Vísir - 20.12.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 20.12.1962, Blaðsíða 5
1 VlSIR . Fiimntudagur 20. desember 1962. 5 Opinberir — Fran.nalf aj bls 1 Héraðslæknar eru í 18. til 22. flokki með 12.547 kr. - 20.315 kr. Náttúrufræðingur og aðrir sérfræðingar eru í 20.—22. fl. með 13.965 kr. — 20.315 kr. Háskólamenntaðir fulltrúar eru £ 21. —23. flokki með frá 15.544 kr. upp í 21.433 kr. Sókn arprestar eru í 22. fiokki með 17.301 kr. — 20.315 kr. Sýslu- menn, bæjarfógetar og ‘lög- reglustjórar eru í 26. flokki með 25.167 kr. á mánuði. í 27.—31. flokki eru æðri embættismenn ríkisins og laun þeirra eru 26.551 kr. — 32.828 kr. á mánuði. í 27. flokki eru m. a. öryggismálastjóri, veiði- málastjóri, skógræktarstjóri, ríkisbókari og forstj. ÁTVR, innkaupastofnunarinnar, skipa- útgerðafinnar og landhelgis- gæzlunnar. I 28. flokki eru m. a. yfirlæknar, borgardómarar, sakadómarar, prófessorar og yfirmenn helztu mennta- og vísindastofnana þjóðarinnar. í 29. flokki eru m. a. húsameist- ari ríkisins, skipaskoðunar- stjóri, veðurstofustjóri, búnað- armálastjóri, fiskimálastjóri, rafmagnsveitustjóri og Þjóð- leikhússtjóri. 1 30. flokki eru háskólarektor, raforkumála- stjóri, vegamálastjóri, vitamála- stjóri, flugmálastjóri, fræðslu- málastjóri, útvarpsstjóri, trygg- ingastofnunarstjóri, ríkisskatt- stjóri og sendiherrar. I 31. og síðasta flokki eru póst- og síma málastjóri, ráðuneytisstjórar, biskup, landlæknir, yfirsaka- dómari, yfirborgardómari, lög reglustjóri Reykjavíkur, toll- stjóri og borgarfógeti Reykja- vikur án aukatekna. 1 launaflokkatillögum kjara- ráðs er aragrúi annarra starfa, en hér hefur verið skýrt frá þeim fjölménnustu og veiga- mestu. Meira fé — Framh. ar ols. 16. skólabyggingarvandræðum Kópavogskaupstaðar þegar á næsta ári, væri ekki hægt að uppfylla lágmarksfræðslu- skyldu og vísa þyrfti börnum frá. Barnaskólar og gagn- fræðaskólar þar væru þrísetn- ir og nauðsyn væri á tveim barnaskólum til viðbótar og ein um unglingaskóla. Ráðherrann svaraði þessu með því að upp- lýsa að „samkvæmt tillögum og upplýsingum fræðslumála- stjórnar, verður þörf á einum barnaskóla til viðbótar í Kópa- vogi til að uppfylla brýnustu þarfir, og hefur fé þegar verið veitt til hans“. En í þessu sambandi má benda á, að fræðslumálastjóm benti á 20 staði þar sem þörf væri á barnaskólum. Af þessum tuttugu stöðum, er veitt fé til 14 skv. fjárlagafrumvarpinu. Er það algjört einsdæmi. En þar sem Finnbogi sakast um, að of lítið fé sé veitt til skóla í Kópavogi, þá las ráð- herra upp þær fjárveitingar sem undanfarin ár hefur verið veitt til þeirra. í tíð vinstri stjórn- arinnar voru fjárveitingar sam- tals 1 millj. 385 þús. Á næsta ári, 1963, verður veitt 1 millj. 464 þús. krónum til skólabygg- inga í Kópavogi eða meira á einu ári en samanlagt í allri tíð vinstri stjórnarinnar. Samtals hefur núverandi rikisstjórn veitt tæpum 6 milljónum ti! þeirra. Það er rétt að þörfin fyrir skóla er mikil, ekki síður í Kópavogi en annars staðar. En ekki er hægt að fullnægja öll- um kröfum, það vita allir, en enginn getur sagt að Kópavog- ur hafi verið hafður útundan. Ríkisreikningurinn /oks / rétt horf í fyrsta skiptl hefir ríkisreikningurinn verið samþykktur af Alþingi næsta ár eftir það reikn- ingsár sem hann nær yf- ir. Voru lögin um sam- þykkt hans afgreidd frá Alþingi í fyrradag. Sýnir þetta hver stefnubreyt- ing hefir hér orðið í fjár- málastjórn ríkisins og jafnframt að þar er meiri regla og festa en áður ríkti. Áður dróst iðulega í noltkur ár að Alþingi samþykkti endan lega ríkisreikningana. Mun drátt urinn hafa Iengst komizt upp í 4 ár. Slíkt er auðvitað með öllu ótækt, enda mun hvergi tíðkast í öðrum löndum annað en reikn ingur ríkisins sé samþykktur endanlega