Vísir - 27.12.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 27.12.1962, Blaðsíða 4
4 Jtgetandi: Blaðaútgátan VISIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G Schram Aðstoðarritstjóri: AxeJ Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línurj. Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Mesfu jólainnkaupin Nú eru jólin gengin úr garSi og í dag hverfa menn aftur til vinnu sinnar að vanda. Flestum munu jólin hafa verið hyíld og análeg upplyfting, þrátt fyrir ann- ríki á heimilum, einkum þar sem börnin eru mörg. Þótt ekki sé lengra liðið en til þriðja dags jóla, hefur ,ein athyglisverð staðreynd þó komið í ljós yfir þessa hátíð. Á þessum jólum munu Reykvíkingar hafa gefið hverjir öðrum fleiri og meiri gjafir en dæmi eru til á fyrri jólum. Jólaverzlunin hefur aldrei verið eins mikil eins og fyrir þessi jól, sagði formaður Kaupmanna- samtakanna við Vísi á aðfangadag. Og þegar það er sagt, þá er miðað við verðbreytingar krónunnar, svo um raunverulega aukningu er hér að ræða. Hvað sýnir þessi mikla jólasala? Hún sýnir að Reykvíkingar og eflaust aðrir. lands- menn hafa aldrei haft jafn mikla peninga handa á milli sem nú. Það þýðir, að góðæri er í landinu meira r.ú en líklega nokkru sinni fyrr. Ekkert heimili hefur þurft að líða skort yfir jólin vegna þess að fyrirvinnan hafi verið atvinnulaus. Atvinnuleysið þekkist ekki lengur. Og það er næstum því sama hvar borið er niður. Ungir sem gamlir hafa úr óvenju miklu að spila. En þrátt fyrir þeséa miklu peninga í umferð hefur sparifé lands- manna aldrei aukizt svo ört eins og í ár. Ber hér að sama brunni, að almenningur er efnalega óvenju sjálf- stæður. Þetta á sér stað aðeins tveimur árum eftir að and- stæðingar ríkisstjórnarinnar spáðu því að viðreisnin myndi flytja þjóðinni kreppu og atvinnuleysi. Slíkar spár reyndust falsspár. Það er nú öllum orðið ljóst. Þeir fögnuðu ekki jólunum Góður kommúnisti hefur ekki haldið jólin hátíðleg. í hans augum hafa jóladagarnir verið sem hverjir aðrir virkir dagar og jólin einungis tilefni til þecs að fá frí úr vinnunni. Jólin hafa verið þurrkuð út úr almanaki kommúnista. Þeir hrækja á hugsjónina, sem að baki jólanna liggur. Sjálft jólaguðspjallið hljómar sem draugasaga í þeirra eyrum. Samt sem áður munu flestir íslenzkir kommúnistar hafa haldið heilög jól neð fjölskyldum sínum. En með því hafa þeir gerzt enn brotlegri við heiðarlega hugs- un en þeir kommúnistar, sem neita tilvist jólanna. Með jólahaldinu hafa þeir véíengt stefnu flokks síns, en um leið gengið til jólahátíðarinnar með fölsku hugarfari. Þeirra stefna predikar guðleysi og afnám ríkiskirk? unnar. Því eru þeir heiðingjar í jólaguðþjónusíunni. íslenzka þjóðin þarf að gera sér það miklu Ijósar, að þeir menn, sem kommúnistar kallast, eru höfuð- óvinir allra þeirra krístilegu hugsjóna, sem þjóðinni eru kærastar og hún byggir tilveru sína á. V1 S IR . Fimmtudagur 27. desember 1962. waasmvsm Danskir kommúnistar fordæma Mao-Tse-tung Slysavarðstofan i Heilsuverndar- stöðinni er opin allan sólarhring irm. — Næturlæknir kl. 18—8, •sími 15030. Neyðarvaktin, sími 11510. hvern virkan dag, nema la.gardaga kl 13-17 Næturvarzla apóteka 22.-28. des.: Laugavegsapótek (25. des. er opið í Ingólfsapóteki og 26. des. er opið f Laugavegsapóteki). Utvarpið Fimmtudagur 27. desember. Fastir liðir eins og venjulega. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir). 20.00 Ein- söngur í útvarpssal: Olav Eriksen frá Osló syngur tólf lög eftir Grieg Við píanóið: Árni Kristjánsson). 20.35 Höfðingi á upplýsingaröld: Tíu útvarpsmyndir úr ævi Magnús ar Stephensen í Viðey á tveggja alda afmæli hans. Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri tók saman. Aðrir flytjendur: Árni Gunríarsson, Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, Ólafur Egilsson, Guðrún Sveinsdóttir, dr. Páll ísólfsson og Liljukórinn, und- ir stjórn Jóns Ásgeirssonar. 22.10 Á blaðamannafundi: Hplgi Sæ- mundsson formaður mpnntamála- ráðs svarar spurningum. Stjórn- andi: Dr. Gunnar G. Schram. 22.45 Djassþáttur ' (Jón Múli Árnason). 23.45 Dagskrárlok. Sjónvqrpið Fimmtudagur 27. desember. 17.00 Ozzie and Harriet 17.30 Science in action 18.00 Afrts news 18.15 The telenews weekly. 