Vísir - 28.11.1962, Blaðsíða 5
V í SIR . Miðvikudagur 28. nóvember 1962.
5
Fimmtugur í dag:
Bjarne Paulson
sendiherra
Cendiherra Dana á Islandi,
Bjarne Paulson, er fimmtug-
ur í dag. Er hann íslenzkrar
ættar. Faðir hans var Ólafur
Ágúst Pálsson lögfræðingur og
skrifstofustjóri í Kaupmanna-
höfn, en 'anskur er hann f móð-
- urætt.
Bjarne Paulson gekk að loknu
lögfræðiprófi í utanríkisþjónust-
una dönsku, árið 1939. Síðan
hefir hann gegnt stötfum í sendi
ráðum Dana í Parísj London og
Bonn, auk starfa í utanríkis-
ráðuneytinu f Kaupmannahöfn.
Er hann lét af störfum í Bonn
var hanr. skipaður sendiherra á
íslandi, en hér hefir hann dval-
izt undanfarin tvö ár.
Hér á landi hafa dönsku
sendiherrahjónin þegar eignazt
fjölmarga vini' þótt þau hafi
ekki dvalizt hér Iangan tíma.
Kemur þar bæði vafalaust til,
að sendiherrann hefir óvenju
góðan skilning á íslenzkum hög-
um sökum ætternis síns og einn
ig hitt, að hann er hið mesta
prúðmenni og hefir gert sér far
um að kynnast sem flestum hlið
um íslenzks þjóðlífs af eigin
sjón og raun.
Þótt Island og Danmörk séu
ekki lengur í ríkjasambandi
hafa samskipti íslendinga og
Dana sízt minnkáð. Flestir ís-
Iendingar, sem leggja land und-
ir fót, halda til Danmerkur. Þar
eru flestir íslenzkir námsmenn
utan íslands og svo mætti lengi
telja. Vináttubönd þjóðanna
hafa jafnan verið sterklega
knýtt og ekki er að efa að svo
muni verða enn um Ianga fram-
tíð.
Danmörk á góðan fuíltrúa á
íslandi þar sem Bjarne Paulson
er. Vísir óskar honum heilla á
afmæli hans.
Jón Stefánsson listmálari
£NN einn af mönnum vornóttar-
innar er horfinn.
Til minningar um sig hefur hann
skilið eftir góða mynd af lómtium í
sumarnóttunni, ásamt mjög mörgu
framúrskarandi öðru.
Ég sá hann fyrst í garði Jóhanns
Sigurjónssonar, skáldsins ógleyman-
lega, sem bjartleitan ungan mann
með litla vatnslitamynd í hendi. Svo
sá ég hann oft síðar á þroskaaldri
hans.
Mér er minnisstætt, að ef maður
af einhverjum ástæðum þurfti að
biðja guð að hjálpa sér, þá kom Jón
Stefánsson í hugann.
J.óhannes Sv. Kjarval
Bjarne Paulson.
fcsfnr —
Sýning
Nú er opin sýning Sveins
Bjömssonar í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins. Á sýningunni eru
26 myndir, málaðar í olíu og
olíupastel. Em myndirnar mál-
aðar á s. 1. tveim ámm. Sveinn
sýndi síðast fyrir 2 ámm. Sýn-
ingin er opin frá kl. 2—10 til
sunnudagskvölds. — Nokkrar
myndanna hafa þegar selzt.
Framhald af bls 1
á jöklinum og standa af sér þau
veður, sem þar geisa oft og
einatt.
Þetta mál virðist þó þegar
vera leyst, því að haustið 1960
lögðu þeir Sigurjón Rist vatna-
mælingamaður og Ásgeir Guð-
mundsson verkstjóri í Lands-
smiðjunni á ráðin um útbúnað
nýrrar gerðar af snjómöstrum,
sem síðan hafa verið reynd á !
Vatnajökli og staðið þar af sér
öll veður.
Þessi snjómöstur eru þrífætur
úr tveggja þumlunga vatnsrör-
um. Fastar fötplötur eru á rör-
unum, sem ná hálfan metra út
fyrir rörin. Hlutverk þeirra er
hvort tveggja, að halda rörunum
uppi og líka hitt, að standast
tog upp á við, t. d. af völdum
ísingar, sem hleðst utan á eina
hlið mastursins og togar gagn-
stæða hlið upp.
Rörin eru fest saman með
hringum og er 125 cm. bil á
milli hringanna.