af löggjafársamkom- unni ári eftir reikningsárið, er endanleg endurskoðun hefir átt sér stað. Undanfarin tvö ár hef ir fjármálaráðherra lagt reikn- inginn fyrir þing það tímanlega að unnt hefir verið að sam- þykkja hann fyrir árslok. Það hefir ekki verið gert sökum þess að stjórnarandstaðan hefir tafið sámþ. hans á þingi. En nú eru málin loks komin í rétt horf og verður þessi háttur væntanlega hafður á framvegis. Sigurðar £ Hitðar minnzt á Álþingi Fjárlögin — Framh ai -'is l ins). Þeir gáfu stórfenglegar lýs- ingar á ástandinu i landinu, þótt einna átakanlegust hafi lýsingin verið hjá Eysteini Jónssyni. Rann þingmönnum mjög til rifja er þeir heyrðu hvernig samgöngumálum eystra væri komið, því að sögn þingmannsins var varla nokkur vegur akfær og engin brú byggð. En mér er spurn. Er þetta árang- urinn af 30 ára þingmennsku Ey- steins og 20 ára fjármálastjórn? Ef allar tillögur stjórnarandstæð inga væru teknar til greina og eru þær þó hver um sig ekki stórar í vöfum, bættust þá þar við útgjöld ríkisins 36,5 millj. króna, auk ým- issa lána og ríkisábyrgða. Sam- kvæmt tillögum þeirra yrði 27 millj. króna tekjuhalli á fjárlögum. Slíkt væri að sjálfsögðu óafsakan- legt“. Og þessar gjaldatillögur eru bornar fram af sömu mönnum og vildu afnema 8% söluskattinn, sem gefur þó 214 milljónir í tekjur! Ráðherrann þakkaði að lokum fjárveitinganefnd og formanni hennar, Kjartani J. Jóhannssyni, sérstaklega fyrir vel unnin störf, því þar sem hún hafði hraðað störf um, er nú hægt að afgreiða fjár- lög fyrir áramót í þriðja sinn í röð, og hefur það ekki komið fyrir síðan í stríðslok. Kvaðst ráð- herrann vona, að sú regla héldist framvegis. Selfoss « Framhald af hls I stjórn. í rafkerfinu fannst hlut ur sem þar átti ekki að vera, aðskotahlutur, sem enginn veit hvemig hefur komið þar, smá- gormur um 1 sentimetri á lengd en hann myndaði jarðsamband með þeim afleiðingum, að stýr ið leitaði ávallt á 25 gráður. Sigurlaugur Þorkelsson hjá Eim- skip, sem Vísir spurði um þetta í morgun, sagði að þó nokkrir að- ilar hefðu verið til kvaddir til þess að leita orsakarinnar, og kannske hafi það verið tilviljun, að gormurinn fannst svo fljótt sem reynd bar vitni, en aðeins sást á bláoddinn á honum. Eimskip hafði samband við Sel- foss í gærkvöldi og í morgun og var allt f bezta lagi. Selfoss Iagði af stað héðan á mánudagskvöldið áleiðis beint til Dyflinnar, en það er þriggja til fjögurra sólarhringa ferð, og mundi sennilega hafa komizt þangað í dag í seinasta lagi, ef þetta hefði ekki komið fyrir, og verður vart kom- inn þangað fyrr en £ fyrsta lagi á Þorláksmessu. Mikill jólapóstur til Bretlands mun hafa farið með skip inu. Óveðrið — Framh. af bls. 16. að hvessa hér. Kl. 17 var kom- ið SA-rok við suðvesturströnd- ina og komst veðurhæðin upp £ 13 stig £ Vestmannaeyjum og fylgdi mikil rigning. Náði hvassviðri brátt um all- an vesturhluta landsins með slyddu eða rigningu. Milli ís- lands og Grænlands var djúp lægð, sem nú er tekin að grynn ast og þokast hún hægt norð- austur eftir. í nótt sneri til vest anáttar hér suðvestan lands og enn kl. 8 £ morgun var allmikil rigning á Norðausturlandi. Bú- izt er við útsynningsátt með snjó- eða hagléljum, er líður á kvöldið, en skárra á milli. Vest- læg átt verður að likindum einn ig á morgun, en úr þvi fer væntanlega að lægja. Skouf félaga sinn Austur-þýzkur varðmaður, sem skaut félaga sinn, til að geta flúið til V.