Vísir - 07.01.1963, Side 10
V í S I R . Mánudagur 7. janúar 1963.
Hreinsum vei
Hreinsum fifófft
Hreinsum allan fatnað — Sækjum - Sendum
Efnalougin UNDIN H.F.
Hafnarstræti 18
Sími 18820.
Skúlagötu 51.
Simi 18825.
Auglýsing eykur viiskipti
Loftfesting
Veggfesting
ViVWM
Framh. at Dls 4
dæmisaga um það, sem getur
komið fyrir alia“.
Kennsla í ýmsum
vinnubrögðum.
„Það má segja, að þið starf-
rækið eins konar vinnuskóla, er
það ekki?“
„Jú, öryrkjarnir koma til okk-
ar, svo að við getum gengið úr
skugga um, hvers konar störf
henta þeim bezt. Það er auðvitað
mjög mismunandi, hve fólk get-
ur unnið mikið og hvaða störf
henta hverjum. Þessu fólki verð-
ur ekki skipt í hópa, hvert vanda
mál verður að athuga út af fyrir
sig, og það gerir starf okkar á
margan hátt erfiðara — árangur-
inn kemur ekki eins fljótt, og
hann verður ekki alitaf eins mik-
ill og við eða þeir, sem til okkar
koma, hafa gert sér vonir um.
Svo er líka ráð fyrir gert, að
hver einstaklingur sé aðeins hjá
okkur í fjóra mánuði, þá hafi
hann fengið nokkra tilsögn í að
bjarga sér betur en áður, og nýr
komi í hans stað. Þessa reglu
verðum við að halda með sára-
litlum undantekningum, og það
getur oft reynzt okkur eins erf-
itt og hinum, sem verða að beygja
sig fyrir henni. En meðan við
getum ekki tekið allan öryrkja-
hópinn í einu og haft hann hjá
okkur, er þetta ein sanngjarn-
asta lausnin".
Þarna erum við
eftirbátar annarra.
„Vafalaust leikur mörgum hug
ur á að vita, hvernig þessum mál-
um er komið hér í samanburði
við það, sem tíðkast hjá öðrum
þjóðum. Hvað segir þú um það?“
„Sannleikurinn er sá, að á
þessu sviði höfum við af litlu
að státa — ekki einu sinni í til-
tölu við fólksfjölda. Við erum
sannast sagna langt á eftir öðrum
þjóðum á þessu sviði. Erlendis er
svo margfalt meira gert fyrir ör-
Að utciif —
rramliald al Dls 8
er hefir falið honum á undan-
förnum árum, má nefna mikil-
vægar sendiferðir til Bandaríkj-
anna, þar sem hann ræddi við
Eisenhower forseta, til Frakk-
lands, þar sem hann hefir unnið
ötullega að betri sambúð og sam
vinnu Frakka og Þjóðverja, til
Bretlands, þar sem hann hefir
átt aðild að bættri samvinnu
Breta og Þjóðerja og til Austur-
ríkis, þar sem hann átti þátt í
mikilvægum samningum við
Austurríkismenn um fjár- og
efnahagsmál.
Loks er þess að geta, að dr.
Krone hefir átt trúnað dr. Ade-
nauers flestum öðrum mönnum
fremur á undanförnum árum, og
þeir hafa með sér fundi um
helztu mál á degi hverjum. En
Krone nýtur ekki aðeins virðing
ar flokksbræðra sinna, heldur og
hann einnig virtur í næst-
stærsta flokki iandsins, flokki
sósíal-demókrata, sem telja
hann að nokkru ofar flokkum.
Þeim, sem til þekkja í Þýzka-
landi, kæmi það ekki á óvart,
þótt dr. Heinrich Krone yrði
næsti kanzlari sambandslýðveld
isins þýzka, þegar Adenauer
þykir nóg komið og leggur niðUr
völd.
yrkja en hér, því að þrátt fyrir
alla mannúð íslendinga, vilja þeir
helzt ekki taka mann £ vinnti, ef
hann hefir ekki 100% vinnuþrek.
