Vísir - 30.11.1962, Side 9

Vísir - 30.11.1962, Side 9
VlSIR . Föstudagur 30. nóvember 1962. X- Tjjóðverjar hljóta yfirleitt þana dóm nágrannaþjóða sinna og annarra sem hafa náin skipti af þeim, að þeir séu fyrst og fremst duglegir, frekir og harðskeyttir. Þetta hafa verið taldir helztu þjóðareiginleikar þeirra, hvort sem var í friði eða stríði. Og þýzkur almúgi hefur hins vegar haft orð á sér fyrir að hneigjast til dýrkunar á valdinu. Að vísu geta slíkar einkunna- gjafir heilla þjóða talizt ærið hæpnar, en þó má vera að nokk- ur sannleikskjarni felist stundum í þeim. Þessar hugmyndir manna uœ þjóðareinkenni rifjast nú upp i sambandi við hið svokallaða Spiegel-mál. En höfuðpersónan í því er þýzkur stjórnmálamaður, að vísu mjög umdeildur, en í honum þykir mönnum samein- ast á sérlega augljósan hátt þess- ir þjóðareiginleikar, frekjan og sjálfstraustið. Það er Franz Josef Strauss landvamarráðherra. Þessi slátrarasonur frá Mun- chen er sannarlega dæmigerður lengi teljast hin blómlegustu ár í>ýzkalands, þegar áhrif vest- rænna lýðræðishugmynda urðu sterkari en nokkru sinni fyrr í landinu. 'C’n Adenauer gerist nú þrátt fyrir ótrúlegan llfskraft gamall að árum og flokkur hans og öll þjcðin bíður I nokkrum ótta eftir þvl hvort hún eignast nýjan forustumlann, sem hún treystir þegar Adenauer fer frá. Þar eiga yngri menn að taka við og lengi hafa það einkum verið tveir þeirra, sem taldir hafa verið mestu keppinautarnir I for- ustusætið. Annar þeirra er Ludwig Er- hard, hinn vinsæli og frjálslyndi efnahagsmálaráðherra, sem tal- inn er öðrum fremur höfundur hinnar glæsilegu efnahagslegu viðreisnar Þýzkalands. En það leikur nú ekki á tveim tungum lengur, að Adenauer sjálfur er gersamlega mótfallinn þvf að Erhard taki við forustunni. Hann telur Erhard einfaldlega ekki nógu kænan eða nógu styrkan stjórnanda til að taka við for- ustuhlutverkinu. Hinn képpinauturinn hefur ver hafa haldið áfram að Ieita lags gegn honum. p’inna harðasta mótspyrnu hlaut Strauss I þýzka blað- inu Der Spiegel, en það er viku- blað, stórmerkilegt á sviði blaða- mennskunnar, fyrir það af hve miklum krafti það er rekið og segir hinum lélegu embættis- mönnum, sem alls staðar eru til I öllum löndum til syndanna. Der Spiegel hefur gegnt þýðingar- miklu hlutverki sem eins konar „Ombudsmand", eða samvizka þjóðarinnar. Það fór þvi bráðlega svo, að Spiegel tók að leggja Strauss I einelti vegna hinna einræðislegu og valdníðslulegu tilheigninga hans. Alvarlegasta ásökun blaðs- ins á hendur honum var að hann myndi hafa auðgast ranglega I hinu svo nefnda Fibag-máli, en kjarni þess er sá, að Strauss hafi sem landvamarráðherra fengið Fibag-byggingafélaginu stór- kostleg byggingarverkefni á veg- um hersins, en sjálfur hann eða kunningjar hans séu eigendur fyrirtækisins. Cíðan Fibag-málið kom upp hefur Spiegel haldið uppi SPIEGEL Franz Josef Strauss. húsið og réðust inn í það, hand- dómsmálaráðuneytisins að láta tóku ritstjóra og starfsmenn, framkvæma aðförina. Strauss lokuðu skrifstofunum og innsigl- tók það fram við skrifstofustjór- uðu þær. Þessar aðgerðir þóttu ann, að hann mætti ekki láta mjög hrottalegar og vöktu mestu Stammberger dómsmálaráðherra vita um aðförina fyrirfram. Ástæðan var að Stammberger ráðherra var úr flokki Frjálsra demokrata, en skrifstofustjórinn MALIÐ eftir Þorstein Ó. Thorarensen . • ..r;: 1 . ••• •. v 1 v- ’ ; i» ‘i % .'0 •*» •' C persónuleiki þýzku þjóðarinnar, eins og nágrannarnir hafa séð hana. Og Spiegel-málið er ekkert annað en það, að hér hefur orðið svolítill árekstur milli hins gamla þýzka hugsunarháttar og þeirra grundvallaratriða, sem vestrænt Iýðræði byggist á og sem Vestur-Þjóðverjar hafa reynt að fylgja I nútlma stjómarfan' sínu. tTinn mikli vandi lýðræðishug- sjónarinnar er að kunna að feta réttilega stiginn milli valds og réttar. Það er enginn vafi á því að Þjóðverjum er það mikið hjartans mál eftir ógnir og ófarir undanfarinna einræðisstjórna að byggja upp lýðræðislegt stjórn- arfar í landi sínu og þetta virðist þeim vissulega hafi tekizt siðan viðreisnin hófst eftir stríðið. Þó hefur aldrei reynt verulega á þetta, því að Þjóðverjar hafa öll þessi ár búið við styrka stjórn. Samsteypustjórnir hafa s tarfað þar meiri hluta þessa tlma, en það hefur samt aldrei verið neinn vafi á þvf, hver hefur haft völd- in, Kristilegi lýðræðisflokkurinn og foringi hans Konrad Adenau- er. Meðan Adenauer hefur haldið