-Þýzkalands, hefir verið dæmdur í fangelsi þar. Austur-Þjóðverjinn, sem er 18 ára gamall, var á eftirlitsferð á- samt öðrum varðmanni, þegar hann skaut þenna félaga sinn i bakið og flýði s£ðan vestur gegnum gaddavirsgirðinguna á mörkunum. Hann hlaut 9 ára fangelsi fyrir morðið, er mál hans kom fyrir vestur-þýzkan dóm, sem neitaði að fallast á, að pilturinn skyldi fram- seldur austur-þýzkum kommúnist- um. Áður en gengið var til dag- skrár í Sameinuðu Alþingi í gær, minntist forseti, Friðjón Skarphéðinsson, Sigurður E. Hlíðar fyrrverandi yfirdýra- Iæknis og alþingismanns, sem Rússinn — Framhald at bls. 16 selja til íslands munu eins og áður verða fyrst og fremst ben- zín og ol£ur, timbur og auk þess járn og stálvörur, jarðstrengur, kornvörur, kol og koks, vélar og tæki. Undirritun þessa þriggja ára viðskiptasamnings fór frammeð bókun, þ. e. protocol, £ gær. Af íslands hálfu undirritaði hana Emil Jónsson ráðherra, en af hálfu Ráðstjórnarríkjanna D. F. Fokin, forstjóri áætlunarráðs ut anríkisráðuneytisins £ Moskvu, en hann var formaður rúss- nesku sendinefndarinnar. í fslenzku samninganefndinni voru dr. Oddur Guðjónsson for maður, Agnar Kl. Jónsson, Davið Ólafsson, Björn Tryggva- son, Pétur Pétursson og Hall- dór Jakobsson. andaðist í Landakotsspítala i fyrradag. Forsetinn vakti fyrst náms- feril Sigurðar og embættisferil £ dýralæknisstarfinu. Mælti hann síðan á þessa leið: Hann var áhugamaður um mann fræði og ættfræði, og eftir að hann lét af embætti, gaf hann út mikið rit um Árnesingaættir. Sigurður E. Hlíðar gegndi um langt skeið annasömu emb- ætti af árvekni og áhuga, en sinnti jafnframt þv£ fjölda- mörgum öðrum störfum af alúð og ósérhlífni, svo sem ráða má af þvi, sem hér hefur verið rakið um æviferil hans. Hann vann á löngum embættisferli giftudrjúg störf fyrir bænda- stétt landsins. Hann var ljúf- menni og gott til hans að leita með ýmis vandamál, vinsæll og vel látinn af öllum, sem við hann áttu að skipta, stefnufast- ur £ skoðunum, en samvinnu- þýður f félagsmálum. Ég vil biðja háttvirta al- þingismenn að minnast Sigurð- ar E. Hliðar með þv£ að rísa úr sætum. HÁALEITISBÚAR FAGNA NÝRRI S.V.R.-LEIÐ Á morgun, föstudag hefja Strætisvagnar Reykjavfkur akst ur á nýrri leið sem ætluð verður einkum fyrir fbúana f hinu nýja Háaleitishverfi, en mun einnig koma að góðu gagni £ þvi stóra viðskipta og iðnaðarhverfi sem risið hefur upp innst við Lauga- veg og við Suðurlandsbraut. Nýja leiðin kallast Safamýri, en það er samnefnt einni aðal- götunni í Háaleitishverfinu. — Númer strætisvagnaleiðarinnar er 25 og er brottfararstaður af Kalkofnsvegi á heilum og hálf- um tima. Ekið er á tfmabilinu frá kl. 7,00 til kl. 24,00 og er ekið um Hverfisgötu, Laugaveg, Suður- landsbraut, Hallarmúla, Safa- mýri, Háaleitisbraut, Hallar- múla, Suðurlandsbraut, Lauga- veg, Bankastræti á Kalkofnsveg. Þar sem hér er um hraðferð að ræða eru viðkomustaðir fáir: Á Hverfisgötu við Frakka- stfg og Rauðarárstfg. Á Lauga- vegi ,við Tungu og Kringlumýra- braut, þá er stanzað á Hallar- múla og við Safamýri eru þrir viðkomustaðir og þrír við Háa- Ieitisbraut. Á leið £ bæinn er svo stanzað á Hallarmúla við Kringlumýrarbraut, við Nóatún, Rauðarárstfg, Frakkastfg og Bergstaðarstræti. \ íbúarnir í Háaleitishverfi munu vissulega fagna þessari nýju strætisvagnaleið, þv£ að þann tima sem hverfið hefur verið í byggingu hefur verið erf- itt um allar samgöngur og það valdið fólki talsverðum erfið- leikum. iólatrén — Framh af 1 síðu. seinustu daga, en það er áreiðan- lega að eins veðurs vegna. 1 túsölum Landgræðslusjóðs hafa einnig verið á boðstólum ís- lenzk jólatré, svo og viðar, og þyk- ir mörgum nýstárlegt og gaman að fá slík tré til jólanna. t | Maðurinn minn og faðir okkar Björn Sveinsson Tjarnargötu 10C, sem andað- ist 14 þ. m., verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 21. des. kl. 1,30 e. h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. | Ólafia Bjarnadóttir jl Guðmundur Kr. Björnsson. | Bjarni Björnsson É Sveinn Björnsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.