Vísir - 30.11.1962, Síða 8

Vísir - 30.11.1962, Síða 8
8 . osti.a«gur 30. 1062. VÍSIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjðrar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. l-T*T1*lTTIi'IIIIBIWBWlltT—M—————nm—M|j—M Eldur í husi kommúnista Kommúnistaflokkurinn logar í innbyrðis eldi. Það hrikti í honum á flokksþinginu og átök urðu gifurleg. Yngri menn reyna að ryðjast til valda og bola út gömlum réttlínu Stalinistum eins og Einari og Brynj- ólfi. Byltingin gegn Brynjólfi tókst, en Einar situr enn. Hér er það sami andinn sem ræður og við hreins- animar í Rússlandi. Sérhver má búast við því að bezti vinur hans sitji á launráðum og reki rýtinginn í bak honum. Þessi átök eru lærdómsrík. Þau sýna að flokkurinn er sundraður. Fylgistap hans hefir skelft fomstuna. Enginn veit hvað gera skal til þess að vinna upp tapað fylgi. SÍA menn hafa sína lausn, en henni vantreystir flokksforystan. Sjálf hefir hún einblínt á fortiðina og hvergi látið bilbug á sér finna þótt atburðir eins og Ungverjaland ættu sér stað. Ósætti kommúnista er tímanna tákn. Fólki er loks að verða Ijóst hvern mann þeir hafa að geyma. Hugurinn einokaður Hannibal leggur til á þingi að kvikmyndahúsin verði þjóðnýtt, og ein nefnd ákveði hvaða kvikmyndir íslendingum skuli leyft að sjá. Það verða ábyggilega skelfing skemmtilegar myndir, sem við óbreyttir borg- aramir fáum að sjá, þegar þeir Hannibal, Einar Olgeirs son og Bjöm Th. ráða því einir, sem inn er flutt. Mátt- ur samyrkjubúanna, kemur ein vafalítið til með heita, Castro talar, önnur og Hefnd Stalins sú þriðja. Ekki er víst að Hannibal hafi lesið bók eftir höf- undinn Georg Orwell sem 1984 nefnist. Ef ekki, þá ætti hann að lesa hana. Hann ætti að lesa um hvernig ríkið nístir þar smám saman alla frjálsa hugsun úr borgurunum og tekur öll ráð þeirra í sínar hendur, skipar þeim hvað þeir megi hugsa, lesa og sjá. Stóri bróðir er ávallt á verði. Þá væri okkur íslendingum illa komið, ef einoka ætti kvikmyndainnflutninginn. Við höfum séð nóg af einokunum. I Leynibráðurinn er sferkur Leyniþráður liggur milli kommúnista og fram- sóknar. Fátt sannar það betur en skrif Tímans síðustu daga. Tíminn miklast af því að einn af fulltrúum LÍV á ASt þinginu var kjörinn í varastjórn ASÍ. Þetta sannar, segir Tíminn, að verzlunarmenn höfðu full réttindi á þingi. Meiri fávísi er vart hægt að hugsa sér. Allir vita að lög voru herf ilega brotin á verzl unarmönnum og þeir fengu ekki að greiða atkvæði. En hvaða kosti hafði þessi merkilegi fulltrúi, sem kommúnistar kusu í varastjórn, þótt hsr- - • nr óvinahópnum? Hann er verzlunarstjóri hjá S.Í.S. / ELZTA BÓKA VERZLUN LANDSINS 90 ÁRA Elzta bókaverzlun landsins og jafnframt eitt elzta fyrirtæki höfuðborgarinnar varð 90 ára í gær. Þetta er bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar. Verzlunin hefur frá öndverðu verið til húsa í hjarta höfuðstaðarins, gegnt mikilvægu hlutverki í ís- lenzku menningar- og mennta- lífi — sjálfsagt eru þeir Reyk- vikingar fáir, sem ekki hafa átt meiri eða minni viðskipti við þetta rótgróna og virta fyrir- tæki. Stofnandi verzlunarinnar var Sigfús Eymundsson, fjölhæfur og hugkvæmur framkvæmda- maður, sem Iagði gjörva hönd á margt. Hann fæddist árið 1837, sigldi tvítugur til Hafnar og Björn Pétursson, verzlunarstjóri. lauk þar bókbandsnámi tveim- ur árum síðar. Starfaði hann þar I iðn sinni næstu tvö árin, en lærði jafnframt Ijósmyndun — og stundaði hvort tveggja fyrst í stað, eftir að hann kom heim árið 1866. Nokkru eftir að Sigfús Ey- mundsson settist að 1 Reykja- vik keypti hann húsið nyrzt við Lækjargötu, á hominu við Lækj artorg. Húsið er meira en 100 ára. Þarna kom Sigfús fyrir ljós myndastofu og bókaverzlun, stækkaöi húsið, hækkaði og lengdi. Bókaútgáfu hóf hann árið 1886 Undir lok fyrsta tugs þessar- ar aldar skipti verzlunin og for- lagið um eigendur. Pétur heit- inn Halldórsson ákvað að hverfa heim frá lögfræðinámi I Kaupmannahöfn og kaupa fyr- irtækið — og tók hann við því 1. jan. árið 1909. Pétur rak verzlunina og ekki síður útgáf- una af miklum myndarskap. — Er Pétur tók við borgarstjóra- störfum árið 1935 tók Björn sonur hans við fyrírtækinu og rak það um árabil. Erfingjar Péturs breyttu fyrirtækinu í hlutafélag árið 1951, en um ára mótin 1958—59 keypti Almenna bókafélagið þetta rótgróna fyr- irtæki og hefur rekið siðan. Það var ekki fyrr en 1920 að verzlunin flutti úr hornhús- inu við Lækjartorg. Þá keypti Pétur Halldórsson gamalt stein- hús að Austurstræti 18, er Sverrir Runólfsson, steinsmið- ur, hafði byggt. Pétur breytti húsinu og gerði þar nýtízkulega bókabúð á þeirra tíma mæli- kvarða. Þegar Almenna bókafélagið keypti fyrirtækið festu Stuðlar h.f., styrktarfélag Almenna bóka félagsins, kaup á hluta lóðarinn ar Austurstræti 18 og reistu þar myndarlegt stórhýsi ásamt erf- ingjum Péturs Halldórssonar. Meðan á framkvæmdum stóð var bókaverzlunin til húsa í Að- alstræti 6, en í nóvember 1960 Framhaíd á bls. 13. : r I » 1

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.