Vísir - 08.01.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 08.01.1963, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 8. janúar 1963. Agætar aflasölur í gær seldi Narfi í Bremer- ha'ven 198 lestir af síld fyrir 115.830 mörk og 88 lestir af öðrum fiski fyrir 75.542 mörk, og nemur því salan alis 191.372 mörkum. Júní seldi í Cuxhaven 232 lestir af síld fyrir 116.845 mörk og 53 Iestir af öðrum. fiski fyrir 52.257 mörk. Salan alls 169.102 þús. mörk. Úranus seldi í Kiel síldarfarm 235 lestir fyrir 140 þús. mörk. Loks seldi Sléttbakur í Grims by fiskfarm 105,5 lestir fyrir 8.721 stcrlingspund. Loftleiðir bjóða 4 millj. kr. til stækkunar Rvk.flugvallar Ingólfur Jónsson sam- göngumálaráðherra sagði í viðtali við Vísi í morgun, að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um það að flýta lagningu flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli, enda væri ekki fjárveiting fyrir hendi til þeirrar fram kvæmdar. Ráðherrann skýrði einn- ig frá því, að ríkisstjóm- inni hefði rétt fyrir jólin borizt bréf frá Loftleiðum, I enn eigi verið aflað neinn- þar sem félagið býðst til|ar heimildar til þéssarar að lána ríkissjóði allt að fjórum milljónum króna til lagfæringar á Reykjavík- urflugvelli og lengingar flugbrautar þar. Bréf þetta barst ekki fyrr en fjárveit- inganefnd hafði lokið störf um og kvað ráðherrann ríkisstjórnina ekki hafa tekið afstöðu til þessa til- boðs Loftleiða, enda hefði lántöku sjóðs. á vegum ríkis- UM360UMFERÐARSLYS IREYKJA VÍK Á S.L ÁRI Samkvæmt upplýsingum frá Kristmundi Sigurðssyni varðstjóra í umferðardeild rannsóknarlögregl- unnar hafa á 2. hundrað fleiri um- ferðarslys örðið í Reykjavík og grennd á árinu 1962 heldur en árið áður. Þetta er allt að þriðjungsaukn- ing á einu ári og er það ískyggi- lega há tala, Alls úrðu slysin 357 að tölu, þar af 7 dauðaslys. Slysin skiptast þannig niður, að 137 karl- menn slasast, af þeim 4 til bana, 93 konur og af þeim 2 til bana, 92 drengir og 1 til bana og 35 telpur. Heildar slysafjöldinn árið áður var 246 og þar af urðu 6 dauða- slys. Kristmundur sagði að llklega myndi tala slasaðra, sem lent hafa í umferðarslysum á árinu sem leið, vera nokkru hærri í bókum Slysa- varðstofunnar heldur en í bókum Frh. á bls 5. Mynd þessa tók ljósmyndari Vísis suður í Hafnarfirði í gær og sýnir hún hin hættulegu tæki, vinstra megin flugeldurinn með jámuggun- um og síðan kylfurnar tvær með járnhólkum á endunum. Hættulegar kyifur teknar af manni á dansleik UTSOLURNAR AÐ HEFJAST Nú eru vetrarútsölumar óðum að hefjast og víst er, að margir hugsa sér gott til glóðarinnar. Á útsölum kennir margra grasa, gamlar vörur, sem eru ekki lengur í tfzku, eru teknar upp og seldar við mjög vægu verði. Einnig er oft ótrúlega mikið af nýlegum og góðum vörum, sem selja verður, til að rýma fyrir væntanlegum vörum. I blöðum má sjá auglýsingar og í glugg- um verzlananna eru stór skilti, Frh á ols 5 Á þrettándakvöldið . urðu nokkrar róstur og slagsmál á dansleik sem haldinn var f Al- þýðuhúsinu í Hafnarfirði. Skarst lögregla þar í leikinn og þá gerðist það m. a., að hún af- vopnaði ungan mann frá Reykja vík, sem var staddur á dans- ’.eiknum og var hann vopnaður allhættulegum tækjum. Það voru trékyifur með jámhólk á endanum. Kylfurnar voru teknar af pilt inum áður en hann hefði notað þær. Hann hafði meðferðis tvær kylfur. Voru þær búnar þannig til, að hann hafði sagað sundur tjaldsúlur, fest við þær leður- reim sem handfang, en á endan- | Sextán manns hafa beðið bana í ! Buenos Aires, er sjö hæða bygging j hrundi þar í borg. j Hús þetta var énn i smíðum, þeg- ar það hrundi, en fólk var flutt inn í tvær neðstu hæðirnar meðan unnið var við hinar efri. Fólkið, um voru járnhólkar af sömu teg und og notaðir eru til að tengja saman tjaldsúlubúta. Að útliti og stærð líkjast kylfurnar lög- reglukylfum, en eru miklu hættu legri vopn. Að sinni var piltin- um sleppt eftir að honum hafði verið bent á hve hættulegur leik ur þetta væri. Síðar verður þö tekin ákvörðun um hvort frek- ari aðgerða sé þörf. Þá gerðist það og í Hafnar- firði á þrettándanóttina, að mað ur einn fann þar úti á götp leif- ar af eldflaug, sem var mjög hættulegt tæki. Hylkið, sem fannst þarna, var 250 gr. á þyngd og virtist smíðað af hög- um manni. Framan á því voru járnuggar, sem voru beittir. Þetta flugeldshylki er mjög hættulegt og hefði getað stór- skaðað jafnvel valdið dauða ef það hefði fallið ofan á mann. sem fórst, bió allt á neðstu hæð- unum, en auk þess slösuðust níu manns mikið. Ráðstefna Heim- dallar hefst í kvöld Ráðstefna Heimdallar um „pólitíska og efnahagslega samvinnu Vestur-Evrópuríkjanna“ hefst kl. 18 í dag i Sjálfstæðishúsinu. Málshefjendur eru Einar Benediktsson hagfræðingur og Eyj- ólfur K. Jónsson ritstjóri. Að ræðum þeirra Ioknum snæða fundarmenn saman kvöldverð, en síðan hefjast almennar um- ræður. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir um að láta skrá sig á skrifstofu Heimdallar í Valhöll, sími 17100. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.