Vísir - 04.01.1963, Blaðsíða 4
4
V í S I R . Föstudagur 4. janúar 1963.
'jjegar að rædd eru öryggismál
sjómanna, þá verður manni
hugsað til þess sem var og er.
Um og fyrir síðustu aldamót
voru það árabátarnir og smá segl-
skip, sem menn urðu að eiga !íf
sitt undir. Björgunartæki þekkl-
ust að segja má ekki. Það reið
allt á snilli formannsins sem
stýrði bátnum, aðgæzlu hans og
veðurspámennsku.
Seglskipin voru þá flest lítil
skip um og undir 20 smálestir.
Það þótti þvf stór umbót, þegar
kútterarnir komu til sögunnar,
en þeir voru að stærð 30 til 90
lestir, flestir þeirra um það bil
70 — 80 lestir. Þó að kútterarnir
væru ekki stærri en meðal mót-
orbátur nú til dags, þá þóttu þeir
mikil skip, svo að þeim var talið
óhætt í vondum veðrum á rúmsjó
undir góðri stjórn, ef skip og
reiði var í góðu ásigkomulagi.
Aðalhættan var talin landið, en
seglskip eru eins og allir vita
háð vindinum og þvf reið á t. d.
hér á Selvogsbanka eða á milli
Vestmannaeyja og Reykjaness að
láta reka í réttan bóg, þegar
rok gerði. Láta reka með stjórn-
borðshálsi í suðvestur til að ná
dýpra af Eyjum og með bakborðs
hálsi í suðaustan til að ná út
fyrir sker og boða út af Eldey,
og um að gera var það, að halda
sig ekki grynnra í suðlægum áttr
um en svo, að þetta hvort tveggja
mætti takast, þegar hann
rauk, á hvorri áttinni sem það
var.
Gætu seglskipin náð landvari,
þar sem ekki voru hafnir fyrir,
var ekki talið á það hættandi,
að leggjast fyrir akkeri, því það
að heisa segl og létta akkeri, var
ekkert áhlaupaverk. Svo að ef
vindur gekk snögglega til ann-
arrar áttar, var skipi og mönnum
hætta búin, ef Iagzt var, og því
var ekki lagzt, heldur slagað í
landvarinu, haldið sig við, sem
kallað var.
1 mannskaðaveðrinu 7. apríl
1906, náðu flestir kútteranna land
vari undan Hólmsbergi, og slög-
uðu þar fram og til baka. Veðr-
ið var hörku útsunnan rok. þrír
kútteranna fórust í þessu veðri,
enginn þeirra fórst í rúmsjó, tvo
þeirra rak undan vindi og sjó
upp á Mýrar og einn þeirra fórst
við Viðey eftir að hafa gert til-
raun til að ná höfn í Reykjavík,
en segl voru rifin, svo að skipið
lét ekki nógu vel að stjórn, og
þv£ fór sem fór.
Samtímis þessu náði kútter
höfn 1 Hafnarfirði, hjá honum
höfðu líka rifnað segl og þá var
siglt upp á lff og dauða á þeim
leppum, sem eftir voru, og þótti
vel til takast, en með rifin segl
var ekki lengur hægt að halda
sér við undan Hólmsbergi og þá
varla á betra ráð brugðið en að
hleypa til Reykjavíkur eða Hafn-
arfjarðar þótt tvisýnt væri hvern-
ig takast mundi.
Þessi var baráttan í þá daga.
En nú á vélskipaöidinni leggja
menn skipum sínum í landvari
svo að segja hvar sem er.
Tjegar að þess er gætt, hvað
þessi seglskip, sem þóttu stór
þá, en fremur lítil nú, stóðu af
sér vond veður í rúmsjó, þá er
það ekki óeðlilegt, að menn kipp-
ist við, þegar ný og stór vélskip
hverfa í hafsins djúp, er enginn
á sér þess von, veðurs vegna,
eða í árabátaveðri, eins og við
segjum, og hann læðist þá að
okkur grunurinn, um kjölfestu-
leysi.
