Vísir - 27.12.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 27.12.1962, Blaðsíða 3
VlSIR . Fimmtudagur 27. desember 1962. 3 Síldin — Framh af 1. sfðu. 900, Heimaskagi 120, Skipaskagi 900, Sigrún 150, Sigurvon 1000, Sæfari 900, Sveinn Guðmundsson 900, Reynir 1000, Höfrungur 1000, Ver 800. Til Reykjavíkur höfðu tilkynnt komu sína nokkru fyrir kl. 10 ár- degis 19 skip með 24 þús. tn.: Ás- geir 700, Víðir SU 950, Pétur Sig- urðsson 1600, Svanur 1000, Sigur fari 500, Hafrún 2400, Hafþór 1100, Guðm. Þórðarson 1400, Helga 2200, Sigurður Bjarnason 1500, Ólafur Magnússon EA 1700, Björn Jónsson 1200, Akraborg 900 Hallveig Fróðadóttir 100, rifin nót, Þorlákur 1200, Helgi Flóventsson 1600 og Súlan 700. Frá Hafnarfirði frétti blaðið, að 13 bátar væru ýmist komnir eða á leiðinni og hefðu þeir fengið þetta frá 1000 og upp £ 1900 tn. Síldin er talin allgóð, sagði fréttaritari blaðsins, og kvað hann nokkra erf iðleika að nýta aflann, og væri í undirbúningi að senda togarann Júní með ísvarða síld til Þýzka- lands. Frá Keflavík frétti Vísir, að bát- arnir hefðu verið að koma inn í morgun drekkhlaðnir hver af öðr- um með þetta frá 1200 tunnum upþ í 1800 ef ekki meira. „Höfðu Flugeldar — Flugeldar I ár höfum við fjölbreyttara úrval en áður af T I V O L I Skrautflugeldum og Skipuflugeldum a u k þ e s s Marglit blys (12 teg.) — Sólir (4 teg.) Gloria 5 lita blys — Bengal blys — Jóker blys — Eldfjöll (16 teg.) Rómversk blys (3 teg. — Stjömuregn — Stjömuljðs — Margs konar inniflugeldar — Jack Pots-snjákar o. m. fl. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á fjölbreyttasta úrval af skrautflugeldum og skipaflugeldum í öllum stærðum og nú eins og í fyrra eru til sölu hinir raun- verulegu TIVOLI flugeldar. Við munum leigja hólka með þessum flugeldum. Tilvalið tækifæri fyrir félags-, fjölskyldu- og vinahópa að halda sameiginlega flugelda- sýningu á gamlárskvöld. — Gerið innkaup meðan úrvalið er mest. FLUGELDASALAN estutt'óst hf Garðastræti 2. — Sími 16770. FLUGELDASALAN Raftækjaverzlunin hf. Tryggvagötu 23. — Sími 18279. svo til allir eins mikinn afla og þeir gátu borið“, sagði fréttaritari blaðsins. Til Sandgerðis komu: Jón Gunn iaugs með 700 tn., Sæunn 900, Muninn 900 og Freyja 450. Misstu húsnæði— Framh. af bls. 1. Á neðri hæðinni bjuggu hjón- in Guðni Ingibjartsson og Guð- rún Veturliðadóttir með fimm börn. Þau vissu ekkert hvað hafði gerzt uppi á loftinu fyrr en fólkið þaðan kom hlaupandi til þeirra og tilkynnti hvað gerzt hefði. Slökkviliðið kom á staðinn og tókst að slökkva eld- inn á efri hæðinni með háþrýsti- dælu. Engar skemmdir urðu af eldi á neðri hæðinni en miklar af vatni, sem flæddi jafnskjótt þangað niður. Urðu báðar fjöl- skyldurnar að flytja úr húsinu og koma sér niður hjá vinum og vandamönnum. — Búslóð þeirra er að miklu leyti skemmd og var ekki tryggð. Húsið er eign bæjarsjóðs Isafjarðar. Á aðfangadag munaði litlu að eldur kviknaði út frá jólatré á heimili Ragnars H. Ragnars tón- listarkennara. Kviknaði