Vísir - 05.12.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 05.12.1962, Blaðsíða 9
VÍSIR . Miðvikudagur 5. desember 1962. 9 BÆKUR OG HOFUNDA fS . r r V* Leifturmyndir horfinna atburða eftir Njörð P. Njarðvík Sigríður Björnsdóttir: I ljósi minninganna, 220 bls., verS kr. 195,70. Leiftur 1962. Tjað fólk sem nú er farið að ” reskjast hefur orðið fyrir þeirri merkilegu reynslu að byggja tvær veraldir. Sem ungur maður hlýt ég að öfunda þetta fólk. Það hlýtur að hafa verið stórkostlegt að sjá land sitt rísa úr hinni hljóðlátu og hjartahlýju sveitamenningu aldamótanna upp í snöggsoðið og hryssingslegt andrúmsloft vélaheimsins. Þótt hér sé notuð sögnin að rfsa er þó hreint ekki vfst að hún sé á rétt- um stað í þetta sinn. Það má deila um það hvort íslenzkt mannlíf sé almennt rishærra nú en fyrir fimmtfu árum þótt ytri þægindi séu önnur og meiri. Það er ekki fráleitt að ímynda sér að manneskjan hafi kannski haft meira svigrúm í gamla heiminum íslenzka þótt lægra væri undir loft og þrengra milli veggja. En hjóli tímans verður ekki snúið við. Hitt liggur fremur fyrir manneskjunni að reyna að brjót- ast undan oki þeirra dauðu hluta sem hún hefur sjálf búið til og ætti því að ráða við. Cigríður Björnsdóttir frá Mikla- ^ bæ í Blönduhlíð hefur ný- lega sent frá sér bókina í ljósi minninganna sem f rauninni fjall- ar um framangreint efni þótt ekki sé það nema óbeint og komi tæpast fram nema á milli lfna. Þessi bók Sigríðar er ekki ævi- saga í venjulegum skilningi þótt afvik öll byggist á reynslu henn- ar sjálfrar í viðureigninni við tilveruna. Miklu frekar mætti kaila þetta þætti sem tengdir eru lauslega saman, mest vegna þess að það er sama manneskjan sem er þátttakandi f þeim öllum. Á hinn bóginn er alls ekki alltaf beint orsakasamband á milli þeirra þótt oft sé það svo. "Dókinni mundi ég vilja skipta f tvo hiuti eftir eðli frá- sagnarþáttanna. I fyrri flokkinn set ég frásagnir af ytri atburð- um í lífi Sigrfðar eins og þeir hafa komið henni fyrir sjónir hverju sinni, eru nánast eins og vegarlýsing, þar sem vikið er að ölium helztu kennileitum. Þessi hluti bókarinnar sver sig alger- lega f ætt við hina venjulegri gerð ævisagna, jafnframt þvf sem f honum er vikið að aldar- farslýsingum, sagt frá atvinnu- háttum, dagfarsvenjum, vinnuað- ferðum, leikjum og öðrum tii- tektum einkum barna og ung- linga. Þetta er eðlilegt þar sem höfundur er að lýsa æskuárum sínum og uppvexti. Kaflarnir eru hér víðast samfelldir, verða hver fyrir sig hluti af stærri vef en geta tæpast staðið einir sér. Þessir kaflar eru vel ritaðir, skil- Sigríður Bjömsdóttir. merkilega fram settir og á góðu máli sem hvort tveggja er ein- kenni á bókinni f heild. Sigrfður Björnsdóttir er gáfuð kona og athugul og lýsir atvikum á nær- færinn og raunsæjan hátt. Á hitt er svo einnig að líta að mik- ið er til af slíkum lýsingum og þær eru ekki beint til þess falln- ar að vekja forvitni lesandans. Þessar iýsingar eru ævinlega snotrar og ákaflega skilmerkileg- ar en komast ekki alltaf undir ytra borð hlutanna og þess vegna er ekki Iaust við að þær verki ofurlítið hversdagslega á mann. Maður saknar innri átaka, þeirr- ar dýptar sem birtist í verkan umhverfis á hina hviku und sál- arinnar. þegar vikið er að hinum hluta bókarinnar samkvæmt þeirri skiptingu er ég gerði grein fyrir áðan, verður annað uppi á ten- ingnum. í síðari flokkinn set ég þá þætti sem lýsa innri reynslu höfundar, þar sem atvikin verða eins og rammi utan um þá reynslu sem höfundur verður fyrir. Atburðirnir sitja þá eftir sig óafmáanleg spor í sálarlífi þess sem segir frá og verða því beinn hluti af innra manni höf- undar, hafa átt sinn þátt í þvf að móta hann. Ég á hér við þætti eins og Lampaglasið, Heilög stund, Kvöldfriður, Guðmundur gamli, Á skammri stund. I þess- um þáttum og öðrum sama eðlis birtist Sigrfður okkur sem raun- verulegur rithöfundur, ekki end- ursegjari heldur skapandi. Hér er raunveruleikinn á ferðinni, ekki sá ytri veruleiki sem býr í borð- plötu eða járnstöng, heldur verur leikinn sem þrengir sér inn f manninn og hefur hann yfir dauðlegt efni. Það er þetta sem gerir umhverfið fremur að hluta af manninum en manninn hluta af umhverfinu. Og hér er Sigrfð- ur Bjömsdóttir á réttri hillu. Hún ritar um þessi efni af ein- kennilegri hlýju og samúð með öllUj sarrji- 1 ún; hefur til að bera* rfkam ^^Fnhtg á viðfangs- efni sfnu, dregur aðalatriði vel fram og lýsingin glæðist kynlegu lífi frammi fyrir