Vísir - 04.01.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 04.01.1963, Blaðsíða 8
8 V1SIR.. Föstudagur 4. janúar 1963. VÍSIB Jtgetandi: Blaðaútgátan VISIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Frétiastjóri: Þorsteinn Ó Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur). Prentsmiðja Visis — Edda h.f Landkynning Hannibals í jólamánuðinum rak forseti A.S.Í. sérkennilega Iandkynningu hjá frændum vorum Norðmönnum. í há- tíðarhefti norska blaðsins Orientering, en það gefa norskir þjóðvarnamenn út, málar Hannibal ástandið á íslandi mjög svörtum dráttum, svo óhugnanlegum, að vafasamt er að nokkur íslendingur utan sálufélaga hans, kannist þar við sína þjóð. í þessum jólaboðskap Hannibals segir, að ríkis- stjómin hafi m. a. bannað með lögum verkföll til þess að pína þegnana og að skattalögunum hafi verið breytt þannig að byrðarnar á launþegunum yrðu meiri. Hannibal þarf ekki annað en líta í eigin barm til þess að sjá hver ósannindavaðall þetta er. Skattar hans, sem allra annarra launþega, hafa lækkað stór- um eftir breytinguna á skattalögunum. Og síðan ræðir forseti A.S.Í. mál LÍV á ASÍ-þing- inu. Kveður hann andstöðu sína gegn verzlunarmönn- um hafa verið sprottna af því að möguleiki hafi verið á því að lýðræðissinnar á þinginu yrðu núverandi stjórn þess yfirsterkari ef fulltingi verzlunarmanna hefði komið til. Þetta er merkileg játning og sýnir, að nakin valdabarátta olli lögbrotum kommúnista á þing- inu. Vissu það reyndar allir áður, en ekki hefir Hanni- bal játað það opinberlega fyrr en í hinu norska tímariti. Sá maður hlýtur að vera haldinn miklum haturs- hug, er þannig talar um þjóð sípa á erlendum vett- vangi sem Hannibal Valdimarsson. Orðum hans er gaumur gefinn vegna þess að hann fer með forystu í verklýðssamtökunum. Hve miklu væri ekki sú for- ysta betur komin í höndum manns, sem léti sér þó að minnsta kosti nægja að tala illa um landa sína inn- anlands? Breyting á markinu Nú um áramótin varð breyting á finnska mark- inu. Ekki þó á verðgildi þess heldur var breytingin ein- ungis tölfræðileg. Tvö núll voru strikuð aftan af mynt- einingunni, þannig að það er eitt mark í dag sem var 100 mörk áður. Um áramótin 1959—1960 var sams konar breyt- ing gerð á franska frankanum. Reynslan, sem af þeirri breytingu hefir fengizt, er góð að dómi franskra fjár- málayfirvalda. Viðskipti eru mun auðveldari þegar töl- umar eru lægri og traustið á gjaldmiðlinum verður einnig ósjálfrátt meira þegar ekki þarf að greiða smá- hlut með hundruðum eða þúsundum franka eða marka. Ekki sýnist fjarri lagi að hugleiða svipaða breyt- ingu hér á landi. Slík breyting hreyfir ekki á neinn hátt við verðlagi eða kaupgjaldi. Hún er aðeins form- breyting, sem auðveldar öll peningaviðskipti. NASSAUSAMNINGARNIR SAMSTARF OG FORUSTA Stjórnmálafréttaritarar f Was hington se'gja Kennedy forseta staðráðinn í að halda til streitu að forusta vestrænna þjóða verði f hans höndum. Þegar þeir náðu samkomulagi í Nassau á Bahama-eyjum, Kennedy Bandaríkjaforseti og Harold Mcmillan forsætisráð- herra Bretlands, símaði kunnur fréttamaður f London, Bruce Rothwell, frá Washington, að hið raunverulega gildi samkomu lagsins væri, að leið hefði opn- azt fyrir öra þróun á sönnum félagsskap og samstarfi vest- rænna lýðræðisríkja. Hann bætti því við, að Kennedy for- seti væri örugglega þeirrar trú- ar, að með samkomulaginu væri stigið stórt skref til þess að auka og bæta samstarf ekki að- eins milli ríkisstjórnar Frakk- lands og Bandarfkjanna, heldur og milli ríkisstjórnar Frakklands og Lundúna. Með samkomulagi því, sem á- kveðið var að hætta framleiðslu Skybolt-eldflauganna, sem ætlað ar voru sprengjuflugvélaflota Bretlands — og raunar einnig Bandaríkjanna — og að í þeirra stað yrði ein meginstoð sameig- inlegra varna Norður-Atlants- hafsríkjanna, Polaris-kafbátar. Polaris-flaugar kafbátanna áttu með öðrum orðum að koma í staðinn fyrir Skybolt-flaugar H. Macmillan. J. F. Kennedy. sprengjuflugvélanna. Til þess að tilganginum yrði náð, væri nauð synlegt til viðbótar samstarfi Breta og Bandaríkjamanna á grundvelli Nassau-samningsins samstarf Frakka, en stefna De Gaulle hefur verið, að Frakk- land réði yfir sínum eigin kjarn- orkuvopnum. 