Vísir - 07.01.1963, Blaðsíða 1
iSBSiS,
VÍSIR
SkipaskoSunin varar viS
dekkhleSslu síldarskipa
53. árg. — Mánudagur 7. janúar 1963. — 5. tbl.
Hjálmar R. Bárðarson isins hefir ritað samtök-
skipaskoðunarstjóri rík- um sjómanna og útgerð-
armanna og lagt til af ör
yggisástæðum að dekk-
hleðsla síldveiðiskip-
anna á vetrarsíldveiðum
verði stórminkuð eða al-
gerlega horfið frá þess-
ari ofhleðslu. Það er ekk
ert launungarmál, að
skipin eru hlaðin síld á
meðan þau fljóta, en
þótt slíkt sé vorkunnar-
mál, er það ávallt var-
hugavert, og þó miklu
varhugaverðara að vetri
til en á sumarsíldveið-
um.
Einnig hefir skipaskoðunar-
stjóri lagt til að hillur verði
ekki hafðar í lestum síldarskip
anna, en sé þeim haldið, leggur
hann eindregið til að holrúmið,
sem myndast neðst í skipun-
um, sé fyllt með ballest til að
auka á stöðugleika skipanna og
koma í veg fyrir að þeim hvolfi
Frh. á bls. 5.
Síldarbingur við sfldarverksmiðj- una á Kletti.
Margir bótar sprengja nætur sínor og
í höfnum er löng löndunarbið
Svo mikil síld er nú í sjónum og er enn að færast
nær landi, að sjómenn segja, að í sjónum sé „svartur
kökkur af síld frá þremur föðmum og niður í botn“.
Svo sagði fréttaritari Vísis á Akranesi frá í morgun,
er blaðið átti tal við hann, en hann bætti því við, að
bátar hefðu orðið fyrir geipilegu veiðarfæratjóni í nótt,
— annar hver bátar hefði sprengt nótina.
Af þeim sökum væru fáir bátar búnir að tilkynna
komu sína. Skímir hefði tilkynnt komu sína með 1500
tn. og Sigrún með 600, en hún væri á leið inn með
rifna nót. Fréttaritarinn kvað fjóra báta bíða löndunar
>g myndu vart fá löndun fyrr en annað kvöld, en reynt
nyndi að láta eitthvað af þeirri síld, sem berst að í
lag, í frystihúsin.
Fréttamaður blaðsins spurði
ívort ekki væri neitt á döfinni til
>ess að reyna að taka við þeirri
íld, er bærist, og ennfremur hvað
iði stækkun síldarverksmiðjunnar
Svar fréttaritarans var:
— Stækkunin verður ekki
tilbúin fyrr en í fyrsta Iagi um
miðjan mðnuð. Ekkert hefur
verið ákveðið enn um sérstakar
ráðstafanir til móttöku síldar,
en komið hefur til orða að
Ianda allri síld sem berst og
var, þegar Hvalfjörður var full
setja hana í bing, eins og gert
ur af síld um árið. Þá voru 20
til 30 þúsund tunnur settar i
bing á túni hér og reyndist lýs?
istapið miklu minna en búist
Braut rúðu
í fyrrinótt sást til manns er
hann kastaði steini í rúðu á verk-
stæði Einars Skúlasonar í Bröttu-
götu 3.
Lögreglunni var gert aðvart, en
maðurinn var þá allur á bak og
burt. Hins vegar var manninum
lýst fyrir henr.i og fatnaði hans.
í gær tók lögreglan tvo drengi,
sem voru að hnupla sælgæti í sæl-
gætissölu Gamla bíós. Rannsóknar-
Iögreglan fékk mál þeirra til með-
ferðar.
una og má segja, að tilraunin
hafi gefist vel.
Þegar Vísir spurði f morgun um
afla bátanna, sem leggja upp í
Reykjavík, var honum sagt, að
fram eftir nóttu hefði verið lítill
afli, en undir morguninn hefðu bát
arnir farið að kasta austarlega f
Grindavíkursjó.
Þessir voru búnir að tilkynna
komu sína kl. 10 árdegis f dag:
Björn Jónsson 1600, Stapafell
750, Halldór Jónsson 1600, Pétur
Sigurðsson 600, Sæþór 900, Skarðs
vfk 1600, Jón á Stapa 500, Helga
1800 og Hafþór 200.
Grimmdarfrost Norðanlands
Akureyri f morgun. —
Frosthörkur eru nú meiri hér
norðanlands en verið hafa áður í
vetur og hefur frostið komizt niður
f 17 stig um helgina.
Pollurinn er allagður, en skip
hafa þó getað brotið sér rennu
gegnum ísinn og upp að bryggjum.
Vegna íssins á Pollinum hefur
fjöldi fólks leitað þangað til skauta
ferða og er skautasvellið hið á-
kjósanlegasta. Lögreglan hefur
samt gert allt til þess að beina
skautafólkinu af Pollinum og upp
var við og var þessi bingur
mánaðarforðl fyrir verksmiðj-
islenzku stúlkurn-
ar númer 3 og 5
íslenzku þátttakendurnir f nor-
rænu fegurðarkeppninni í Helsing-
fors stóðu sig vel. Guðrún Bjarna-
dóttir varð númer 3 og Auður Ara-
dóttir varð númer fimm. Keppend-
ur voru tíu, tvær frá hverju Norð-
urlandanna.
Sigurvegari f keppninni var
stúlka frá Finnlandi. Sænsk stúlka
varð nr. 2, þá kom Guðrún Bjarna-
dóttir, norsk stúlka varð númer
fjögur og fimmta varð Auður.
Keppnin fór fram í finnska sjón-
varpinu, en Skandindaviska flugfé-
lagið SAS stóð undir kostnaði með
því að veita keppendunum ókeypis
flugfar.
Það er enn ekki vitað, hvenær
íslenzku þátttakendumir koma
heim, en þær munu ætla að koma
við f Ilaupmannahöfn á leiðinni
heim. Sfðan mun Guðrún Bjarna-
dóttir fljúga út til Majorca og taka
þátt í alþjóðlegri fegurðarkeppni.
á fþróttasvæðið f miðbænum, en
þar er líka hið ákjósanlegasta
skautasvell. Telur lögreglan að
fólki kunni að stafa hætta af vök
þeirri eða rennu, sem skipin brjóta
f ísinn þegar þau ýmist sigla inn
eða út. Við flóð brotnar líka alltaf
meira og minna til viðbótar úr vök
inni svo það getur verið hættulegt
að fara nálægt henni. Lögreglan
hefur hins vegar ekki nægan
mannafla til að gæta vakarinnar
sem skyldi og reynir þvf að beina
fólkinu eftir megni á skautasvell
íþróttavallarins.
Bifreið sem fór út á fsinn í
fyrrakvöld fór niður úr honum, en
það kom ekki að sök vegna þess
að hún var stödd á grynningum
inn við fjarðarbotninn þegar óhapp
ið vildi til.
Vegna frostanna hafa vegir víða
bólgnað upp og myndazt á þeim
svellbunkar, og eru sumstaðar
varasamir fyrir bragðið vegna hlið-
arhalla. Að öðru leyti er færð hin
ákjósanlegasta og vegir auðir. 1
gærmorgun gránaði örlftið í rót,
og dró þá f bili úr frostinu en það
hætti fljótlega að snjóa og þá
herti frostið að nýju.
Framh. á bls. 5.