lesandanum. Hún verður sjálf eðlilegur hluti af frásögninni án þess nokkum tfmann komi fram sjálfselska eða væmni sem þvf miður skemmir svo oft sjálfslýsingar. Við lestur þessara kafla hefði maður helzt viljað að svona væri bókin öll. Aður er á það drepið að framan af er bókin samfelld að miklu leyti meðan verið er að lýsa æskuárum og uppvexti höf- undar. Þegar lengra líður á bók- ina verður hún öll gisnari og sundurlausari og oft liggja litlir þræðir milli atburðanna sem lýst er. Mætti hér ef til vill tala um þriðja hluta bókarinnar. Hér er til dæmis iýst utanferðum höf- undar á ýmis þing en þær lýs- ingar eru ópersónulegar, ná ekki að vekja áhuga lesandans enda finnst mér þær tæpast meira en Alliance francaise, félag frönskumælandi manna hér á landi, hefir aðsetur að Túngötu 20 f húsi franska sendiráðsins, og þar er bæði lesstofa fyrir meðlimi félagsins og bókasafn þess. í safninu kennir margra grasa, þvf að þar er bæði að finna fomar, sígildar franskar bókmenntir og hagnýt rit síðari ára um ýmsa þætti fransks þjóð Iífs. Magnús Jochumsson, fyrr- um póstmeistari, sem hefir löng- um verið meðal helztu forvígis- manna AF, hefir um skeið á hendi bókavörzlu, og er myndin af honum og sendikennaranum franska, M. Regis Boyer, sem skipúlagt hefir safnið og gert spjaldskrá yfir allan bókakost þess. Rétt er að geta þess, að fieiri en meðlimir AF eru heimil afnot af bókum félagsins, og er bókavörður við hvern miðviku- dag kl. 5—6, en annars er opinn aðgangur að safninu, meðan skrifstofur sendiráðsins eru opn- ar. Fundur í kjördæmisráði Reykjaneskjördæmis Kjördæmisráð Sjáifstæðisflokks- ins f Reykjaneskjördæmi héit fund f samkomuhúsinu í Njarðvfku'm þann 27. þ. m. Formaður kjördæmisráðsins Einar Halldórsson setti fundinn og tilnefndi fundarritara Jósafat Arn- grfmsson. Ólafur Thors forsætisráðherra, flutti ýtariega ræðu um stjóm- málaviðhorfið, við mjög góðar undirtektir fundarmanna. Á fundinum voru einnig rædd flokksmál og skipulagsmál Sjálf- stæðisflokksins í kjördæminu. Til máls tóku: Matthías Á. Mathiesen, Alfreð Gíslason, Sigurveig Guð- mundsdóttir, Oddur Andrésson, Axel Jónsson, Sveinn Ólafsson, Einar Þ. Mathiesen, Skapti Þór- oddsson og Sigurgeir Sigurðsson. Fundarmenn þágu rausnarlegar veitingar í boði Sjálfstæðisfélags- ins Njarðvíkings. Fundinn sóttu fulltrúar úr öllum hreppum og kaupstöðum kjördæm- isins. Götur steyptur ú næstu úri Gert er ráð fyrir, að hafizt verði handa um að steypa götur í Kópa- vogskaupstað á næsta ári. Fyrirætlanir um þetta eru þó ekki endanlega fastmótaðar, að þvf er bæjarverkfræðingurinn hefir tjáð Vísi. Kópavogur er í félagi því sem nokkrir kaupstaðir á ýmsum stöðum á landinu, hafa myndað með sér til þess að kaupa og starf rækja vélar til gatnagerðar. Véla- kosturinn er hins vegar svo lítill, að ekki er hægt að vinna nema á einum stað í einu, og verða aðilar þvf að bfða lengi, ef þeir eiga ein- annálaskrift í stað þess að verða persónuleg reynsla. Hefðu þessir kaflar að mínu viti gjarnan mátt hverfa úr bókinni. Sömu sögu er að segja um jólahugleiðingu sem birt er aftarlega í bókinni. Jól- unum voru áður gerð skil og þessi kafli á ekki heima á þess- um stað. Loks eru í bókinni tveir kafl- ar: Gömul kona og klukka og Andardráttur haustsins, hvort tveggja töfrum slungnar ritsmíð- ar sem setja verðugan endi á bókina en- stinga satt ao segja undarlega í stúf við utanferða- lýsingarnar næst á undan. í vörðungu að treysta á vélar þess- ar.. Kópavogur mun hins vegar ráðast í gatnagerð, hvort sem hann fær til afnota við það verk vélar félagsins eða ekki. Mun verða byrjað á að steypa Kársnesbraut- ina, sem liggur út eftir Kársnesinu Fossvogsmegin, og er önnur aðal- umferðargata kaupstaðarins, en ekki er vitað á þessu stigi málsins hversu langur kafli hennar verð- ur steyptur í þeirri lotu, þar sem ekki er vitað, hve mikið fé verður ætlað til verksins. þessum tveimur lokaköflum koma aftur fram hin ágætu ein- kenni á ritmennsku Sigríðar sem áður var getið. Styrkur hennar liggur ævinlega í hinum óeigin- legu frásögnum þar sem seilzt er til sálarinnar í hverjum hlut. Þessir tveir lokakaflar eru beztu kaflar bókarinnar ásamt sögunni af Guðmundi gamla sem hlaut mikið og verðugt lof Sigurðar Guðmundssonar skólameistara á sínum tíma. Bókin er snyrtileg að ytri gerð . en nokkuð er henni spillt af staf- setningar- og prentvillum sem auðveldlega hefði mátt bæta úr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.