Vísir - 04.01.1963, Blaðsíða 6
V1SIR . Föstudagur 4. janúar 1963.
Hér sést verðmesti
bankaseðill Finnlands
fyrir og eftir breyting-
una. Tvö núll eru skor
in aftan af og hann
breytist úr 10 þúsund
mörkum í eltt hundraö
}mörk. Á seölinum er
Snellmann, fyrstl fjár
mölaráöherra Finn-
lands, sem fékk því
framgengt árlö 1860,
að Flnnar fengu sinn
eigin gjaldmiðil, þó
Finnland vœri þá hluti
rússneska keisaradœm
lsins.
Nýr gjaidmiðii í Finnfandi
Tvö núll skorin nítnn of
Um áramötín rram-
kvæmdu Finnar hjá sér
mikilvæga breytingu á
gjaldmiðlinum. — Þeir
fylgdu nú fordæmi de
Gaulle í Frakklandi og
skáru niður tvö óþörf
núll aftan af öllum pen-
ingum, seðlum og verð-
greiningum.
Þessi niðurfelling núllanna
breytir að visu litlu. Enginn
tapar neinu og enginn græðir
neitt, aðeins er verið að slétta
yfir og rétta við ♦erðgildi gjald
miðilsins eftir áratuga verð-
bólgudans. Hins vegar er þetta
aðeins einn liður í miklu víð-
tækari efnahagsaðgerðum sem
miða að þvl að efla gengi
finnska marksins og bæta efna
hagsástandið.
★
Hinn finnski gjaldmiðill mun
áfram heita mark og mun það
áfram skiptast niður í 100
penni. En nýja markið verður
fyrst I stað kallað þungt mark,
en hið gamla létt mark, þar
sem nýir og gamlir peninga-
seðlar verða enn um sinn sam-
an f umferð. Fyrir þessa breyt
ingu var markið að verðgildi
um 13 aurar en verður nú kr.
13,37 og er þar með orðið verð
mætasti gjaldmiðill Norður-
landa, þar sem sænsk króna er
að verðmæti kr. 8,29, dönsk kr.
að verðjnæti^.^4 og. sú norska
Verðbólgan hefur leikið Finna
mjög grátt á síðustu árum, svo
að farið var að telja fiest 1 þús-
undum marka. Kaupmáttur
marksins var á sl. ári aðeins
orðinn 1/250 af kaupmætti hins
upprunalega silfurmarks 1860.
Fyrir þann tíma höfðu rússn-
eskir kópekar verið í gildi í
Finnlandi síðan Rússar náðu
Finnlandi á sitt vald I Napole-
ons-styrjöldunum.
Ár
Það virðist i fyrstu einfalt
mál, að sleppa tveimur núllum
aftan af gjaldmiðlinum, sérstak
lega þegar núllin eru orðin
mörg. Það er samt ekki eins
einfalt og menn kynnu að ætla
við fyrstu sýn og hafa Frakkar
rekið sig á það að undanförnu,
að það tekur langan tíma að
læra að nota hinn nýja gjald-
miðil. Það verður t.d. lengi vel
erfitt fyrir finnska borgara að
skilja það að mjólkurlíterinn á
nú að kosta 46 penni í staðinn
fyrir 46 mörk áður. Góður vetr
arfrakki mun nú kosta um 155
mörk, en kostaði áður 15.500
mörk og venjuleg ibúð mun
kosta um 35 þúsund mörk, en
kostaði áður 3,5 milljónir
marka.
Frökkum gekk illa að læra
þetta, og er ekki laust við að
margir þeirra noti enn gömlu
frankana. Það stafaði af því að
Frakkar höfðu ekki getað prent
að nógu mikla seðla til að taka
hina gömlu úr umferð.
★
Þetta mun að vísu ekki ger-
ast í einu vetfangi í .Finnlandi,
en fyrirfram er búið að prenta
nægilegt magn af nýjum seðl-
um og munu bankar og pen-
ngastofnanir ekki láta frá sér
aftur gamla seðla. Þetta mun
■ þýða það að mestallir gamlir
seðlar verða komnir úr umferð
eftir um það bil þrjá mánuði.
Eldri seðlarnir verði ekki lýst-
ir ógildir fyrst í stað.
Hinir nýju finnsku seðlar
eru prentaðir í seðlaprent-
smiðju Finnlandsbanka og eru
Finnar hreyknir af því að þeir
eru að öllu leyti framleiddir
heima. Telja þeir að pappír og
prentun standist fullkomlega
samanburð við það bezta í heim
inum.