Það kom fyrir að skúturnar
fengu á sig áfail, sem kailað var,
brotsjó sem braut og bramlaði
og fleygði skipinu á hliðina, en
þær réttu sig strax aftur gömlu
skúturnar, nema ef kastaðist til
í þeim, en þá varð að brjótast
úr lúkarnum aftur í lestina til að
færa til fisk og salt. Smátt og
smátt rétti þá skútan sig við aft-
ur, mesta hættan lá þá í því, að
sjór rynnj ofan í skipið um ká-
blað í útgerðar- og öryggismál-
um sjómanna. Svo mikið traust
var sett á þessi skip, að menn
trúðu því ekki að þau mundu far-
ast af völdum veðurs í rúmsjó.
Það kom heldur ekki fyrir gömlu
togarana, sem flestir voru seldir
úr landi 1917 en þeir voru lítii
skip á nútíðarmælikvarða eða frá
140—305 smálestir. Yfirbygging-
ar þessara skipa voru sniðnar
mjög við hóf og kjölfestan í lagi.
Kostir þessa skips, sem ég hef
hér verið að tala um, lágu fyrst
og fremst i því að skipið hafði
nóga kjölfestu, sem aftur olli því,
að það hafði líflegar hreyfingar,
valt nokkuð mikið, sem ekki er í
góðu veðri eins vel þokkað og
mjúku, letilegu hreyfingarnar,
sem rugla menn því miður alltof
oft i ríminu og svíkja, þegar á
reynir.
Þeir, sem stýra skipi, þurfa að
en oftast varð að henda þeim í
sjóinn, ef veður versnaði, því skip
in báru ekki yfirvigtina, enda
hafði engri fastri botnfestu ver-
ið komið fyrir, til að vega á móti.
Svo undarlegt sem það var, og
heldur engin tilraun gerð til þess
að kanna það, hvort auka mætti
yfirvigtina að áhættulausu, með
sandpokunum eða þessari yfirvigt.
Þegar ég sigldi togaranum Garð
ari út frá Hafnarfirði, eftir að
Þeir björguðust skipverjarnir á Bergi frá Vestmannaeyjum, þegar honum hvolfdi við Jökul 6. des. s.l., en tæpara mátti ekki standa. —
Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis af þeim. Skipið Bergur var r.f sömu gerð og Hamar, sem hvoifdi í Faxaflóa 30. júní.
etu eða lúkarskappa, þetta kenndi
mönnum að virða kjölfestuna
meir og betur en nú virðist gert.
Gömlu formennirnir á 7—-8
tonna mótorbátum, rétt eftir alda
mótin, settu í þá kjölfestu, og þó
voru þessir bátar ekkert yfir-
byggðir. höfðu ekki einu sinni
stýrishús. Þeir höfðu vit á form-
stöðugleika árabátamennirnir og
þeirra tíma mótorbáta og segl-
eftir
Sigurjón
Einarsson
skipstjóra
skipamenn, en þeir vissu, að
meira þurfti til en formstöðug
leikann einan, ef vel átti að fara,
en um þetta fékk ég mína fyrstu
fræðslu hjá gömlum manni, þeg-
ar hann sigldi svo sauð á keyp-
um.
Þegar við tókum að eignast og
gera út togara, þótti vera brotið
Á árinu 1920 komu svo ný og
stærri skip til sögunnar, og var
ekkert þeirra undir 300 smálest-
um, eða frá 336 — 405 smálestir.
Þessir nýju togarar höfðu að
bera meiri ofanþilfarsþunga en
þeir gömlu og brátt kom í ljós,
að þeir sumir' hverjir áttu erfitt
með að rétta sig, ef þeir tóku
sjó á sig.
A/eturinn 1925 kom svo reiðar-
' slagið, Halaveðrið svonefnda,
en þá fórust 2 togarar á þeim
slóðum, ,,Halamiðunum“, en þar
voru þeir að fiska, þegar veðrið
skall á. Margir fleiri voru mjög
hætt komnir, og mjög misjafn-
lega vel báru skipin veðrið af,
en þar með var sú trú kveðin nið-
ur, að togarar stæðu af sér öll
veður, eða færust ekki veðurs
vegna í rúmsjó.