18.30 The Jack Benny show 19,00 Zane Grey Theater 19.30 The Dick Powell show 20.30 Timex all-star comics 21.30 Bat Mastersow 22.00 The Untouchables 23.00 Science fiction theater 23.30 Sports special. Final Edition news Árnað heilla Fimmtugur er í dag Jens Vigfús- son, veggfm., Vesturgötu 18, Rvík. Danska kommúnista- blaðið Land og Folk birti á Þorláksmessu for ustugrein, þar sem það lýsir yfir fullkominni samstöðu við Rússa í hugs j ónabar áttunni milli Moskvu og Peking. Hefur þessi grein vakið talsverða athygli vegna þess, að þetta er í fyrsta skipti, sem blaðið íekur þannig ákveðna afstöðu og fordæmir stríðsæs- Róieg jól á Akureyri V Akureyri í morgun. Jólahátíðin á Akureyri var hin rólegasta og ánægjulegasta í hví- vetna og bæði án slysa og elds- voða. Veðrið var og hið ákjósanleg- a?ta, bjart og fagurt, en talsvert frost, oftast 5-10 stig. Jörð er auð á láglendi og hátt upp til fjalla. æði Vaðlaheiði ogf Öxnadalsheiði eru góðar yfirferð- ar fyrir hvaða bifreiðar sem eru og sama gegnir um flestar aðrar leiðir á Norðurlandi. ingar kínverskra komm- 5 únista. * $ í ritstjórnargreininni sem tal J in er rituð af Ib Nörlund segir * m.a. að ef sósíalisku ríkin tækju almennt upp stefnu Peking-1 stjórnarinnar myndi það leiða ^ til nýrrap heimsstyrjaldar og t glötunar mannkyhsins. J Land og Folk ásakar kín- \ verka kommúnista um að rangj1 færa hver sé hin eiginlega, stefna Rússa og framkoma Kín J verja sé í alla staði ósanngjörn;,! ekki sízt í sambandi við Kúbu-f málið. Kínverjar verði að gæta t þess, að ef Rússar hefðu látið J hart mæta hörðu í Kúbumálinu -j myndi heimsstyrjöld geisa í J heiminum í dag. t ilngur sési®¥css? kesnyr frnsn Ungur eyfirzkur söngvari, Gest- ur Guðmundsson, sem verið hefur undanfarin þrjú ár við söngnám í Þýzkalandi, heldur fyrktu hljóm- leika sína hér á landi í Borgarbíói á Akureyri annað kvöld. Gestur er tenór og hefur aldrei haldið sjálfstæða hljómleika fyrr. Hann er hér nú til skammrar dval ar og hyggst halda bráðum utan aftur til að ljúka námi, en hann á 1 ár eftir. Á söngskránni eru 5 íslenzk lög, ljóðalög eftir Schubert og loks nokkrar óperuaríur. Við hljóðfærið verður Guðrún Kristins dóttir píanóleikari. stjörnuspá morgundagsins Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Dagurinn er ekki sérlega viðburðarríkur og bezt að halda sig vel að störfunum. Hyggi- legt gæti reynzt að líta til eldri vina og kunningja eða jafnvel að heimsækja foreldrana. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Deginum væri hezt varið til bréfaskrifta við erlenda aðila eða vini og kunningja, sem dvelj ast erlendis. Kvöldstundirnar væri bezt að eiga heima í ró og næði. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Hagstætt að annast loka- uppgjör þar sem um sameigin- lega reikninga félaga er að ræða þar eð árið er nú senn á enda. Vandamál varðandi skatta ætti einnig að taka á dagskrá. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Þú ættir að leitast við að taka deginum með sem mestri ró eft- ir því sem tök eru á, þar eð þreyta sækir nú að þér og gæti þróazt upp í einhvern kvilla. Ljóniðj 24. júlí til 23. ágúst: Horfur eru á að dagurinn reyn- ist þér fremur erilsamur og verkefnin séu nú næg því mörgu þarf að ljúka fyrir áramótin. Forðastu samt ofreynslu í sam- bandi við þetta. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Dagurinn ætti að geta verið hinn ánægjulegasti fyrir þig að flestu leyti, þar eð horfur eru á að þú þurfir ekki að vera mjög bundinn yfir starfinu. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Hentugast að halda sem mest kyrru fyrir í dag á vinnustað eða heima fyrir þar eð allt bend ir til þess að næg verkefni séu fyrir hendi og óheppilegt að vera á ferðinni. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv. Þú’ ættir að einbeita þér sem mest að bréfaskriftum og bók- haldi ef þú starfar við slík störf í dag. Aðrir ættu að setjast nið- ur og skrifa vinum og ættingj- um smá bréf. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Fjármálin verða talsvert á döfinni í dag og allt bendir til þess að þú getir efngzt ef þú tekur hinu rétta tækifæri. Var- astu deilur um fjármálin. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Ýmsir aðilar hefðu bara gott /af því að þú segðir þeim hreint út meiningu þína um hlut ina svo enginn misskilningur ríki lengur milli ykkar. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þér er nauðsynlegt að hafa þig ekki mikið í frammi í dag þar eð straumarnir kunna að reynast þér fremur andstreymir. Reyndu að ljúka verkunum af á hljóðlegan hátt. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Skynsamlegt væri að leita ráðlegginga vina og kunningja á hvern hátt hentugast er að leysa vandamál líðandi stundar. Forðastu samt deilur við þá um smáatriði. TWOB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.