★
Þótt hér sé ekki um neina
eiginlega breytingu að rreða,
þar sem allir hlutir halda sínu
sama raunverulega verði þótt
núll séu skorin af, munu all-
margir einfaldir menn og ólærð
ir vera tortryggnir út í þessa
breytingu og grunar að verið
sé að taka af þeim stórfé. Þann
ig ákvað tortrygginn skógrækt-
arbóndi nýlega að setja inn í
samning um sölu á timbri að
það skuli greitt I „gömlu pen-
ingaseðlum" næsta vor. Það
getur verið að viöskiptavinur
hans komist í nokkur vandræði
því að þá mun verða búið að
brenna flestum hinum gömlu
seðlum.
Kjörbúð í Bolungarvík
Fyrir skömmu opnaði Verzlun
Bjarna Eirikssonar I Bolungarvlk
nýja búð og er hún fyrsta kjör-
búðin I Bolungarvlk. Er hún I hinu
gamla húsi verzlunarinnar, sem hef
ur verið mikið breytt og innréttað
nýtízkulega. öllu er þar hagan-
Iega fyrir komið.
Bjami Eirlksson stofnaði verzlun
I sína árið 1927. Nokkru áður hafði
hann byrjað þar útgerð og fisk-
I verkun, sem hann rak síðan jafn
■ hliða verzluninni. Þá keypti hann
{verzlunarhús hinna sameinuðu ís-
, lenzku verzlana og var verzlunin í
j húsi þeirra. Bjarni lézt árið 1958
j en sonur hans Benedikt Bjarnason
I veitir verzluninni nú forstöðu.
NÝ GJALDSKRÁ
fyrír póst og sma
Ný gjaldskrá fyrir póst og síma
gengur I gildi 1. janúar 1963 og var
nokkurra helztu atriða hennar getið
í blaðinu I gær, svo sem að hækkun
in, sem nú verður hér, á aö auka
heildartekjur stofnunarinnar um
5,7% (þ. e. 5% hjá símanum, en
heldur meira hjá póstinum), og
nokkurra fleiri atriða var getið, svo
sem varðandi hækkun afnotagjalds
taisíma I Reykjavík og hækkun
burðargjalds fyrir bréf,
1 greinargerð póst- og símamála-
stjórnarinnar er getið ástæðnanna
fyrir hækkunum og eru þær helztu
þessar:
Frá því síðasta gjaldskrá var
gefin út hafa laun opinberra
starfsmanna hækkað um 11.3%
og raunverulega meira, ef aldurs
hækkanir eru teknar með.
Verðlag á erlendum iðnaðar-
vömm tii stofnunarinnar hefur
hækkað, m. a. vegna launahækk
ana erlendis en endurbætur á
þjónustunni hafa aukinn rekstr-
arkosnað í för með sér.
Af ofangreindum ástæðum var
orðið óhjákvæmilegt að hækka
gjaldskrána hér, ef ekki ætti að
verða stórhalli hjá stofnuninni á
næsta ári, en gert er ráð fyrir halia
lausum rekstri á fjárlögum.
I ýmsum öðrum löndum hafa hlið
stæðar gjaldskrár verið hækkaðar á
þessu ári eða það er I undirbúningi,
Sex fólka-
riddarar
Forseti Islands sæmdi á nýárs-
dag, að tillögu orðunefndar eftir-
farandi menn riddarakrossi hinnar
íslenzku fálkaorðu:
Áma J. Johnsen Vestmannaeyj-
um, fyrir björgunarstörf og braut-
ryðjandastarf I garðrækt. —
Friðrik A. Friðriksson, fyrrv. pró-
fast, Húsavík, fyrir embættis- og
félagsstörf. — Hafsteinn Bergþórs-
son, framkvæmdastjóra, Reykja-
vík, fyrir störf að sjávarútvegs-
málum. — Hermann Jónsson,
hreppstjóra, Yzta-Móa, Fljótum I
Skagafjarðarsýslu, fyrir búnaðar-
og félagsstörf. — Jóhann Hafstein,
bankastjóra, Reykjavík, fyrir emb-
ættisstörf. — Sigurö Þórðarson,
óðalsbónda, Laugabóli, Nauteyrar-
hreppi, Norður-Isafjarðarsýslu, fyr
ir búnaðarstörf.
og slíkt er ráðgert 1 vetur I Dan-
mörku, Bretlandi og Þýzkalandi, en
þar hefur pósturinn verið rekinn að
undanfömu með geysilegum halla.