skyndi- lega £ jólatrénu á heimilinu, þeg- ar jólasería var sett f samband. Það var aðeins fyrir sérstakt snarræði heimilisfólksins, sem tókst að koma f veg fyrir að eldurinn breiddist út. Jólaveðrið — Framhald af Ws. 1. í byggðum viðast hvar og hvergi snjór til tálmunar samgöngum nema á fjallvegum. í Reykjavfk og nágrenni var eins gott um- ferðar og framast mátti verða, þurrar og þokkalegar götur og engin hálka. Á aðfangadag var búizt við að komin yrði sunnan- átt á annan f jólum, en hennar tók fyrst að gæta f morgun. Þá mældust skúrir á Reykjanes- vita og kominn var tveggja til þriggja stiga hiti suðvestanlands og vestan. Jólaveðrið mun hafa verið til- tölulega ánægjulegast hér norð- ur á Islandi að þessu sinni. í Vestur-Evrópu var víðast hvar 5 — 8 stiga frost og snjókoma. Um hádegi á jóladag var t. d. 6 stiga frost f París og éija- gangur og mældist frost alla leið suður að Miðfjarðarhafi. í Berlín var 7 stiga frost og f Osló voru 9 stig og snjókoma. Einnig var dálítið frost f Stokk- hólmi en bjart veður. Frost var í Englandi en ekki í Skotlandi og á Irlandi. í Washington, höf uðborg Bandaríkjanna, var 4 stiga frost og snjókoma og vfða voru frost og snjóar vestanhafs. Brann inni — Framhald af bls. 8. að eldinum og skipið sigldi með mesta hraða inn á Dýrafjörð. Slökkvilið Þingeyrar ók bruna- bíl fram á bryggjuna þegar tog arinn kom þar að og byrjað var að dæla sjó á eldinn. Þegar káetudyrnar voru opnaðar, gaus upp kolsvartur mökkur og gátu slökkviliðsmenn á Dýrafirði ekki farið niður með þær ein- földu brunagrímur, sem þeir höfðu, en betri grímur voru til á togaranum. Fljótlega tókst að slökkva glóðina og fannst þá hásetinn, sem látinn var, í koju sinni. Hann hafði kafnað þar áður en hann vaknaði. Skip þetta var alveg nýkomið á miðin þegar eldurinn kom upp og hafði engan afla. Það hafði skamma viðdvöl á Þing- eyri. Lagði það að stað heim- leiðis aflalaust um miðjan jóla- dag og flutti með sér lfk hins látna. Ökuferdin — Framhald af bls. 8. staurinn brotnaði og bíllinn stór- skemmdist. Varð þá ekki lengra komizt. Þar sem piltunum þótti óvænlega horfa, tóku þeir f fyrstu það til bragðs að flýja af staðnum, en sáu þó fljótlega fram á hvé þýðingar- laus sú ákvörðun var, sneru þá til baka og gáfu sig fram við lög- regluna. Hafði ökumaðurinn meitt sig á hendi við áreksturinn og var hönd- in mikið bólgin. Einn farþeganna hafði skrámazt á höfði, en hinir tveir sluppu ómeiddir að þeir töldu. 1 gærkveldi orsakaði annar drukkinn ökuþór skemmdum á bif- reiðum, er hann lenti í árekstri á Njarðargötu. Annars verður ekki sagt að mikið hafi orðið um á- rekstra f Reykjavík um jólin. Landsmálafélagsins Varðar verða að Hótel Borg fimmtudaginn 3. janúar og föstudaginn 4. janúar kl. 15.00 til kl. 19.00. Verð aðgöngumiða kr. 60.00. Aðgöngumiðar afhentir á skrifstofu Sjálfstæðis flokksins í Sjálfstæðishúsinu á venjulegum skrif stofutíma. Landsmálafélagið VÖRÐUR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.