Vísir - 22.12.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 22.12.1962, Blaðsíða 8
g V í S I R . Laugardagur 22. desember 1962. Á Vatnajökli Síldarmjðl lækkar, iýsi hækkar Verð á lýsi hefur verið mjög lágt alit þetta ár, en þokast nú lítið eitt upp á við, þó ekki svo mikið að um verulega vcrðhækkun sé að ræða enn sem komið er. Verð á síldarmjöli lækkaði fyrir nokkrum dögum. Lýsi hefur eins og áður segir verið í lágu verði allt árið. Fór verðið niður í rúmlega 29 sterlings pund tonnið einhvern tíma í októ- ber, en seldist nýlega fyrir ca £35—10-0, og virðist stíga áfram í verði. * Verðlag á síídarmjöli hefur verið upp og niður allt árið og lækkaði nýlega úr £0-15 í £015-3. £ MUNIÐ jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Seljum i dag og næstu daga: Singer Vogue ‘62 ekinn 7 þús km Volksagen rúgbrauð ‘60. — Dodge Pick-up ‘54. Plymouth ‘47 á góðu verði Úrvalsgóður Dodge Weapon ‘53 með 15 manna húsi. Austin Gipsy ‘62. Öskum eftif Comet ‘62, Faikon ‘62, Mercedés Benz ‘62, S-modelið 1 skiptum fyr ir Volkswagen ‘62. Bííreiðasalan Borgartúni 1 áímar 18085 og 19615. — Heuna imi 20048. Frh. af 7. síðu: snælduvitlaus sortabylur og veð- urhæðin gífurleg. Frostharka var að sama skapi. Aldrei krotað á Vatnajökli. — Hvað tókuð þið til bragðs? —f Það var ekki um neitt ann- að að ræða en nema staðar og slá upp tjöldum. — Var það hægt í þvílíku veðri? — Sem betur fór hafði veður- ofsinn ekki náð hámarki þegar við tjölduðum, samt gekk það nógu erfiðlega að koma þeim nið- ur og missa þau ekki út úr hönd- unum á sér. En enda þótt tjöldin væru bæði traust og örugg höfð- um við miklar áhyggjur af því að þau myndu leggjast saman undan snjóþunganum, sem á þau lagðist. Fannfergið var blátt á- fram ofsalegt. — Hvernig leið fólkinu? - Enginn kvartaði. Ég hef aldrei heyrt nokkurn mann kvarta um nokkurn skapaðan hlut uppi á Vatnajökli. Þar uppi er fólk hafið yfir alit .nöldur og kvein. Mér sýndist reyndar sumir gretta sig svolítið þegar þeir lögðu út í hríðina og veðurofsann tii að ganga örna sinna. En það sagði enginn neitt — bara bitu á jaxlinn. Kannski bölvað í hljóði — ég veit það ekki. f<Tei, Vatna- jökull er góður skóli fyrir fólk, og þar kemst enginn upp með neitt „múður“. — Hvað gerir fólkið sér til dundurs undir þessum eða viðlíka kringumstæðum? — Það er víst ekki mikið hægt á meðan munnvikin eru ekki frosin saman er þó alltaf hægt að rabba saman og gera að gamni sínu. Við vorum líka svo heppin í þessari ferð að hafa dr. Sigurð Þórarinsson með. Hann gekk milli tjaldanna meðan Hríð- in stóð yfir, sagði gamansögur eða las stökur og kvæði sem hann hafði ort á leiðinni milli tjaldanna. Þá komust allir í gott skap. Óður jökulskáldsins. — Kánntu nokkuð af þessum andlegheitum jökuiskáldsins, sem hann hefur framleitt í bundnu máli? Hérna er vísa úr einu Vatna- jökulsljóði. Ég held að hann hafi ort hana úti i hríðinni miklu á meðan hann var að fikra sig úr einu tjaldinu í annað. Hún er svona: \ Svo er hér annað ljóð eftir dr. Sigurð. Það heitir: „Úr Gríms- vatnagrallaranum” og segir frá lífi Vatnajökulsfara við Gríms- vötn. Það má segja að það skýri allvel frá daglegu lífi jökulfara og þess vegna bezt að lofa þér að birta það í heild: Það er svona: — Aldrei komizt í tæri við jökulsprungur? — Jú, á vissan hátt, en aldrei lent ofan i þeim. Ég hef stundum séð ískyggileg göt brotna undan bílnum, á bak við hann en þá hef ég verið kominn yfir hætt- una. Annars er mér minnisstæðust jökulsprunga sem varð .