Meiri hækkun fékkst
ekki samþykkt.
I greinargerðinni segir, að upp-
haflega hafi verið gert ráð fyrir
heldur meiri hækkun, en hún ekki
fengizt samþykkt. Ennfremur, að
hækkunin sé ekki hlutfallslega jafn
mikil á öllum liðum og sumir hækki
ekkert, ýmist vegna millirikjasamn
inga og af öðrum ástæðura. Engin
hækkun verður þannig á slmskeyt-
um og símtölum til útlanda, engin á
langlínusamtölum á styttri leiðum,
en 1 kr. á lengri fjarlægðum t. d.
sem svara 4% á lengstu fjarlægð
og engin hækkun verður á burðar-
gjaldi bréfpsjalda og póstávlsana,
flugpóstgjalda, heillaskeytaeyðu-
blöðum o. s. frv. Taka varð tillit
til fyrirliggjandi frímerkja gilda o.
fl.
Samanburður á Islandi
og Noregi.
f greinargerðinni er samanburður
ýmissa síma og póstgjalda hér og I
Noregi, en þar eru aðstæður einna
líkastar þvf sem hér er.
Þar kemur m. a.. fram, að árs-
fjórðungsafnotagjald heimilisslma
(600) samtöl) verður hér kr. 535
og 90 aurar fyrlf h\«Mt slmtal fram
yfir 600, en I Noregi. 1.103.00
(fastagjald 383 kr. og slmtalagjald
720 kr. og og hvert símtal yfir 600
kr. 1,20. Ársfjórðungsgjöldin hér
fyrir heimaslma með 600 slmtölum
er hið lægsta sem til þekkist, er
t. d. 733—1100 I Khöfn, 580 I Stokk
hólmi, 1170 á Bretlandi og 1640 I
Frakklandi. Flest önnur gjöld eru
hærri I Noregi, sum miklum mun
hærri.
Um þetta segir I skýrslunni:
Eins og samanburðurinn ber með
sér eru gjöldin hér yfirleitt lægri en
I Noregi. Þó eru aðstæður hér að
ýmsu leyti örðugri en þar, strjál-
býli er hér meira, og þar eru járn-
brautir, sem flytja póstinn á ódýr-
an hátt, en hér eru bréf og dagblöð
send til fjarlægra landshluta með
flugvélum án aukagjalds.
m
Askriftarsíminn er
1 16 60
K
i
Franskir menntamenn
fordæma árás Kínverja
318 vistmena
á Grund
Vistmenn á Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund voru 318 I árslok
1962, 241 konur og 77 karlar. Á
árinu komu 125 nýir vistmenn, 57
fóru og 67 dóu. Fjöldi vistmanna
mun hafa verið mjög líkur og árið
1961.
Vistmenn á elliheimilinu Ási í
Hveragerði voru 1 árslok 28, 17
konur og 11 karlar.
Fyrir skömmu hafa merkustu
rithöfundar og menntamenn
Frakklands sent frá sér yfirlýs-
ingu þar sem þeir fordæma árás
Kínverja á Indland. í yfirlýsingu
hinna frönsku rithöfunda, en
þeirra á meðal eru m. a. Nóbels
verðlaunahafinn Francois
Mauriac, og rithöfundamir
Jean Cocteau og André
Maurois, segir:
„Árás Klnverja á Indland
hefir valdið miklum ugg meðal
menntamanna á Vesturlöndum
vegna þess að þeir hafa jafnan
borið virðingu fyrir friðarvilja
hinnar indversku þjóðar. Enskir
listamenn, svo sem rithöfundur-
inn E. M. Forster, ítalir sem
Rosselini kvilcmyndaleikstjóri,
Iganzio Silone rithöfundur, og
ljóðskáldið Libero de Llbero
hafa iýst yfir samúð sinni með
indversku þjóðinni sökum hinn-
ar kínversku árásar.
■ Við undirritaðir franskir
mennta, og list„menn væntum
þess að Ktna munl blða ósigur
I árásarstyrjöld sinni svo Ind-
land megi aftur hefja friðsam-
Iega uppbyggingu landsins."
Undir þessa áiyktun rita m.
a. þeir þrír helmskunnu rithöf-
undar sem fyrr voru nefndir.
Auk þeirra Raymond Aron og
L. Renou, báðir prófessorar við
Sorbonne, Marcel Arland,
David Rousset, Louis de Ville-
fosse, Adrian Dansette og all-
margir fleiri.