Vísir - 20.12.1962, Blaðsíða 8
8
V1SIR . Fimmtudagur 20. desember 1962.
VISIR
Jtgefandi: Blaðaútgáfan VISIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Frétxastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingðlfsstræti 3.
Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði.
I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Bankahók framtíðarinnar
Þessa dagana munu fulltrúar 7.000 f jölskyldna hér
í Reykjavík Zeggja leið sína í stórbyggingu við Lauga-
veginn og hverfa þaðan með nokkrar þúsundir króna
í vasanum, sem eflalaust koma sér vel í jólainnkaup-
unum.
Þetta eru fulltrúar þeirra 7.000 fjölskyldna sem
fá greitt framlag með börnum úr ríkissjóði. Og hér er
raunverulega ekki um neinar smáupphæðir að ræða.
Nú er greitt þegar með fyrsta barni en núverandi ríkis-
stjórn tók upp þann hátt. Og með hverju barni eru
greiddar 3028 krónur á ári. AIls greiðir Tryggingar-
stofnunin í þessar fjölskyldubætur, eins og þær
eru líka nefndar, 16.4 milljónir króna í ár í Reykja-
vík einni. Svipuð mun upphæðin vera að auki úti á
landi.
Fjölskyldubætumar voru stórauknar, er viðreisn-
in hófst. Þannig var reynt að létta almenningi þær ó-
hjákvæmlegu verðhækkanir sem urðu vegna gengis-
breytinganna. Bæturnar eru einnig réttlátar, því það
kostar mikla peninga að ala upp barnahóp og kosta
hann til mennta. •
Þannig gerir ríkið sitt til þess að jafna byrðarnar,
veita öllum þegnum þjóðfélagsins sæmileg kjör og
koma í veg fyrir að nokkur líði neyð. Það er hlutverk
ríkisins og flestir borgarar þessa lands munu vera
sammála um að því fé, sem til þess er varið sé vel
varið.
Land tækifæranna
Eins og hér á undan segir er sjálfsagt að ríkið
tryggi það að enginn þegn búi við sult og seyru. Slíkur
þáttur ríkisafskipta er sjálfsagðúr. En hinn þáttur af-
skipta rikisins er óhæfur, sem dregur þor úr mönnum,
em í framkvæmdir vilja leggja og kemur í veg fyrir
að menn fái að njóta hugkvæmni sinnar og dugnaðar
til þess að afla sér fjár.
fsland er !and tækifæranna. í engu landi Evrópu
er fleira ógert en hér. í engu landi em jafnmargir tind-
ar ókannaðir. En í engu landi Evrópu hefir ríkið reyrt
framtak borgaranna svo í fjötra sem hér.
Víst mun ungum mönnum óvíða reynast jafn
erfitt að stofna til fyrirtækis eða atvinnurekstrar og
hér á landi. Hefir þar komið margt til. Fjármagns-
skorturinn er helzta orsökin. Bankamir hafa verið rún-
ir inn að skyrtunni og atkvæðalitlir, sérlega ef um nýj-
ar greinar hefir verið að ræða. Ranglát skattalöggjöf
er önnur orsökin. Höft og opinberar hömlur, sem leyfi
og verðlagseftirlit, hin þriðja.
Síðustu tvö árin hefir hér nokkuð rofað til. En
heilbrigt einstaklingsframtak verður að hefja í nýtt
veldi. Við verðum aftur að gera ísland að landi hinna
raunhæfu tækifæra.
BÆKUR 0G H0FUNDA
15
úr
V*
LÍFIÐ VAR STRIT
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson:
Fimm konur. 205 bls. Verð
kr. 236,90. Prentun og útgáfa:
Setberg.
Það eru nú liðin svo 15 — 20
ár, að um hver jól hefur Vil-
hjálmur S. Vilhjálmsson blaða-
maður (Hannes á horninu) sent
frá sér einhverja jólabók. í
fyrstu gaf hann út nokkrar
skáldsögur, en hætti því eftir
nokkur ár og sneri sér þess í
stað að því að skrá endurminn-
ingar og samtöl við fjölda fólks.
í þessum endurminningabók-
um hefur Vilhjálmur eignazt
stóran Iesendahóp, svo bækurn-
ar seljast vel fyrir jólin. Þetta
virðist Iáta honum vel og er t.
d. sérstaklega eftirtakanlegt,
hve mikla útsjónarsemi hann
hefur til að krækja sér í fólk,
sém talandi er við, fólk sem
hefur upplifað margt og á sagna
gáfu. Virðist hann stundum jafn
vel skipuleggja þessar jólabæk-
ur sfnar langt fram í tfmann.
Vilhjálmur hefur þannig birt
æviminningar fleiri tuga fóiks.
Þær eru að sjálfsögðu margvís-
legar og misjafnar. Eitt virðist
sameiginlegt með beim flestum,
að þetta eru yfirleitt ekki sam-
töl' við frægt fólk eða framá-
menn, heldur við alþýðu Iands-
ins og þá einkum þá alþýðu,
sem nú er komin á efri ár en
bjó við hin kröppustu kjör í rís
andi kaupstöðum og kauptúnum
á fyrstu ártugum þessarar ald-
ar, en iifði þó hina undursam-
legu viðreisn og kjarabætur,
sem fylgdu stríðsgróðanum. Það
er auðvitað mikilvægt að þessar
minningar varðveitast, þó þær
þyki kannski stundum harka-
legar og nútíma fólk eigi erfitt
með að trúa frásögnunum af
örbirgðinni, húsnæðisleysinu,
eymdinni og vinnuhörkunni sem
einkenndi þessa tíma.
