Vísir - 30.11.1962, Side 7

Vísir - 30.11.1962, Side 7
V í S IR . Föstudagur 30. nóvember 1962. 7 Borðið vel á morgnana „Það er óeðlilegt að hafa EKKI lyst á að borða á morgn- ana“ er niðurstaðan af rann- sóknum, sem fram fór á hóp ungra kvenna við Iæknadeiidina f Pretoriu. Fyrst var konunum í nokkrar vikur gefin góð morgunmáltíð, sem inriihélt 800 hitaeiningar (kaioriur), síðan fengu þær enga morgunmáltíð í nokkrar vikur og að lokum fengu þær í nokkrar vikur aðeins sykur- laust kaffi með rjóma á morgn- ana. Það kom greinilega í ljós. að á þeim tíma, sem konurnar fengu góða morgunmáltíð, urðu vinnuafköst þeirra meiri og við brögð þeirra skjótari en á þeim tíma, sem þær fengu aðeins litla eða enga morgunmáltfð. Vegna rannsókna þessara hafa Danir tekið fram .helztu ástæður fyrir því, að fólk hefur ekki Iyst á að borða á morgn- ana: „Þegar fólk borðar ekkert á morgnana, er það oft vegna þess misskilnings, að það sé ágætis ráð til að halda þyngd- inni hæfilegri eða vegna þess, að síðasta máitíðin daginn áður hefur verið borðuð seint eða verið tormeit. Einnig getur það verið vegna þess, að farið hef- ur verið á ibetur á síðustu stundu og því enginn tími til að borða. Til þess að hægt sé að yfir- vinna lystarleysið á morgnana, verður að byrja á því að fjar- Iægja allar orsakir til þess. Hæfileg morgunmáltíð á að gefa Vi —y3 af hitaeiningar- þörf dagsins og nauðsynlegum næringarefnum. Einkum er nauðsynlegt að haft sé eftirlit Flest fæðast á nóttunni Finnst ykkur ekki flest börn fæðast að nóttu til? Ef þið svar ið jú, þá er það rétt. Tveir bandarískir læknar, sem virðast vilja athuga hlutina áður en þeir koma með nokkr- ar fullyrðingar, hafa athugað á hvaða tíma 621.000 fæðingar í Norður-Ameríku og Evrópu hafa átt sér stað. Niðurstaðan hefur orðið sú, að milli kl. 2 og 5 að nóttu fæðast flest börn. Fæstar fæðingar eiga sér stað milli kl. 16 og 19, svo að það ætti að vera óhætt að bregða sér í kaffiboð, þótt von sé á erfingja á hverri stundu. Það má því með sanni segja, að ung börn byrja snemma að taka dag inn snemma. TANNBURSTAVÉLIN Þeir sem hata að bursta tenn urnar geta horft björtum aug- um til framtíðarinnar, því að Svisslendingur nokkur, dr. J. Thomas, hefur fundið upp tann- burstunarvél. Vélin er í litlu plasthylki og gengur fyrir rafhlaði. Hægt er að skipta um bursta 1 hylkinu, þannig að öll fjölskyldan getur notað sömu tannburstunarvél- ina. Vélin burstar tennurnar upp og niður og er sagt að hún geti farið 50 „ferðir" á sek- úndu. með því að börn borði vel á morgnana, því að oft er erfitt fyrir foreldra að fylgjast með því, að bömin fái góðan hádeg- ismat, t. d. ef þau eru í skóla á þeim tíma. Morgunmaturinn á helzt að vera mjög fjölbreyttur: ávextir eða ávaxtasafi, mjólk, hafra- grjón eða annað kornmeti brauð, egg fiskur, lifrarkæfa eða ostur en ekki eingöngu kornmatur", Blaðið „Consumer Bulletin", sem er málgagn neytendasam- taka í U. S. A., hefur nú ráðizt harðlega gegn hinum ýktu aug- lýsingum fyrir ýmiss konar kornmat (cereals), og segir að hin miklu eggjahvítuefni sem fullyrt er að séu í kornmatnum jafngildi ekki eggjahvítuefnum, sem góð morgunmáltíð inniheld ur og að sykurinn, sem settur er í, sé aðeins til að hækka verðið og auka sykurneyzluna. SLUNGINN SJÁLFSALI í Vestur-Þýzkalandi hefir ver- ið fundinn upp og tekinn í notk- un sjálfsali, sem gefur sjálfur til baka og Iætur ekki blekkjast, þótt reynt sé að „snuða“ hann. Sjálfsali þessi hefir verið tek- inn í notkun í Bremen og selur hann hvorki meira né minna en 250 mismunandi vörutegundir, sem