á vegi okkar á Skeiðarárjökli einu sinni. Þá vorum við á leiðinni frá ör- æfajökli til Grímsvatna. Það var bjart til lofts og góð fjallasýn, en lágur skafbylur við jörð, sem náði þó ekki nema á að gizka einn metra yfir snjólínuna. En það var nóg til þess að sjá illa ' framfyrir sig og skyggnið mátti kallast í vafasamasta lagi. Færi var annars gott og við fórum greitt. ' Allt í einu sýndist mér ein- liver dökkvi framundan bilnum. Ég snarstanzaði til að huga betur að hvað þetta væri. Jú, það var eitthvert kolsvart gap fáa metra fyrir framan okkur. Við bundum einn félaga okkar í taug og lét- um hann athuga gapið. Hann sagðist engan botn hafa séð, heldur þverhníptan jökulvegginn lóðréttan niður svo langt sem augað eygði, en síðan hyldýpi Samvinnusparísjóðurina Tekur á móti fé af viðskiptamönnum sínum til innleggs eða geymslu í kvöld frá kl. 0,30—2 eftir miðnætti, auk venju- legs afgreiðslutíma. S AM VINNU SP ARIS J ÓÐURINN, Hafnarstræti 23. Sími 20700. „Það er staðreynd, sem alls ekki fer milli mála, að mikið er fjörið í Grímsvatnaskála þegar jöklafólk samsafnast þar. Þar er hlegið og flissað og hvíslað í eyra og Hudibras lesinn og Mykle og fleira, sem áður fyrr ómóralskt var. Þegar gott er í veðri og gengið á skíðum og þótt gangi ’ann á stundum með vitlausum hríðum er gleðinni ei varpað á glæ. Þá rísa menn varla úr rekkjum um daga1 en reyna þó flestir að kýla sinn maga því að kokkað er æ oní æ. Og ef einhver er haldinn af ólyst og syfju þá er óbrigðult meðal að setja ’ann f gryfju, eigi haldbetri heilsukúr finnst. Það kraftana stælir og kemur út sveita kögglunum stórum á barm upp að þeyta þegar gryfjan er sjö metra minnst. „Mörg reynist fararstjórans mæða ströng, mest þó er hríðarveðrin gerast löng. Hlaupandi með koppa út í hörkugaddi og byl honum finnst ei sérstaklega gaman að vera til. Stúlkur, elsku stúlkur, drekkið ekki neitt í dag“. að gera, það segir sig sjálft. En VILHJÁLMUR STEFÁNSSON: Hetjuleiðir og landaíundir Ein glæsilegasta jólagjöfin á bóka- markaðinum. En á öllum tímum verð- mæt eign, þeim sem um höfin sigla eða kynnast vilja í lifandi frásögn, sögu landaleitar frá fortíð til nútíðar. Vilhjálmur Stefánsson var allt í senn: landkönnuður, rithöf- undur og vísindamaður — og afburðamaður á öllum þrem sviðum, sagði L. P. Kirwan, framkvæmdastjóri Konunglega brezka landfræðifélagsins. Tilvalin gjöf jómanna og sæfarenda. ■ Bókaútgáfon H I L D U R S í MI : 3 2 8 8 0 Eigi getur margt fegurra en Grímsvötn að kveldi þegar glóð er á hnúkum af sólarlags eldi og á hjarnið slær bleikrauðum blæ. Þá er rómó að ver’ út’ á rölti með píu og reynt er að slíkt getúr framkallað hlýju sem eí bar neitt á heima í bæ. Og svo halda menn brúnir og hressir til baka flestir hangandi aftan í Gusa og Kraka, þá er gaman ef færðin er góð. Menn komast á autt eftir keyrsl’ allan daginn og koma ^ð morgni þess næsta í bæinn með margfaldan minningasjóð. Þegar sól fer að hækka með hallandi vetri verður hugurinn léttari og skapsmunir betri \ og mönnum vex þróttur og þor. Og jöklanna fólk gleymir amstri og ama og allt fer það bráðlega að hugsa það sama: Ég skal komast í Grímsvötn í vor“. Geigvænlegur hattur. — Er það tilfellið að fólk langar aftur og aftur upp á Vatnajökul? — Það þori ég að fullyrða. Margir, sem geta komið því við fara þangað ár eftir ár, og því finnst það ekki hafa verið í neinu sumarleyfi nema það hafi komizt upp á jökulinn. Þetta gildir jafnt um konur sem karla, enda sé ég ekki að það sé síður duglegt en þeir, jafnvel þótt hörkuveður séu. — Hefurðu nokkru sinni komizt í lífsháska í Vatnajökuls- ferðum þínum, Guðmundur? — Ekki svo ég viti. Mér hefur verið sagt að flestir deyi í rúm- inu og það er eini staðurinn sem ég er lífhræddur að ráði. og 'myrkur. Botnlaust gímald. Þarna mátti engu muna og þeim mun síður sem skafið hafði skar- ir fram yfir sprungubrúnina. En þetta sýnir eitt meðal annars að það eru til hættur á jöklinum, ef ekki er varlega farið. — og þær miklar og geigvænlegar. — Segðu mér að síðustu, Guðmundur, hefur ekki stundum komið fyrir að fólk veikist í þess- um jöklaferðum? — Það er lítið um það. Há- fjallaloftið er heilnæmt og rekur þurt lasleika. Ég hef aídrei þurft að flytja sjúkan mann niður af jöklinum. Hins vegar hafa sum- ir látið taka úr botnlangann i öryggisskyni áður en þeir hafa lagt upp í Vatnajökulsferð, og það vildi ég ráðleggja sem flest- um að gera.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.