Jöklarannsóknafélagið hefur
látið reisa tvö þvílik möstur á
Vatnajökli, annað um 7,5 km.
norðvestur af Pálsfjalli, en það
mastur er við snælínu, hitt við
Grímsvötn. Hvert mastur er
röska 9 metra á hæð, en ofan
á Grímsvatnamastrið verður ár-
lega að bæta 4—5 metra langri
viðbót til að taka við snjóþykkt
ihni, sem bætist við á hverjum
vetri. Með tímanum myndast
þannig geysimikil súla úr þessu
mastri, og ef að líkum lætur,
nær það um 200—250 metra nið
ur í jökulinn eftir 50 ár.
Þessi möstur hafa staðið af
sér öll veður og reynzt með
ágætum. Áður var illmögulegt
að mæla snjóþykktina eftir vet-
urinn með nokkurri nákvæmni.
Engar stengur eða möstur, sem
áður hafa verið settar niður í
jökulinn, stóðust veðrin, og þess
vegna var helzta ráðið að grafa
gryfjur niður í hann og finna
vetrarúrkomumagnið á þann
hátt. En það var í senn erfitt
verk og mælingin ekki eins ná-
kvæm.
Með því fyrirkomulagi, sem
nú er háft um snjómælingar á
Vatnajökli, er unnt að mæla árs-
úrkomuna úr flugvél og með
svo mikilli nákvæmni, að ekki
skakkar nema 10 sentimetrum.
Eitt af síðustu verkefnum Jökla
rannsóknafélagsins á þessu
hausti var að senda flugvél upp
á Vatnajökul til slíkra mæl-
inga.
Bátur sökk og 200 síldar-
tunnur fóru isjóinn
í fárviðri sem gekk yfir Gríms-
ey á sunnudagskvöldið og aðfara-
nótt mánudags varð stórtjón af
völdum sjógangs og roks. Talið er
að verðmæti sem nemur yfir hálfa
milljón króna hafi farið þar til
spillis.
1 þessu veðri sökk 3 — 4 lesta
bátur, „Ninna“ sem var í eigu
þeirra Hannesar Guðmundssonar
og Alfreðs Jónssonar, enda var þá
ofsalegur sjógangur og hauga-
brim.
Báturinn náðist upp i gær, eii
var þá allur stórlega brotinn, trieð
al annars annar kinnungurinn
alveg úr. Vátryggingarfélagið, sem
báturinn var tryggður hjá, taldi
mjög vafasamt að unnt væri að
gera við skemmdirnar.
í sama veðri tók um 200 tunnur
síldar út af bryggjunni f Grímséy
og fóru þær allar í sjóinn. Þau
verðmæti eru talin gersamlega
glötuð. Þess má geta að bæði síld
in svo og báturinn, sem sökk, var
vátryggti Heildartjón er metið Iaus
lega á rúmlega hálfa milljón kr
Þetta er talið eitt af ofsalegustu
veðrum sem gengið hafa yfir
Grímsey um langt skeið.
Skaðsemi —
Framh. af öls i
barnshafandi konum sem allra
minnstu af lyfjum yfirleitt, að
undanskildu járni, kalki og vita
mínum. Heilbrigðisstjórn Sví-
þjóðar hefur ráðið læknum frá
að ávísa bamshafandi konum
Postafen og skyldum Iyfjum.
Þótt ekki sé vitað til að tjón
hafi hlotizt af ofangreindum lyfj
um hér á landi, þykir mér rétt
að brýna fyrir Iæknum, að gæta
ýtrustu varkárni í lyfjaútlátum
til barnshafandi kvénna og þang
að til nánari upplýsingar eru
fyrir hendi ræð ég læknum frá
að ávísa þeim Postafen og skyld
um lyfjum. Er yður hérmcð fal-
ið að gera öllum starfandi lækn
um í héraði yðar Icunnugt um
efni þessa bréfs“.
Siðan sagöi iandlæknir í við-
tali við Vísi í morgun: — Það
skal tekið fram, að hér á landi
hefur aldrei verið heimilt að
Iáta úti ‘c .tafen og skyld lyf
nema gegn lyfseðli, þó að slíkt
hafi tiðkazt i nágrannalöndun-
um. Hafa lyf þessi svo sem
kunnugt er einkum verið notuð
gegn veltuveiki (sjóveiki, bil-
veiki og flugveiki) og ógleði
barnshafandi kvenna.
Engar sérstakar ráðstafanir
hafa verið gerðar varðandi
notkun á Preludin, en það lyf
er einungis Iátið úti hér gegn
Iyfsebli.
Fylgzt verður vel með rann-
sókn 'ieirri er nú fer fram er-
lendis á hugsanlegri hættu af
notkun preludins".