sýndar eru í sérstökum glugga og hver merkt sínu merki, kaupandinn stimplar síð- an á pöntujiarspjald sjálfsalans. Viðskiptavinur velur vöruna eins og um símanúmer sé að ræða, og lætur síðan pening í þar til gerða rifu. Ef nægilega miklir peningar eru látnir 1 rif- una, kemur varan rakleiðis í sérstakt afgreiðsluhólf, en hafi kaupandinn látið meira en hon- um ber, fær hann til baka með vörunni. Það er vélin sjálf, sem reikn- ar út hversu mikið á að gefa til baka, en fái hún ekki nægi- fegt fé fyrir þeirri vöru, sem ætlunin er að kaupa, kviknar á spjaldi, sem á er letrað: Greiðsla ófullnægjandi, bætið við hana! Komi viðbótin ekki innan 12 sekúndna, skilar sjálfsalinn hinni upphæðinni aftur án frek- ari umsvifa. Nokkur orð um vegabótatillögur Þessi skemmtilega Apres-Ski (eftir skíða) búningur er saman- settur af svörtum síðbuxum, eldrauðum stígvélum, eldrauðum múff- um, svartri ullarpeysu með stórum kraga, jakka og húfu úr hvítu marðarskinni. Erlendis þykja Apres-Ski búningar ómissandi í vetrarferðalögin og þær, sem aðstöðu hafa til, keppast um að koma í sem nýstár- legustum búningum — og gera þvi miklar kröfur til tizkuteiknara og klæðskera. Þingfréttir eru litlar í dag. Fundir stóðu í fáeinar mínútur, og engum þingskjölum var dreift. Efri deild afgreiddi al- mannatryggingar til annarrar umræðu, og í Neðri deild var að eins eitt mál tekið til umræðu, frumvarp til vegalaga flutt af Karli Guðjónssyni (K). Frumvarp Karls gekk út á, að aðalstræti hvers þorpá yrðu tek- inn í þjóðvegatölu. Benedikt Gröndal tók til máls við þetta til efni og upplýsti að endurskoðun vegalaganna væri nú lokið og lægi uppkast að nýjum vegalög- um hjá ríkisstjórninni til athug unar, svo húást mætti við að það yrði lagt fyrir þingið eftir áramótin. Væri þar einnig tekið tii meðferðar atriði það er Karl Guðjónsson vildi bót á. Þetta er að sjálfsögðu ekki í fyrsta skipti sem drepið er á vegamál á hinu háa Alþingi, og tvímælalaust ekki það síðasta. Það virðist vera eitthvert brýn- asta skyldustarf þingmannanna utan af landsbyggðinni að mæla fyrir auknum vegabótum í sínú héraði, þessi vegur verði tekinn í þjóðvegatölu og hinn verði lag- færður. Það er ekki nóg með að Framsóknarmennirnir leggi þetta í vana sinn, stjórnarsinnar virðast sumir hverjir með sama markinu brenndir. Það er alkunn staðreynd, að vegamál á íslandi eru hvergi i því ásigkomulagi sem fullnægj- andi getur talizt. En það er líka staðreynd að í okkar stóra og strjálbýla landi eru ótrúlegir erfiðleikar á lagningu myndar- legri vega svo ekki sé talað um viðhald þeirra. Slíkt verk verður ekki unnið á svipstundu. Þessu gera ábyrgir menn sér grein fyr- ir þótt þeim sé einnig Ijóst að bæta verður úr því ófremdar- ástandi sem víða er. Núverandi ríkisstjóm hefur sömuleiðis gert sér fulla grein fyrir þessu vanda máli. Hún skipaði nefnd fyrir 2 árum, milliþinganefnd er skyldi endurskoða vegalögin og leggja síðan fram tillögur sínar. Af því er fram hefur komið nú i haust, bæði i ræðu Ingólfs Jónssonar samgöngumálaráð- herra og Benedikts Gröndals í gær, þá hefur nefnd þessi nú lokið störfum og skilað af sér. Verður það að teljast vel af sér vikið á ekki lengri tíma, því hér er um viðamikið og vanda- samt verk að ræða. Hvort sem ríkisstjórninni vinnst tími til að athuga frumvarp þetta nú á næstunni eða, að eitthvað drag- ist að það verði lagt fram, þá er hitt víst að hún hefur sýnt full an skilning á þessum málum og hefur í hyggju endurbætur þar á. Er það eitt út af fyrir sig lofsvert.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.