Ég var einn af þeim mörgu,
sem var á Halamiðum í Halaveðr-
inu, Ekki blandast mér hugur
um, að það er versta veður, sem
ég hef fengið á sjó. Skipið sem
ég var á I þessu veðri, sló því þá
föstu, að það var hið ágætasta
og traustasta skip í sjó að leggja,
því að það hreinsaði sig allra
skipa bezt af veðrinu, aldrei lá
það á hliðinni stundinni lengur,
heldur reif sig tafarlaust á rétt-
an kjöl, þótt sjór gengi yfir og
legði það æði djúpt, en þeir voru
margir sjóarnir sem hvolfdu sér
yfir í þessu veðri, en samt vor-
um við, að veðrinu loknu, óvið-
búnir því að heyra að aðrir tog-
arar hefðu farizt.
líta á það sem lifandi veru, góð-
an vin og félaga. Þeir þurfa að
vita hvað því líður og hvað má
bjóða því. Þeir eiga að leita uppi
veikleika þess til að bæta úr
þeim, ef hægt er, og af hreyf-
ingurn þess í sjónum verða þeir
að draga haldbærar ályktanir í
líkingu við það, eða engu síður
en bóndinn gerir um góðhestinn
sinn, þegar hann lærir gang hans,
viðbrögð og þol.
Þetta er ekki alveg út í bláinn
sagt. Ég hef sjálfur reynt nokk-
uð í þessum efnum, og vil leyfa
mér að nefna nokkur dæmi: Ég
tók togara, tilbúinn á veiðar og
hafði fyrirfram grun um að skip-
ið, eða skip af þeirri gerð, mættu
sér að skaðlausu vera allmiklu
kjölfastari. Þegar út úr höfninni
kom þótti mér skipið með ólík-
indum rólegt, svo ég spurðist fyr-
ir um ísinn í lestinni, og viti
menn, hann var allur á hillum,
og þar með var gátan ráðin. All-
ur lestarbotninn var tómur, en
110 Iestir af ís að miklu leyti
fyrir ofan miðja lest, til þess gert
að forðast ísmokstur, en þetta
gekk mjög um of út yfir kjöl-
festuna að mínu viti, og ég á-
kvað þá strax hvað gera skyldi,
ef veður spilltist, áður en ég
fengi fisk í botninn til mótvægis.
T striðinu voru þær kröfur gerð-
ar,að brynvarin skyldu stýr-
ishús togaranna með stálplötum
í kring, en steypulagi ofan á brú-
arþakinu. Áður hafði sandpokum
verið hlaðið ofan á brúarþakið,
brynvörnin hafði verið sett á
hann, varð ég þess strax var, að
veltiperiodan var stórbreytt, sem
vonlegt var. Það kom því ekki
flatt upp á mig, þegar skipið
þurfti næst að mæta vondu veðri,
að það var ekki sama skip og
áður í sjó að leggja, og þegar
það tók á síðuna, rétti það sig
ekki nógu fljótt. Þessu var hægt
að bjarga við með sjóballest í
botntanka, en það var ekki þeim
að þakka, sem fyrirskipuðu
aukna yfirvigt, án þess að mæta
henni með aukinni kjölfestu, sem
auðvitað var sjálfsagt, ef hugs-
að hefði verið af fullri gætni og
rökrétt. Þetta gat komið öðrum
verr en mér, þeim sem ekki höfðu
yfir sömu möguleikum að ráða
til að bæta úr, enga botntanka
höfðu.
Ég hélt svo skipinu í landvari
og þar mölvuðum við steypuna
af brúarþakinu, og það gerðu
skipverjar með glöðu geði.
Við vorum gramir yfir þvf, að
sjóhæfni skipsins hafði stórlega
verið spillt, og ennþá rennur mér
í skap, þegar ég hugsa um þessar
brynvarnir, því mig grunar að þær
hafi valdið stórslysum.
Caga kjölfestuleysisins hér hjá
okkur er orðin alltöf löng og
ljót. Þegar ég segi þetta, þá hef
ég mörg ákveðin tilfelli í huga,
þar sem enginn vafi liggur á um,
að skip hafi farizt af kjölfestu-
Ieysi. Enn fremur önnur, sem ekki
er hægt að færa fullar sönnur á,
Frh á bls. 13