1 kjölfar samkomu lagsins komu og fregnir um til- boð Bandarikjanna til Frakk- lands um Polarisflaugar, en því tilboði hefur verið kuldalega tek ið og ekki vitað, að De Gaulle hafi hvikað um hársbreidd frá stefnu sinni. Með samkomulaginu í Nassau var miðað að því að hindra að til sögunnar kæmi þriðja Evr- ópuveldið, eða koma í veg fyrir þá þróun, að Vestur-Þýzkaland kæmi sér upp sjálfstæðum kjarn orkuvörnum, en til þess gæti komið, ef Frakkland héldi til streytu kostnaðarsamri fram- kvæmd eigin kjamorkuvarna, sem frá landvarnalegu sjónar- miði gæti hvergi nærri því kom ið að verða að fullum notum — en á hana er litið sem ögrun af Sovétríkjunum, en Kennedy for- seti er staðráðinn í að bæta sam búðina við Sovétríkin á hinu ný byrjaða ári. Bakhjarl þeirrar stefnu eru sterkar, sameiginleg- ar vamir lýðræðisríkjanna, sem treysti sem bezt venjulegan vopnabúnað og venjulegan her- afla, studdan kjarnorkuvopna- búnaði. Er því gert ráð fyrir kjamorkuvopnasamstarfi Bret- lands, Frakklands og Bandaríkj- anna, þar sem Bandaríkjamenn hafa forustuna, og á þeim grund velli sem áður var sagt, en þetta getur þó fyrirsjáanlega aðeins blessazt, að milli þesara þriggja sé um náið bandalagssamstarf stjómmálalegt og efnahagslegt að ræða, sem innifelur að Bretland gerist aðili að Efna- hagsbandalagi Evrópu og nán- ara efnahagslegt samstarf takist milli efnahagssamtakanna í Evr ópu og Bandarikjanna. í fréttum frá Washington nú í byrjun ársins segir, að Kenne- dy forseti sé staðráðinn í að Bandaríkin hafi forustuna í hinu vestræna samstarfi, jafnvel þótt það leiði til árekstra við fyrri bandamenn, og gefur það ótvirætt til kynna, að um and- spymu er að ræða gegn þeirri stefnu, sem tekin hefur verið með Nassau-samkomulaginu. — Kennedy forseti hefur tjáð sig fúsan til þess að ræða við De Gaulle, fara til fundar við hann, en eins og áður hefur verið vik- ið að, hefur ekkert komið fram um það, að De Gaulle ætli sér að hvika frá fyrri stefnu. Á Bretlandi, nú er þing kemur saman, er vitað að þeir Mac- millan og Thorneycroft land- varnaráðherra verða að svara ærnrl gagnrýni. Nassausamkomu lagið sætir þar mikilli gagnrýni — þar sem menn telja afleið- ingar þess, að Skyboltflaugarn- ar eru úr sögunni, að vamir Breta verði veikar um mörg ár, þótt nokkurt öryggi kynni að verða að Blue Steel eldflaugum, endurbættum og fullkomnuðum, til þess að notast við þar til Polarisvamirnar eru orðnar lægilega öflugar. Gagnrýnin frá Bretlandi er fjarri því að vera öll frá stjórn- arandstöðunni, svo sem kunnugt er, en jafnaðarmenn hafa haldið P. Thomeycroft. þvi fram, að ef þeir hefðu verið við völd, hefðu þeir ekki fallizt á Polaris-varnir í stað Skybolt- flauganna. Umræðan mun vekja athygli um allan heim og allt sem mál- ið varðar. Kennedy verður einn- ig að svara mörgum fyrirspurn- um, er þjóðþingið kemur saman I næstu viku. Sterk gagnrýni á stefnu hans í þessum málum hef ur komið fram þar. En hið sein- asta, sem gerzt hefur vestra varðandi Skybolt-málið, er, að 4000 verkamenn í flugvélaiðnað- inum missa atvinnuna, vegna þess að hætt hefur verið fram- leiðslu Skybolt-flauga. Norskt blóð Fyrir nokkru uppgötvuðu norsk blöð, að George Washing ton, frelsishetja Bandaríkjanna, hefði verið kominn af norskum ættum, og sagði Vísi frá þessu á sínum tfma. Erfitt mun að færa sönnur á þessar tilgátur hinna norsku blaða, en auðveldara er að sanna annað — nefnilega að norskt blóð rennur að nokkru í æðum Ibn Sauds, konungs í Saudi Arabfu. Þannig er mál með vexti, að konungur, sem hefir verið heilsutæpur um langt skeið, þarfnaðist skyndilega blóðgjaf- ar, er hann hafði verið lagður í sjúkrahús heima f Iandi sfnu. Rannsókn leiddi í Ijós, að hann ar f mjög sjaldgæfum blóð- • lokki, og í ríki hans reyndist aðeins ein kona f sama blóð- flokki. Heitir hún Mary Gol- anke, og er norsk í móðurætt- ina, en pólsk f hina og starfaði sem símastúlka hjá olíufélagi einu í landinu. Var ekki um annað að ræða en að gefa kon- ungi blóð úr stúlkunni og tókst það með miklum ágætum, svo að nú er hægt að halda því fram með verulegum sanni, að honum svelli víkingablóð f æð- um! ) , M r • 1' IKk'jiiwr.vti'gaJÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.