Þó vita þeir, sem reynt hafa, að
öryrki getur á margan hátt unnið
eins vel og sá, sem er honum
margfalt fremri að líkamsburð-
um. Það virðast menn ekki hafa
athugað hér, og þess vegna veit-
ist öryrkjum óeðlilega erfitt að
komast í vinnu. Vonandi glæðist
skilningur manna hér eins og
annars staðar á því, að meðal
öryrkja eru ágætir starfsmenn, ef
þeir eru aðeins settir til réttra
starfa. En þess verð ég að geta,
að okkur hefir gengið ágætlega
að koma þessu fólki í ýmsa
vinnu“.
Nýjungar að
Reykjalundi.
Brátt er komið að Reykjalundi,
sem líkist einna helzt fjallagisti-
húsi suður í löndum, þegar mað-
ur lítur heim. Þar ráða þeir ríkj-
um Árni Éínarsson, sem hefir á
sínum snærum öll framleiðslumál
SÍBS þar á staðnum, og Oddur
Ólafsson yfirlæknir, sem hefir
umsjá með heilsufari manna, og
hefir nú fengið sér til aðstoðar
Hauk Þórðarson lækni, ungan
mann, sem er nýkominn frá fram-
haldsnámi í Bandaríkjunum.
Varningur frá Reykjalundi, eink
um plastvörur alls konar, er orð-
inn landskunnur fyrir löngu, og
á síðasta ári nam salan um 14
milljónum króna. Þetta er einnig
merkilegt fyrir þá sök, að Reykja
lundur hefir enga sölumenn til
að bjóða vöru sína. Hún selzt með
öðrum orðum af sjálfu sér, og
eru það mikil meðmæli. Og það er
meira en alls konar leikföng, sem
þarna er á boðstólum, þvl að ýmis
eldhúsáhöld eru einnig framleidd
þar, traustar vatnsleiðslur úr
plasti eru einnig vaxandi fram-
leiðsluvarningur, og sitthvað
fleira mætti telja.
Þar er einnig mikil framleiðsla
á skólahúsgögnum, og danskur
hagleiksmaður vinnur þar við að
smíða öll þau mót til plastvöru-
gerðar, sem ekki er nauðsynlegt
að fá erlendis frá. Þar situr ná-
kvæmnin í fyrirrúmi, því að
hundraðasti hluti úr millimetra
getur haft sitt að segja, þegar
þrýst er í mót með 360 smálesta
þunga, eins og þarna þekkist.
Deilc til að
styrkja öryrkja.
Um 300 metra langir vinnu-
skálar hafa verið reistir norðvest
ur frá aðalbyggingunni, og í smíð
um er viðbót við þá, svo að unnt
verði að rifa bragga, sem standa
fyrir framan skálalengjuna. Bragg
arnir verða rifnir í vor, og þá
verður hátíð á staðnum, því að þá
verður miklum áfanga náð — öll
framleiðslan verður komin £ gott
húsnæði.
En 1 kjallara aðalhússins er
einnig unnið af kappi. Þar er ver-
ið að koma á fót nýrri deild, sem
ódýrt
KULDASKOR
og BOMSUR
/ERZL.(^"
verður væntanlega fullgerð í bess
um mánuði. Sú deild verður undir
umsjá læknanna, og þangað eiga
öryrkjar að geta sótt aukinn stvrk
og þrótt, fengið þjálfun með böð-
um og öðrum slíkum tækjum og
aðferðum, sem nú þykja heppileg-
astar erlendis, til að gera þeim
fært að eflast og hressast sem
bezt. Það 'verður mikilvægur á-
fangi £ hinum nýja starfsþætti
SÍBS, þegar þessi deild verður
fullgerð og tekin til starfa.
Allí kosíar
þetta mikið fé.
