Vísir - 05.12.1962, Page 11

Vísir - 05.12.1962, Page 11
rr- VlSIR Miðvikudagur 5. desember 1962. JT Meyðarvaktin, iimi 1151ö, tivern virkan dag, nema la„gardaga kl. 13-17. HoltsapóteK og Garðsapótek eru opin virka daga kl. 9—7, laagar- daga ki. 9 — 4, helgidaga ki. 1 —4. Apótek Austurbæjar er opið virka daga kl 9-7. laugardaga kl 9-4 Nætur- og helgidagsvaktir. 1. til 8. desember: Lyfjabúðin Iðunn. Árnað heilla Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af sr. Árelíusi Níels- syni: Ungfrú Inga Karólína Guð- mundsdóttir og Bjarni Guðmunds- son húsgagnabólstrari. — Heimili þeirra er að Efstasundi 26. Ungfrú Elísabet Jóharinsdóttir 03 Þorbjörn Ástvaldur Jónsson verkamaður. Heimili þeirra er að Skólabraut 13. Ungfrú Sigrún Sigríður Garðars dóttir og Hermann Samúelsson pípulagningameistari. — Heimili þeirra er að Langholtsvegi 81. Ungfrú Guðrún Katrín Sigurðar- dóttir og Magnús Óli Hansson, vél virki. Heimili þeirra er að Nýlendu götu 15A. Pennavinur Frímerkjasafnarar — pennavinir Þýzkur frímerkjasafnari, sem skrif ar þýzku og ensku óskar eftir að komast í amþand við íslenzkan frímerkjasafnara. Nafn hans og heimilisfang er: Kurt Fischer Hannover Schauferstrasse 33 A West — Deutschland. Útvarpið Miðvikudagur 5. desember. Fastir liðir eins og venjulega. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum“: Svandís Jónsdóttir les úr endur- minningum tízkudrottningarinnar Schiaparelli (16). 17.40 Framburð- arkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Otvarpssaga barnanna: „Kusa i stofunni" eftir Önnu Cath-West- Iy, XII. (Stefán Sigurðsson). 20.00 Varnaðarorð: Anton Nikulásson vélstjóri talar um störfin í véla- rúmi skipa. 20.05 Á léttum strengj um: Píanóleikarinn Ronni Aldrich og félagar hans leika. 20.20 Kvöld- vaka: a) Lestur fornrita: Ólafs saga helga, VI. lestur (Óskar Hall- dórsson cand. mag.). b) Fiðlu-Björn, — íslenzk þjóð- lífsmynd (Flytjendur: Björn Ólafs- son, Guðmundur Jónsson og Andrés Björnsson). c) Séra Gísli Brynjólfsson prófást- ur flytur síðari hluta frásögu sinn- ar um prestana í eldsveitum. d) Óskar Ingimarsson flytur frá- söguþátt eftir Guðmund Jónsson: Fyrsta læknisverk Guðmundar Hannessonar prófessors. 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.10 Saga Rothschild-ættarinnar eftir Fred- rick Mortoi XI. (Hersteinn Páls- son ritstjóri). 22.30 Næturhljóm- leikar: Frá útvarpinu i ísrael. 23.05 Dagskrárlok. Sjónvarpið Miðvikudagur 5. desember. 17.00 What's my line? 17.30 Sea hunt 18.00 Afrts news 18.15 The Scandinavians 18.30 Eye witness - 19.00 Desilu playhouse 20.00 Bonanza ————-------- 21.00 The Texan 21.30 I’ve got a secret 22.00 Fight of the week 23.00 Northern lights playhouse „Strawberry Blonde" Final Edition news íunda höld Reykjavíkurfélagið heldur skemmtifund að Hótel Borg í kvöld, miðvikudag kl. 20.30. Árni Óla rithöfundur flytur er- indi. Reykjavíkurkvikmynd sýnd. Happdrætti Dans. Fjölmennið stundvíslega. Stjórn Reykjavíkurfélagsins. Ýmislegt Fra Styrktarfélagi vangefinna. Konur í Styrktarfélagi vangefinna halda fund fimmtudaginn 6. des. kl. 8,30 f Tjarnargötu 26. Séra Sveinn Víkingur talar um jólin. Frú Arnheiður Jónsdóttir sýnir skuggamyndir frá Austurlöndum. Rætt um kaffisölu o.fl. Styrktarfélag vangefinna. Tímarit Heima er bezt, 12. og sfðasta hefti 12. árgangs er komið út. Efni m.a.: Klukknahljóð, jólasaga eftir Gestinn blinda, Sálfarir, frásögn Kristjáns Halldórssonar, Stóru- Tjörnum, Við hvað ólst Hulda skáldkona upp? eftir Aðalbjörgu Benediktsdóttur, Sýnir Guðríðar Guðbrandsdóttur eftir Jóh. Ásgeirs son, Klukkan er að verða fjögur eftir Alexander Jóhannsson, Menn sem ég man, eftir Stefán Jónsson, Ljóðaþáttur, ritfregnir og bóka- þáttur, framhaldssögur, þ.