Vísir - 30.11.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 30.11.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg. Föstudagur 30. nóvember 1962 — 276 tbl. Síldarsjómenn við Faxaflóa Hambrosbanki sér um milljónalániB Íslenzka rikisstjórnin hefur nú samið við hinn kunna Hambros- banka í London, að hann sjái um útgáfu á íslenzka skuldabréfalán- inu að upphæð 2 milljónir sterlings pund eða um 240 millj. krónur, sem auglýst verður í næstu viku. Undirritaði Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra samning þar að lútandi í gær, en fyrir hönd Hambr os-banka undirritaði samninginn Sir Charles Hambro bankastjóri. Útboðið mun verða auglýst mánu- daginn 3. desember og áskrift fara fram 6. desember. Hambros-bankj. er sá banki í Bretlandi, sem íslendingar hafa átt mest og bezt skipti við. Lánstími er 26 ár og nafnvextir 6i/2% á ári. Útboðsgengi verður 97.5%, sem gefur 6.7% raunvenú lega vexti til loka lánstímans 31. desember 1988. Lánið er samkvæmt útboðsskil- málum til frjáisrar ráðstöfunar en verður skv. lögum frá Alþingi 24. nóvember s.l. einkum varið til að efla útflutningsiðnað, til hafnar- gerða, raforkuframkvæmda og ann arra framkvæmda, sem stuðla að aukningu þjóðarframleiðslunnar og gjaldeyrisöflun. Eftir undirskrift lánssamningsins, en viðstaddir hana voru Henrik Sv. Björnsson, ^mbassador og dr. Frh. á bls. 5. Vantar nauðsynlega annað síldarleitarskip / vetur Myndi stórouka veiðina seg- ir Barði Barðason skipstjóri Barði Barðason skip- stjóri sagði í viðtali við Vísi í morgun að nauð- syn bæri til að hans dómi, og margra ann- arra, að bæta við öðru síldarleitarskipi, sem gæti leitað síldar á nýj- um slóðum. Eina leitarskipið er Guðmund- ur Péturs, sem Ieiðbeinir flotan- um þar sem mest veiðivon er hverju sinni. Barði kvaðst vera sannfærður um að það myndi stórauka síldveiðina ef bætt væri við öðru leitarskipi. Mjög lítil síldveiði var í nótt og stafar það m. a. af því hve síldin stendur djúpt, : 30—40 faðma dýpi. Komi hún ofar er hún stygg og á þönum eftir ljós- átu, en af henni er mikið á mið- unum um þessar mundir. Venj- an er að mikið sé af rauðátu og síldin er miklu rólegri og viðráð anlegri í henni. Skipin voru alldreift I nótt, bæði í Jökuldjúpi og norður í Kolluálsdýpi. Aðeins 6 skip hafa tilkynnt að þau séu á leið inn til Reýkjavíkur, öll með slatta, mestan afla hefir Hafrún, 300 tunnur. Barði Barðason, sem stjórnar síldarleitinni fyrir norðan á sumrum, er nú talstöðvarvörður hjá Grundaradió, sem annast að allega þjónustu fyrir síldarskip, sem nú eru gerð út frá Reykja- vlk eða leggja hér upp afla sinn. Hann hefir haft flestum betri aðstöðu til að fylgjast með skip um og veiði síðan skipin fóru út eftir verkfallið, og telur, sem fyrr segir, nauðsynlegt að hafa tvö síldarleitarskip á vertlðinni. Vetrarsíldveiðin við Faxaflóa er nú að komast í fullan gang. En þó hafa slæmar gæftir haml- að veiðinni. En þrátt fyrir rok- ið og slydduna virtust sjómenn- imir á m. s. Eldborgu frá Hafn- arfirði í sólskinsskapi við sfld- arlöndunina í fyrradag. Þeir sjást hér í fremri röð talið frá vinstri: Baldur Gunnarsson, Sig- urður Jóhannsson, Karl Pálsson, Hilmar Amórsson, Guðbjörn Jónsson, Finnur Sigurðsson. Aft aii röð: Þórður Helgason, Jakob Jakobsson og Garðar Eymunds- son. Skólamenn á togurum Allmikið er um það núna, eins og oft áður um jólin, að shóla- menn sækist eftir að fara túr á togurum yfir jólin. Er þar helzt um að ræða menn úr Sjómanna skólanum, en einnig er nokkuð um menn úr Háskólanum. Getur þetta verið þessum mönnum til mikils fjárhagslegs léttis ef vel veiðist. Talsvert er um það að fjöl- skyldumenn séu í landi yfir jól- in, þó að ekki séu það nærri allir. Koma þá menn eins og þessir í góðar þarfir, enda marg ir vanir sjómenn. Þá verða einn- ig alltaf nokkrar breytingar á mannskap í hverri ferð. Góðar sölur í Þýzkalandi Þrír togarar seldu í Þýzkalandi í gær. Freyr seldi I Bremerhaven 292 tonn af síld fyrir 146 þús. mörk og 22 tonn af öðrum fiski fyrir 16 þús. mörk. Alls 162.000 mörk. Sigurður seldi í Cuxhaven um 150 lestir af slld fyrir 74.638 mörk og 146,1 tonn af öðrum fiski fyrir 107,330 mörk. Alls 182.068 mörk. Ágúst seldi I Bremerhaven fiskfarm, 105 tonn á 77.100 mörk. Aðrar fisksölur í vikunni eru þessar. Þann 26. nóv. seldi Harð- bakur frá Akureyri 127,5 tonn af fiski í Hull fyrir 10.143 pund. Og sama dag seldi Þorkell Mám I Cuxhaven, 83,5 tonn af síld fyrir 45.390 mörk, og 117,8 tonn af öðrum fiski fyrir 98.338 mörk. Alls 143.728 mörk. Þann 27. nóv. seldi Geir 62,6 tonn af öðrum fiski fyrir 104.600 tonn af síld fyrir 37.200 mörk og mörk. Þá seldi togskipið Margrét 115,4 tonn af öðrum fiski fyrir í Bremerhaven 83,5 tonn af síld 86.400 mörk, alls 123.600 mörk. ! fyrir 52.000 mörk. Þann 28. nóv. Einnig seldi Marz 88,5 tonn af j seldi Maí í Bremerhaven 120 tonn sfld fyrir 47.875 mörk og^ 138.1 ' af fiski fyrir 97.000 mörk. Þorvaldur Guðmundsson for- maður Verzlunarróðsins Nýr formaður Verzlunarráðs ís- Iands var kjörinn í gær. Er það Þorvaldur Guðniundsson, einn kunnasti kaupsýslumaður Inndsins. C. innar Guðjónsson skipamiðlari, sem verið hefir formaður, gaf ekki kost á sér við kjörið. Hefir hann verið formaður Verzlunarráðsins undanfarin 5 ár. Aðrir í stjórn voru kjörnir: 1. varaform. EgiII Guttormsson, 2. varaform. Sveinn B. Valfells, Krist- ján G. Gíslason, Sigurður Magnús- son, Öttar Ellingsen, Magnús J. Brynjólfsson, Haraldur Sveinsson og Sigurður Öli Ölason. Þorvaldúr Guðm'undsson. V.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.