völdum og trausti þjóðar sinnar, hefur hvorki virzt hætta á því að ríkisvaldið væri misnotað, né að þingræðið breyttist I stjórn- leysi. Hinn gamli jöfur hefur kunnað ágætlega að feta meðal veginn og munu stjómarár hans ið Franz Josef Strauss og hefur margt bent til þess, að Adenauer hefði talið forustu Kristilega flokksins betur komna I hans höndum, þó þeir atburðir hafi nú gerzt sem heita má að útiloki að Strauss nái nokkurn tlma því forustuhlutverki. Ctrauss hefur verið harðskeytt- ur stjórnmálamaður. Hann er fluggreindur maður, stór- mælskur, góður fundarstjóri, á- kveðinn og sjálfbyrgingslegur. Hann er foringi hins kristilega flokks Bæjaralands, sem er all sjálfstæð grein af Kristilega lýð- ræðisflokknum, og á fullkomið samstarf við hann á Sambands- þinginu I Bonn. Stundum hefur hann þótt ó- vandur að meðulum. í sjálfbyrg- ingshætti hans hefur stundum mátt skilja, að sem ráðherra þyrfti hann ekl;. að hlíta sömu reglum og aðrir. Slíkur höfðingi hefur t. d. talið sér heimilt ai brjóta umferðarlög og er fræ, deila hans við lögregluþjóninn, sem ætlaði að sekta hann fyrir of hraðan akstur. Gerði Strauss þá tilraun til að láta reka lög- regluþjóninn fyrir móðgun við ráðherra. Þar þótti mörgum hon- um rétt lýst. Þau öfl I þjóðfélaginu, sem dýrka valdið höfðu e. t. v. aðeins gaman að slíku háttalagi, en fyrir þetta mun Strauss þó hafa eignazt fleiri andstæðinga, sem stöðugum árásum á Strauss á svo að segja öllum vígstöðvum. Ef til vill var grein sú sem birt- ist I blaðinu I byrjun október einn liður I þessum árásum. Grein sú fjallaði um þýzk land- varnarmál og var aðalefni henn- ar, að heræfingar hefðu leitt f Ijós, að allt skipulag þýzkra landvarna væri I molum. Þessum staðhæfingum var hvergi svarað og er því nú litið svo á að þær séu réttar og að Strauss hafi ekki staðið sig vel I embætti sem landvarnarráð- herra. En hálfum mánuði síðar gerist það allt I einu, að nærri hundrað öryggislögreglumenn komu að morgni dags að húsi því : ;m Spiegel er I, umkringdu furðu, ekki aðeins I Þýzkalandi heldur víða um heim. Þessar hrottalegu aðgerðir gegn frjálsri blaðaútgáfu minntu á lögreglu- ofsóknir nazista og kommúnista- stjórna. Enn meiri furðu vakti það, þegar það kom I Ijós, að dóms- málaráðherra Þjóðverja, Stamm- berger hafði ekki hug- mynd um þessar aðgerðir lög- reglunnar og hlýtur hann þó stjórnskipulega að vera æðsti yfirmaður lögreglunnar. Tjað hefur mikið verið rætt og ritað um þessa aðför að Der Spiegel, en kjarni málsins virð- ist vera sá, að það var Strauss, sem skipaði skrifstofustjóra var flokksbróðir Strauss. Eru þessar aðgerðir þannig dæma- lausar, að Strauss tók I algeru heimildarleýsi að sér að gefa út fyrirskipun sem dómsmálaráð- herra. Það er sérstaklega alvar- legt, vegna þess, að dómsmála- ráðherra er sá meðlimur hverrar ríkisstjórnar, sem verður að tryggja íétt einstaklinganna gegn ríkisvaldinu. Strauss hefur síðar afsakað þessar aðgerðir með því að rit- stjórn Spiegels hafi verið að fremja landráð með því að koma upp um ríkisleyndarmál. Þessi skýring nær samt skammt, þvl auðséð er að aðaltilgangur blaðs- ins var að Ijóstra upp um lélega meðferð landvarnarmálanna, sem þýzka þjóðin hlýtur að krefjast að verði ekki falin I sukki og spillingu. Þannig er Spiegel-málið alvar- légt, að það er tilraun valdamik- ils ráðherra, að kæfa niður gagn- rýnisrödd frjálsrar blaðaútgáfu með algerri misbeitingu ráð- herravaldsins. Eftir það yrði erf- itt að skilja, ef Frans Josef Strauss yrði falin mikilvæg stjórnmálaforusta. Þorsteinn Thorarensen. Landakotsspítali Landakotsspít: linn er í niiklum fjárhagsörðugleikum vegna hinnar mildu nýbyggingp.r, sem þar er ver ið að ljúka við. Er gert ráð fyrir því í næstu fjárlögum, að spítalinn fái í fyrsta sinn fjárfestingarstyrk frá hinu opinbera. Mun hann vænt- anlega nema um 1900 þúsund krón- um. Landakotsspítali hefur verið nauðsynleg stofnun og ört vaxandí. Lengi vel naut hann engra styrkja en fyrir nokkrum árum var sam- þykkt að taka upp á fjárlög styrk fyrir legudaga á spítalanum. Hef- ur hann ,numið nokkru lægri upp- hæö en stærri ríkisspítalar hafa notið, og talið ófullnægjandi. En Landakot hefur bætt sér það upp með því ódýra og duglega vinnu afli, sem eru nunnurnar. Hins veg- ar hefur hlutur þeirra og vinnu aflsins alls farið minnkandi með vaxandi tækni, eins og á öðrum spítölum. /

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.