á.m. upp haf að nýrri framhaldssögu „Hold og hjarta" eftir Magnús frá Kleif- um, myndasaga og fl. Norræna félagið. Félagsdeild í Kópavogi Hér á landi eru nú 22 deildir í Norræna félaginu víðs vegar um land, en stofnfundur þeirrar 23ju verður haldinn í kvöld i Kópavogi. Efnt verður í kvöld (miðviku- dagskvöld) til stofnfundar nýrrar félagsdeildar f Norræna félaginu, f Kópavogi. og hefst hann klukk- an 20,30, og verður í Gagnfræða- skólanum. Framkvæmdastjóri Norræna fé- lagsins, Magnús Gíslason, flytur erindi á fundinum um norræna samvinnu og sýnir kvikmynd frá Noregi. Vafalaust munu Kópavogs búar, sem áhuga hafa á eða vilja kynna sér norræna sam- vinnu, sækja fundinn. Aðgangur að fundinum er ókeypis og öllum heimill. Með stofnun félagsdeilda hafa komið til sögunnar skilyrði, sem menn hafa notað sér í ýmsum bæjum, að stofna til vinabæja- tengsla við bæi á Norðurlöndum. stjörnuspá morgundagsins Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú hefur vindinn með þér og því full ástæða fyrir þig að segja öðrum fyrir verki og láta aðra vita um sjónarmið þín og skoðanir á verkefnunum. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þú kannt að finna til talsverðr- ar þreytu í dag og ættir því að forðast mjög mikla áreynslu í starfi þínu. Kvöldstundunum væri bezt varið f friði og ró. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Leitaðu ráðlegginga vina þinna og kunningja varðandi aðsteðjandi vandamál. Þeir munu að öllum líkum geta að- stoðað þig við að ná settum mörkum. Krabbinn, 22. júnf til 23. júlí: Þú hefur alla aðstöðu til að láta ljós þitt skína á vinnu- stað í dag og leika hlutverk yfirvaldsins. Fjármálin gætu hins vegar verið nokkuð fall- völt og krefjast fhygli. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Deginum og kvöldstundunum væri mjög vel varið til skrifta á jólakortum og bréfum, sem semda þarf til fjarlægra landa eða landshluta. Bögglapóst þyrfti einnig að afgreiða. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept: Sameiginleg fjármál munu að öllum líkum verða talsvert til umræðu í dag og þarfnast á- kveðinnar afstöðu þinnar. Þér er nauðsynlegt að gera ráð- stafanir til að mæta útgjöldun- Um á næstunni. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þér er nauðsynlegt að tryggja þér samstarf maka þíns eða náinna samstarfsmanna f dag til að allt ga.ngi, sem bezt. Þú ættir að láta þeim eftir að taka ákvarðanirnar. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þér kann að vera nauðsynlegt að halda á spöðunum á vinnu- stað, ef ekki á að takast illa til. Ef þú skyldir vera haldinn einhverjum kvilla, þá leitaðu læknis í dag. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú ættir ekki að tefla á tvær hætturnar í fjármálun- um, þó þér kunni að bjóðast girnileg tækifæri. Kvöldstund- irnar ætti að nota til skemmt- ana. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Heimilislífið er nú mest áberandi í korti þínu og afstöð- ur fremur hagstæðar. Þú ættir því að bjóða vinum og kunn- ingjum heim til þín eftir því sem tök eru á í kvöld. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Deginum væri vel varið til kaupa á jólagjöfum og send- ingum þeirra. Einnig til skrifa jólakorta og bréfa, sérstaklega sem þurfa að komast til fjar- lægra staða. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Fjármálin eru nú undir aðaláhrifum og þú ættir að gera ráðstafanir til að afla nægs fjár fyrir kaupin á öllum jólagjöfum, síðar meir. Leggðu á ráðin við maka þinn. gletta dagsins „Heppinn,“ sagði eiginmaðurinn, þegar hann rúllaði fram úr hjónarúminu um miðja nótt. „Heppinn hvað?“ spurði konan forviða. „Að detta ekki í koppinn,“ svaraði maðurinn. Ef þér lumið á einhverjum skemmtilegum sögum, sem hvergi hafa birzt áður, mun blaðið greiða kr. 50 fyrir hverja sem prent- uð verður. Bréfin stílast: GLETTA DAGSINS, Vísir, Reykjavík. SS2 Sjónvarpstækið þitt er líklega í ólagi, — það er reykjarlykt af þvf. P K I R B Y Um borð í Hafdrottningunni er verið að leika mikinn sorgar- leik. „Ég verð að segja, að ég þekki alls ekki þessa vinkonu yðar, Tashia". „Yður er óhætt að hætta að ljúga, herra Rip Kirby. Þetta er stúlkan, sem þér dróguð á tálar og svikuð".

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.