Vísir - 27.12.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 27.12.1962, Blaðsíða 5
V í S IR . Fimmtudagur 27. desember 1962. Þjódleikhúsið: GAUTUR eftir Henrik Ibsen. Leikstjóri Gerda Ring jjjjóðleikhúsið hefur ráðizt í verð ugt og erfitt verk með því að frumsýna Pétur Gaut íbsens nú um j'ólin. Þetta er eitthvert erfið- asta leikrit til sýningar sem um getur á Norðurlöndum og þótt víðar verði leitað. Pétur Gautur er allt í senn raunsætt, róman- tískt og sýmbolískt verk sem að; lokum jaðrar við absurdisma nú-1 tímans. Sannast á þessu verki ásamt sumum leikritum Strind- bergs hversu lítið hefur í raun- inni gerzt í leiklistinni eftir þeirra dag. Pétur Gautur er ónytjungur sem lifir meira í draumheimi en í Hversdagsleikanum enda er draumsýnin honum til muna geð- felldari en sú sem hann hefur • fyrir augum í veruleikanum. Þess vegna er óþarft að undirstrika að atvikin í Dofrans höll og viður- eignin við Beig sé draumur Gauts. í veröld hans er nefnilega engin skýr markalína milli veruleika og hugarheims. Kémur það skýrt fram í leikslok þegar hann mætir Dofranum í vöku." J höll Dofrans lærir hann tvennt: hugarsyndir hans líkamnast á hinn skelfilegasta hátt að sögn. Dofrans og hér nemur hann einn- ig þá speki sem verður honum leiðarljós til æviloka: Þursi, ver sjálfum þér nægur. Þannig verður Pétur Gautur bergþurs alla sína ævi þótt hann komist út úr berg- inu x mannheim á nýjan leik. Og þegar hugarsyndin birtist hpnum á fjallinu brestur hann kjark, hartn beygir hjá. — Hann þor- ir ekki að brjótast beina leið til ástar sinnar heldur hörf- ar burt. Þannig er Pétur Gautur ekki maður til að standa undir erfiðleikum lífsins. Eftir dauða móður sinnar hverfur hann burt til fjarlægra landa. Hér raknar leikritið allt sundur í höndum höfundarins. Hin fasta og á- kveðna samfella sem áður var á verkinu er nú úr sögunni, við taka leifturmyndir frá fjar- lægum stöðum sem allar undir- strika hina tvo megitibresti í sálarlífi Péturs Gauts: hann beyg ir sífellt hjá og hann er sjálfum sér nægur. ^ð lokúm snýr Pétur Gautur heim og þá nær leikritið aft ur heiidarsvip, höfundur hefur á ný alia þræði í hendi sér og nú tekur sýmbólíkin við. Pétur Gautur mætir nú veröld sinni á ný en kemst að raun um að hann er orðinn þjóðsaga í hugum fólks- ins og eiginlega óvíst hvort hann hefur yfirleitt nokkurn tíma lifað sem mennskur maður. Þá mætir Pétur Gautur hnappasteyparanum sem krefur hann um sálina og segist hafa skipun um að bræða hana inn i heildina, hann hafi brugðizt sem einstaklingur og skuli því mást burt. Hefst nú örvæntingarfull leit að' vitni sem geti sannað að hann hafi verið sjálfum sér líkur. Verður honum það eitt til bjargar að Sólveig hefur ávallt unnað honum og í ást hennar hefur hann verið sam- ur og jafn. En .verkinu lýkur þó ekki á svo einfaldan hátt enda hefði það verið ólíkt Ibsen og gert Pétri Gaut uppgjörið of auð- velt. Leikritið endar jafnframt á orðum hnappasteyparans: Við síð- ustu gatnamót sjáumst við, Pét- ur, / þá sést hvemig gengur, verr eða betur. JJenrik Ibsen hefur vitanlega færzt alltof mikið í fang með Pétri Gaut. Hann ætlar sér að segja söguna um manninn og guð og það er ekkert smáræðis verkefni. Einkum losnar verkið úr skorðum á-fyrra- helmingi síð- ari hlutans en nær sér ■ svo aft- ur og verður sterkara en nokkru sinni fyrr. Pétur Gautur er heift- arleg ádeila á „hálfmennskuna“, hugleysið og linkuna, flóttann frá sjálfum sér og sjálfselskuna. Þetta er ófögur rnynd af mann- legum breyskleika en þó er óger- legt að komast hjá því að hafa samúð með þessum brotamanni af því allir menn eiga eitthvað sameiginlegt með Pétid Gauti þó ekki sé víst að allir vilji viður- kenna það. T eikstjórimi, Gerda Ring, hefur ^ sett Pétur Gaut á svið í þetta sinn og tekizt það á margan hátt með mikium ágætum. Einkum tekst henni að skapa hraða sem er mjög mikils virði í þessu vei'ki. Ekki veit ég hvort hún hefur val ið í hlutverkin en það val verður að gagnrýna nokkuð. Einkurn verður að fara hörðum orðum um val Margrétar Guðmundsdóttur í hlutverk Sólveigar en þangað á hún ekkert erindi. Hlutverk Sól- veigar er látlaust og vandalítið í Ieik en gerir miklar kröfur til söngs og Margrét Guðmundsdótt- ir getur ekki sungið, Spillti það áhrifum sýningarinnar mjög eink- um leikslokum. Má furðulegt