf kommún-
ista og jafnaðarmanna leiddi
að sjálfsögðu til þess, að þeir
bættu við sig þingmönnum.
Þegar úrslit voru ókunn i 9
kjördæmum höfðu kommúnist-
ar fengið 45 þingmenn kjörna
(áður 10), jafnaðarmenn 65
(43), Radikalar og aðrir mið-
flokkamenn 45 (36), Gaullistar
230 (177), Óháðir 47 (123),
Alþýðlegir lýðveldissinnar 38
(57), Öfgamenn til hægri yzt
0 (13), — aðrir 4 (24).
De Gaulle þurfti 242 til þess
að ná meiri hluta, en Gaullistar
og aðrir stuðningsmenn hans á
þingi eru nú 265.
De Gaulle forseti var mjög
sakaður um það á undangengn-
um tíma að hafa óvirt og auð-
mýkt þingið æ ofan í æ. Nú hef
ur hann meiri hluta á þingi og
virðist auðsætt, að framkoma
hans gagnvart þinginu verði nú
önnur.
í einu Parísarblaðinu var sig-
ur hans kaliaður bylting í
frönsku stjórnmálalífi. Og nú er
mörgu spáð og m. a. því, sem í
úpphafi var getið um fækkandi
tölu smáfloklta og þróun 1 átt-
ina til tveggja flokka kerfis.
Það er viðurkennd staðreynd
að fjöldi stjórnmálaflokkanna i
landinu fyrir valdatíma De
Gaulle hafði leitt til spillingar
og öngþveitis með einni ríkis-
stjórn í dag og annarri á morg-
un, þegar verst var. De Gaulle
tók við þegar í óefni var kom-
ið. Hverjar svo sem skoðanir
manna eru á honum sem þjóð-
arleiðtoga hefur hann reist við
hag og álit landsins, Alsír-
styrjöldin er að baki og Alsír
frjálst o. s. frv., en hann er nú
aldraður maður og því er
spurt: Hvað tekur við, er hann
fellur frá? Endurtekur sig þá
hin gam lasaga í flokkafjölda
spillingu — eða verður þróun-
in í áttina til heilbrigðara kerf-
is komin svo vel á veg, að nýju
öngþveiti verði afstýrt?
Brennur —
Framhald af bls. 6.
fim efni í sambandi við hleðslu
bálkastanna og kveikja ekki í þeim
fyrr en lögreglan veitir leyfi til
þess.
Þá yill lögreglan beina athygli
almennings að því að tilkvnna
slökkviliðsstjóra um sölu skotelda
samkvæmt 152. gr. brunamálasam-
þykktar fyrir Reykjavík. Einnig
vill hún beina tilmælum til kaup-
manna, sem fá leyfi til að selja
skoteldr flugelda og skrautelda,
að þeir geymi þá á öruggum stöð-
um.
VörubílstjórnféBngið Þróttlir
Fundur verður haldinn í húsi félagsins í kvöld
kl. 8,30. Fundarefni: Félagsmál.
Stjórnin.
Vorugeymsluhúsnæði
150—200 m= óskast á 1. hæð. Góð innkevrzla.
Tilboð sendist Vísi merkt „100“.
X-
Á annan dag jóla frumsýnir
Þjóðleikhúsið hið fræga leikrit
Henriks Ibsens, Pétur Gaut.
Leikurinn var sýndur í Iðnó fyr-
ir 18 árum, það er að segja
fyrstu þrir þættir leiksins, en
Þjóðleikhúsið sýnir nú allt verk-
ið nokkuð stytt, eins og venja
ar. Sýning Leikfélagsins þótti á
símnum tíma merkur leikhúsvið-
burður og er enn í fersku minni
hjá mörgum, sem hann sáu.
Gunnar Eyjólfsson leikur Pét-
ur Gaut að þessu sinni, Arndís
Björnsdóttir Ásu og Margrét
Guðmundsdóttir Sólveigu. Um
það bil 35 leikarar koma fram í
sýningunni ásamt mörgum auka-
'eikurum.
Leikstjóri er Gerda Ring einn
af aðal leikstjórum við Norska
þjóðleikhúsið. Hún gjörþekkir
öll verk Ibsens og hefur sett
flest leikrit hans á svið bæði i
Noregi og í öðrum löndum. Fyrir
nokkrum árum setti hún t. d.
