Vísir - 30.11.1962, Síða 2

Vísir - 30.11.1962, Síða 2
2 VIS IR . Föstudagur 30. nóvember 196k ^Tn1 r/ y////,m '///////, // NÆST VERÐUR ÞAÐ GULLIÐ Hér koma tvær myndir frá sundmóti Ægis í fyrrakvöld. Sú minni sýnir Pétur Kristjánsson (fjær) og Hörð B. Flnnsson eft- ir að þeir komu í mark í 100 mctra einstaklingsfjórsundinu, en Hörður bar sigur úr býtum, eins og bros hans getur gefið til kynnn, en Pétur, sem um ára- bil var ósigrandi í öllum sund- greinum, varð nú að iáta undan fyrir hinni sérlega góðu æfingik Harðar. Stærri myndin sýnir korn- unga Ármannsstúlku, Matthildi Guðmundsdóttur, sem að þessu sinni háði harða baráttu i 50 m. bringusundi telpna og fékk ann að sætið eftir sér reyndari sund- konu. Matthildur er gædd sér- lega skemmtilegri keppnishörku og á henni græðir hún fyrst og fremst. „Næst er það gullið“, má Iesa úr einörðum svip Matt- hildar, og hver veit nema svo farl. ' Með Matthildi iitlu á mynd- innl er hinn góðkunni þjálfari lR-inga og raunar alls sund- fólksins okkar, Jónas Halldórs- 2. fl. B. Fram sig- urvegari Urslit á Reykjavíkurmótinu í handknattleik í gærkvöldi urðu þessi: 2. fl. kv. A KR—Þróttur 6:1, — Ármann—Víkingur 5:3. 3. fl. k. B: Ármann—iR 6:5. — Fram—KR 8:4. 3. fl. k. A: Vikingur—Þróttur 9:3. 2. fl. A: Fram-ÍR 13:6. 1. fl. k. Fram—Víkingur 9:6. Fram vann sigur 1 móti 3/ flokks B með sigri sínum yfir KR. Aðeins eru nú eftir 3 leikkvöld I mótinu og verður keppt næst á mánudags- kvöldið. JUNKERS-sprengjufiugvélar voru hin válegustu tæki á styrjaldar- árununi, en hér er Þróttardrengur með cina slíka, þ. c. eftirlík- ingu frá brezkri lcikfangaiðju, en þaðan er mikið af hinum glæsi- legu leikföngum Þróttaranna fengið. INNRÁS í ÁLFHEIMANA Á morgun eftir hádegisverð mega ibúar í „Heimunum“ eiga von á innrás. Niður í Miðbæ eða nán- Erlendaw* fréttir ► Bratlslava tryggði sér rétt til keppni í undanúrslitum Evrópu- bikarsins í knattspyrnu í fyrra- kvöld með sigri yfir svissneska liðinu Lausanne, 1:0. Fyrri Ieik liðanna lauk með jafntefli 1:1. ► Milli liðanna Vasas frá Búdapest og Fejenoord frá Rotterdam þarf þriðja leikinn til að skera úr uni hvor aðilinn heldur á- fram. Leiknum í fyrrakvöld lauk með jafntefli 2:2, en fyrri leikurinn var cinnig jafntefii, 1:1. ► Sama cr uppi á Teningnum mcð Napoli og ungverska liðið Uj- pest Dosza, sem hafa í báðum leikjum sínum fengið jafntefli, 1:1, og leika þriðja Ieikinn á hlutlausum velli til að fá úr þvi skorið, hvorl, heldur áfram í kcppninni. ► Sigur Ipswich yfir Milan, 2:1, nægir ekki til að hafa betri . markatölu, þar eð á heimavelli j vann Milan með 3:0 og sigrar Milan því með 4:2 samanlagt. < Tvöföld umferð á Islandsmótinu Öruggt er nú talið að tvöföld um- ferð verði viðhöfð á Islandsmóti 1. deildar í handknattleik nú þegar í vetur. Er líklegt að þetta hafi ver- ið samþykkt í gær af HKRR, sem er framkvæmdaraðili í þessu rnóti, en sérstök nefnd skilaði áliti sinu þessu viðvíkjandi nú nýlega og var sú nefnd meðmælt tvöfaldri um- ferð. Nánar verður skýrt frá þessu á morgun. ar tiltekið við veitingahúsið Höll í Austurstræti verða nokkrir ungir menn að vígbúast um hádegisleyt- ið, en upp úr kl. 2 leggja þeir af stað austur á bóginn og munu þeg- ar leggja undir sig Álfheima, Sól- heima, Goðheima, Ljósheima og Gnoðavog. Þetta sögðu forstöðumenn hins nýstáriega Leikfanga- og jólagjafa- happdrættis Þróttar okkur í gær- kvöldi. Vopnin, sem innrásarmenn Þrótt ar beita, eru happdrættismiðar á aðeins 10 krónur, sem verða boðn- ir ibúum Heimahverfisins til sölu. Vænta Þróttarar þess að vel verði á móti þeim tekið, og er vart við öðru að búast, enda rennur ágóði happdrættisins til væntanlegs Fé- lagssvæðis Þróttar, sem vei að merkja cr í nánd við þetta hverfi, sem kemur til með að verða „Þrótt arhverfi“ með tímanum. Sjö heimsmet í sundi á Samveldisleikjunum Á Samveldisleikunum í Perth í Ástraliu að undanförnu hafa mörg stórkostleg afrek verið unnin, einkum í sundgreinununi, þar sem 7 heimsmet hafa verið sett. Heimsmetin eru þessi: 110 y. skriðsund kvenna: Dawn Fraser, Ástralíu, 59,5. 4x220 y. fjórsund karla: Ástralía, 8.13,4. 4x110 y. fjórsund kvenna: Ástralía, 4.45,9. 110 y. baksund kvenna: Linda Ludgrove, Englandi, 1.10.9. 220 y. bringusund kvenna Anita Lonsbrough, Engl., 2.51.7. 110 y. baksund kvenna: Pam Sargent, Ástralíu, 1.10,8 (bætti met Ludgrove frá deginum áður). Öll voru metin sett dagana 23. og 24. nóv. Voru tfmarnlr teknir með rafmagnsklukku, en f rcglugerð um slíkar klukkui' segir, að draga eigi frá 1/10 sek. frá tíma, sem þær gefa upp. í samræmi við þetta voru metin stuttu síðar bætt um 1/10 sek. hvert met og hver árangur í sundgreinum leikanna. : Vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður í október Vöruskiptajöfnuðurinn varð hag- stæður um 20,7 milljónir króna í október. Nam útflutningurinn í þeim mánuði 392,7 milljónum, en innflutningurinn 372 l.iillj. króna. Utflutningur og innflutningur is lendinga á þersu ári er nú farinn að nálgast æði mikið 3 milljarða. Nemur útflutningurinn á tímabil- inu janúar til október 2905 millj- ónum króna en innflutningur nem- ur 2987 milljönum króna. Þannig ;er vöruskiptajöfnuðurinn á þessu tíma bili óhagstæður um 81 milljón kr. í fyrra var vöruskiptajöfnuður- inn á sama tíma óhagstæður um 217 milljónir króná ef miðað er við sama gengi og nú er. Sést af því, að verzlunarafkoman er tals- vert miklu betri en s.l. ár.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.