Jólabók Vilhjálms að þessu
sinni kallast „Fimm konur“, og
hefur hún að flytja æviminning-
ar fimm röskleika kvenna, en
þær eru þessar: Elísabet Jóns-
dóttir, móðir þeirra Jóns Axals
Péturssonar og systkina, Sigur-
laug M. Jónasdóttir, kona Jónas
ar Þorbergssonar fyrrv. útvarps
stjóra, Margrét Halldórsdóttir,
sem átti heima á Þjórsárgötu 5
í húsi því, sem brezk sprengju
flugvél steyptist á, sem sögur
fara af, Ingibjörg Gissurardóttir,
kona Símonar Símonarsonar
bílstjóra og Helga M. Níeisdótt-
ir Ijósmóðir.
Allar hafa þesar konur frá
mörgu og miklu að segja. Eins
og oft vill verða, eru bernsku-
árin eftirminnilegust og fjallar
mikill hluti allra endurminning-
anna um þau. Hver hefur frá
sínu umhverfi og héraðsháttum
að segja: Elísabet frá heimilinu
á Eyvindarmúla í Fljótshl., Sig-
uriaug frá Sauðárkróki, Margrét
frá uppeldi og hrakningi á Fljóts
dalshéraði, Ingibjörg frá Gljúf-
urholti í Ölfusi og Helga frá
Helga M. Níelsdóttir.
Æsustöðum og Grund í Eyja
firði. Allar eiga þessar konui
sínar sælustundir í æsku, en
líka sln vandamál og þrautir,
sem hafa haft mikil sálræn áhrif
á þær. Nú þegar tíminn hefur
’ %
Sigurlaug M. Jónasdóttir.
jafnað yfir og grætt sárin, segja
þær frá þessum vandamálum af
hinni mestu hreinskilni og færir
þær lesandanum og vekur sam-
úð hans.
Þannig er ein þeirra upphaf-
lega framhjátökubarn, önnur
verður fyrir þeirri ægiiegu
reynslu sem unglingsstúlka, að
skera verður annan fótinn af
henni, o. s. frv. Síðan hefjast
fullorðinsárin og hinar ungu
konur hefja lífsbaráttu sína
hver á sinn hátt. Allar þurfa
þær að vinna brotnu baki.
Máske er síðasti kaflinn, ævi-
minningar Helgu Níelsdóttur,
fjörugastar og lifrænastar, má-
ske fyrir það að Helga hefur
víðar farið og fleira upplifað en
hinar. Hún var úr sæmilega
efnaðri fjölskyldu komin, en
þegar hún flutti ung til Reykja-
víkur, þurfti hún þó að vinna
fyrir sér baki brotnu við upp-
skipunarvinnu og fiskþvott inni
í Kveldúlfi. Og hún hefur alla
ævi verið mikil kjarnakona. í
gamla daga ók hún í mótor-
hjóii um götur Reykjavíkur og
var ein fyrsta konan, sem tók
bílpróf, og margt fleira.
Frásagnir þessara fimm
kvenna eru innilegar, hispurs-
lausar og skemmtilegar. Vil-
hjálmur er kunnáttumaður á
þessu sviði og frágangur bókar-
innar er vandaður.
Þorsteinn Thorarensen.
AUDVELD BÓKAÚTGÁFA
S:í#;
Því gleymi ég aldrei. Frásagn-
ir af minnisstæðum atburð-
um. Gísii Jónsson bjó til
prentunar. 204 bls. Verð kr.
226,60. Prentverk Odds
Björnssonar. Útg. Kvöldvöku-
útgáfan.
Því gleymi ég aldrei nefnist
samsafn nokkurra frásöguþátta,
sem Kvöldvökuútgáfan hefur
gefið út í bókarformi. Það er
samnefnt við ritgerðaflokk þann
eða verðlaunasamkeppni, sem
Ríkisútvarpið efndi til í fyrra
og varð vinsæll og til þess fall-
inn að auka fjölbreytni dag-
skrárinnar. Enda birtast nú í
þessari bók nokkrar af þeim rit-
gerðum.
Svona samsöfn eru talsvert al
geng í bókaútgáfu hér á landi
og er hagað með ýmsum hætti.
Fyrir nokkrum árum urðu sjó-
ferðasögur undir heitinu Brim
og boðar all vinsælar. Síðan
fylgdu t. d. ritgerðasöfnin Móðir
mín og Faðir minn og enn síðar
ritgerðasöfn Ragnars í Smára,
„ísland í myndum". Samtals-
bækur ýmsar eru og þessu
skyldar.
Ástæðan fyrir því hve algeng
þessi bókmenntategund er, mun
e. t. v. liggja í því, hve útgáfa
þeirra er auðveld. Oft er hún
fólgin í Iitlu öðru en því að
safna saman greinum úr blöð-
um og tímaritum eða útvarps-
erindum og úr þessu fæðist fyr-
irhafnarlaust skemmtileg, for-
vitnileg bók, oft tiltölulega ó-
dýr, svo að hún verður girni-
leg bæði til að eiga og gefa.
Einmitt þannig er bókin „Því
gleymi ég aldrei" til komin og
þótt hlutverk útgáfufyrirtækja
ætti að vera að stuðla meir að
nýsköpun, þá má þó ekki van-
meta þessa safnritaútgáfu. Og
vinsælar eru þær vissulega með
al almennings.
Það safn, sem hér er fjallað
Framh. á 10. síðu.
eftir Þorstein Ó. Thorarensen
'1 .uVu