Brúðuheimilið eftir Ibsen á svið
austur í Kína.
Eins og kunnugt er, þýddi Ein-
ar Benediktsson leikritið Pétur
Gaut, og verður þýðing hans að
sjálfsögðu notuð. Um þýðingu
Einars er óþarfi að fjölyrða, svo
vel er hún þekkt og þykir stór-
brotið verk, hvað skáldlegt flug
og tungutak snertir. Einar segist
hafa dregizt mjög að ljóðaleikn-
um Pétri Gaut á yngri árum og
Henrík Ibsen
Jólaleikrit Þjóðleikhússins:
PÉTUR GAUTUR
hafi fá verk heillað sig meir, er
hann las það fyrst. Hann byrjaði
tiltölulega ungur að glíma við að
snúa leiknum á íslenzku, en varð
marg oft að hætta í bili og yfir-
fór þá allt, sem hann hafði gert.
Það mun hafa tekið Einar um
það bil 20 ár að ljúka við þýð-
inguna, þangað til hann var á-
nægður með verkið. Þýðing Ein-
ars kom fyrst út árið 1922 og þá
£ mjög litlu upplagi.
Pétur Gautur er eitt af önd-
vegisverkum norska skáldjöfurs-
ins Henriks Ibsen og sennilega
það bezt þekkta af verkum hans
hér á landi, en það mun fyrst og
fremst vera að þakka hinni góð-
kunnu þýðingu á leiknum. Ibsen
skrifaði Gaut á Suður-Italíu
sumarið 1867, og var leikurinn
gefinn út í Kaupmannahöfn þá
um haustið, síðan mun leikurinn
hafa komið út 40 sinnum á
Norðurlöndum.
Einar Benediktsson segir i
formála fyrir íslenzku útgáfunni:
„Það mun óhætt að segja, að
ekkert verk í bundnu máli á
Norðurlöndum hefur náð jafn-
mikilli frægð eða haft jafn rík á-
hrif á hugi manna eins og þetta
rit. í Noregi kunna þúsundir
manna þessa bók svo að segja
utan að, enda er margt, sem þar
kemur fram, ágætlega fallið til
þess að vitna í það í daglegu
lífi. Söguhetjan er Norðmaður,
sem Ibsen teiknar skarpiega og
skýrt, eftir eðlisfari, lundarlagi
og háttum þjóðar sinnar. Svo er
sagt, að æska Ibsens sjálfs hafi
gefið höfundinum efnið og hvöt-
ina til þess að semja þetta
merkilega skáldverk, en þegar
fram í sækir, tekur hann myndir
og líkingar frá þjóðlífinu norska
og kemur víða við. Eru skrifaðar
fjölda margar bækur og ritgerðir
e ýmsum tungum, til þess að
skýra einstök atriði ritsins, og
má marka af því heimsfrægð
þess og almenn áhrif, enda mun
það vera víðlesnast af öllum
andlegum stórvirkjum Ibsens.
Meginefni sögunnar er lýsing
eigingirni og sjálfbyrgingsskap-
ar gagnvart kærleika og æðri
þekking, sem Norðmaðurinn öðl-
ast gegnum miklar lífsbreytingar,
víðförli og örlagaríka atburði.
Þjóðargort, sem einangrar sig
sjálft, er meistaralega teiknað
upp £ sölum Dofrans, og sjálf-
gæði Cauts bera þessa einkunn
út í ævistríði'ð, langt frá ættar-
stöðvunum. En þegar hann hverf
ur aftur til fósturjarðarinnar,
sigrar kærleikurinn, og hann
öðlast hærri sjón. Rás viðburð-
anna er að nokkru leyti tekin úr
norskum þjóðsögum (einkum í
þrem fyrstu þáttunum) og jafn-
framt er hingað og þangað vikið
að ýmsu, sem gerzt hefur meðal
samtímamanna Ibsens. En aðal-
þráðurinn, sem gengur gegnum
ritið og bindur það saman í
heild, er spunninn af innra lífi
höfundarins sjálfs.
Hljómlist Edvards Griegs verð-
ur flutt með ieiknum, en hún er
sem kunnugt er eitt það bezta og
þekktasta, sem þessi norski tón-
snillingur samdi.
GÓÐUR RAKSTUR
byrjar með
BOLZANO
. J0HNS0N &KAABER
Heinz kryddsósur
SÆTÚNI 8