Vísir - 12.12.1962, Síða 3

Vísir - 12.12.1962, Síða 3
V1SIR . Miðvikudagur 12. desember 1962, 3 •v HASAR A HALOSALANDI Að undanfömu hefur staðið yf- ir Reykjavíkurmót I handknatt- leik, Það er sagt, að handbolti sé sú íþróttagrein, sem er e. t. v. meira spcnnandi en allar aðrar og sérstaklega gildir það um þetta mót, sem hefur verið ó- venjulega hart og spennandi. Enda hefur áhorfendafjöldinn verið mikill, æ fleiri hafa þyrpzt inn í íþróttahúsið við Háloga- land til að fylgjast með keppn- inni. Mestur var spenningurinn um sfðustu helgi, þegar úrslitaleik- imir fóra fram. Mikil hvatning- aróp glumdu við og var engu líkara en að þakið ætlaði að rifna af. Á íþróttasíðu Vísis birtast oft myndir af spennandi augnablik- um á Hálogalandi, en nú ætlar myndsjáin einu sinni að snúa hlutunum við og sýna lesendun- um hvemig áhorfendurnir Ifta út frá leikvellinum. Auðvitað er spennandi fyrir áhorfendurna að horfa á Ieikmennina, en hald- ið þið ekki að það sé Iíka spenn- andi fyrir Ieikmennina að horfa á áhorfendur? Á efstu myndinni sést áhorf- endaskarinn á spcnnandi augna- bliki. Á miðmyndinni sést fólk- ið flykkjast að innganginum að Hálogalandi en oft er mikill troðningur við innganginn. Á tveggja dálka myndinni neðst til vinstri sést Hermann Gunn- arsson fyrirliði unglingaflokks Vals taka á móti verðlaunabik- ar frá Andreas Bergmann og á neðstu myndinni era nokkrir KR-ingar að ræða unninn sigur yfir ÍR, en vart er þó hægt að sjá mikla sigurgleði á svip þeirra.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.