heita að velja Margréti í þetta hlutverk, það er því miður öllum til leiðinda, og Margréti er mikill ógreiði gerður með þessari ráð- stöfun. Gerda Ring leggur all- I mjög upp úr sýmbólismanum í leikritinu, t. d. með því að láta Heggstaðabóndann ganga aftur í Dofranum, dansinum f hlaðvarpan um í bergi Dofrans og með því að láta Sólveigu ekki eldast þótt Pétur Gautdr komi aftur fjörgam- all maður. Frú Ring hefði þó gjarnan mátt gera meira af þessu. Sérstaklega hef ég í huga græn- klæddu konuna sem hefði mátt birtast aftur í gervi Anitru. Þetta er í rauninni sama fyrirbrigðið hvort tveggja en einkðm og sér í lagi verður að hafa í huga að dans Anítru og allt atriðið er hreint fíaskó eins og það er lát- ið vera. Gervi stúlkunnar er af- leitt og dansinn jaðrar við að vera algert klaufaspark. Það er langt leiddur maður sem girnist þvílíkt skrípi sem stúlkan er Iátin vera og enginn er sannfærður um að Pétur Gautur hafi látið blekkjast af henni. Þá hefði einnig mátt láta sama mann leika ókunna far- þegann og' hnappasteyparann. Hnappasteyparinn er frábærlega léikinn af Rúrik Haraldssyni en índriða Waage tekst engan veg- inn að gera ókunna farþegann ógnvekjandi. Þannig hefði mátt nýta sýmbdlisma meira og ná sterkari heildarsvip. Sýningin hef- ur nefnilega ekki nógu fastan stílsvip. En hlutverkin eru flest vandlega unnin hjá frú Ring og fyrri hluti leiksins ógleymanlegur. TTinu geysierfiða hlutverki Pét- urs Gauts er vel borgið í túlkun Gunnars Eyjólfssonar. Hygg ég að hann hafi aldrei eins vel gert og hefur þó mai-gt gott séitAlÍ háns á leiksviðx. Kemur það hér áþreifanlega fram að Gunnar er aðalhlutverksmaður en lætur ekki eins vel að fara með smáhlutverk. Hann túlkar sálar- kreppur Gauts af mikilli innlifun, ekki hvað sízt er átakanlegt að sjá er Gautur hefur loks náð sínu langþráða takmarki að verða keis- ari — er meðal vitfirringa. Hæð- ist Ibsen þar enn að hégóma- girni mannsins á miskunnarlaus- I höll Dofrans: Herdís ÞorvaldsdOítir (grænklædda konan) og Jón Sigurbjömsson (Dofrinn). an hátt. Nokkuð slaknar á leik Gunnars í siðari hlutanum en það er ekki um að sakast vegna þess hve óhemjuerfitt hlutverk- ið er. Á su leikur Amdís Björnsdóttir prýðisvel. Einkum er eftir- minnilegt atriði þegar Ása deyi-. Þar nálgast leikur Arndísar full- komnun. Er atriðið allt einstak- lega vel gert, samleikur beggja góður og tónlist Griegs nýtur sín til fulls. Þá er leikur Jóns Sig- Dauði Ásu: Gunnar Eyjólfsson (Pétur Gautur), Anna Guðmunds- dóttir (húskonan), Amdís Bjömsdóttir (Ása). urbjörnssonar í hlutverki Dofrans áhrifamikill og ógnvekjandi. Hin sérstæða framsögn Jóns eykur mjög á áhrifamátt leiksins. Sama er að segja um leik Herdfsar Þor- valdsdóttur f hlutverki græn- klæddu konunnar og hefði hún betur verið látin leika Anítru einn ig eins og áður er að vikið. Kem- ur Herdís á óvart þvf f fljótu bragði virðist hlutverk græn- klæddu konunnar ekki eiga við hana. Sannar hún hér áþreifan- lega hversu fjölhæf listakona hún er. Af öðrum smærri hlutverkum ber helzt að nefna Lárus Páls- son sem lék Begriffenfeldt fram- úrskarandi vel, Harald Björnsson í hlutverkum Husseins og þess magra. Haraldur hefur skapað margar perlur í smáhlutverkum sínum og ekki bregzt hann í þetta sinn. Loks vildi ég nefna Klem- enz Jónsson í hlutverki kokksins, sem er að vísu mjög lítið en var leyst af hendi á mjög þokkalegan hátt. TTér verður látið staðar numið ^ að sinni. Fjöldi leikenda er xvo mikill að ógerlegt er að geta þeirra allra. Sviðsbúnaður var íokkuð góður en þó hefði ég :osið að leiktjöld hefðu vei'ið enn minni og höfðað meir til ímynd- unarafls áhorfenda. Fjöll og ský \ himni eru hæpin á sviði enda verður árangurinn sá að undir lokin verður sviðið nær autt og beiting Ijósa aukin. Þjóðleikhús- inu er sómi að þessari sýningu, Fyi'ri helmingur leikritsins er hik- laust með því allra bezta sem sézt hefur á íslenzku leiksviði. Hefði verið hætt þar hefði hér ver- ð unnið einstakt heildarafrek. En Þjóðleikhúsið valdi þann kost- inn að beygja ekki hjá eins og Gautur, heldur halda áfram. Það veikir að vísu heildarsvipinn en ekki til skaða. Þetta er fyrsta verkefni Þjóðleikhússins á þess- um vetri sem krefst stórátaka og verður ekki annað sagt en því hafi verið gerð góð skil.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.