Það þarf í rauninni ekki að
spyrja um það, að þetta kostar
allt mikið fé, en samt brýtur tíð-
indamaðurinn upp á þvl atriði,
þegar haldið er I áttina til ljósa-
dýrðar höfuðborgarinnar £ rökkr-
inu.
„Jú, þetta kostar vitanlega mik
ið fé, en við höfum alltaf verið
bjartsýnir, og okkur hefur gengið
blessunarlega vel fram að þessu“,
segir Þórður Benediktsson. „Við
höfum oft verið alveg peninga-
lausir, þegar við höfum ráðizt i
einhverjar framkvæmdir, en pen-
ingarnir hafa komið þegar mest
hefir þurft á þeim að halda. Við
höfum notið þess skilnings yfir-
valda og alls almennings, sem hef
ir verið okkur mikill, já, ómetan-
legur styrkur".
„Og þið þurfið vitanlega áfram
haldandi stuðning almennings,
þegar þið færið út kvíamar, eins
og þið hafið gert upp á síðkastið
og eruð að undirbúa núna. Hvern-
ig vildir þú helzt, að almenningur
styddi þessa viðleitni ykkar?“
„Ég gæti vitanlega bent á sitt
af hverju, en mér kemur helzt
í hug núna, að almenningur ætti
að xninnast happdrættis okkar, ef
menn vilja rétta okkur hjálpar-
hönd. Já, þú mættir gjarnan
benda á það að endingu".
Lesandi góður!
Tíðindamaðurinn er að hugsa
um að launa Þórði og SÍBS á-
nægjulega heimsókn £ aðsetur
samtakanna og fróðlegar upplýs-
ingar um þjóðþrifastarf þeirra —
sem skrifa mætti um miklu lengra
mál — með því að skreppa niður
í Miðbæ, þegar Iokið verður samn
ingu þessa pistils, og kaupa miða
í Vöruhappdrættinu. Viltu ekki
gera slíkt hið sama?
FÓLKSBIFREIDAR
Mercedes Benz ’50-’60. Chevro-
let ’42-’61. Ford ’42-’60. Dodge
’40-’60. Plymouth ’42-’60. —
Chrysler ’46-’55. Pontiack ’50-
’56. Enn fremur mikið úrval
4-5 manna bifreiða. Willys ’42-
’60. Ford ’42-’60. Landrover ’50
’55. Austin Gipsy ’62. Einnig
flestar árgerðir vörubifreiða.
í dag seljum við: Plymouth ’57,
Dodge Pickup ’54, Dodge Wea-
pon ’53, Taunus ’54, sérstaklega
fallegur bíil. Crysler ’54, Zim
’55, fæst með. góðum kjörum.
Opel Capitan ’57. Chevrolet '57
og ’60, 6 cyl. einskiptur, ekinn
22 þús. km. Ford ’60 sendiferða
bíll, sérstaklega fallegur. Vér
vekjum einnig sérstaka athygli
á Scania Vabis ’62.
C.OLfV'P
cCIIIR o,. ^l
p;n^selur
Borgartúni 1.
Mælum upp
Sef jum upp
SÍMI 13743
LINDARGÖTU 2.5
Stjórn Samvinnutrygginga hefur nýlega ákveð-
ið, að heiðra þá bifreiðastjóra sérstaklega.
sem tryggt hafa bifreiðir sinar samfléytt í 10
ár, án þess að hafa valdið tjóni.
Er þetta heiðursmerki, ásamt ársiðgjaldi
af ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar.
530 bifreiðastjórar hafa þegar hlotið þessi
verðlaun og er sérstök ástœða til að gleðjast
yfir þeim árangri, sem þessir bifreiðastjórai
hafa náð og hvetja alla bifreiðaeigendur
til að keppa að þessum verðiaunum.
áiár'
k%\ ÖRUGGUR
AKSTUR
SAMVIX ÍN UT'R V (iíiINGAR
Sambandshúsinu sími 20500