Vísir - 08.01.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 08.01.1963, Blaðsíða 9
V1SIR . Þriðjudagur 8. janúar 1963, Faxaflóa Asdic-tækið og dýptarmælirinn tikka og tifa og marka með feitu, svörtu striki á pappfr mælanna í hvert skipti, sem endurkast hljóð- bygjunnar gefur til' kynna fyrir stöðu síldarinnar í sjónum. Ef síld er þétt, markast lóðningin skýrt, en ef sú gyllta er dreifð f torfun- um, verður endurkastið einnig dreifðara og lóðningin markast óskýrt. Eftir þvf, sem skipið siglir áfram, og útsendingin frá mælum skipsins mætir samfelldari fyrir- jtöðu sfldarinnar f sjónum, mark- ast lóðningin sem samfolldur flekkur á pappír mælanna, og myndar þannig þverskurðarmynd í samanþjöppuðu formi. Dýptar- mælirinn sýnir til botns, en asdic- tækið út frá skipinu. Hið þjálfaða auga skipstjórans verður síðan að vega og meta möguleikana á afla eftir þessum samanþjöppuðu þver skurðarmyndum, sem mælarnir sýna á pappírinn. Xrafizt gerhygli. Það er fróðlegt að kynnast vinnubrögðum síldarbassans, þeg ar hann siglir skipi sínú í ótal króka og hringi, beinir geisla asdicsins í allar áttir og athugar þannig allar aðstæður, áður en hann tekur þá þýðingarmiklu á- Tídfndamadur Vísis lýsir róðri með Eldborgu fró Hufnurfirði kvörðun að kasta nótinni. Þao er vart hægt að hugsa sér, að nokkurt annað starf krefjist meiri gerhygli og stjórnsemi en starf síldveiðiskipstjóra. Og að fiskveiðar byggist á heppni, er vart hægt að hugsa sér, nema í einstaka tilfellum. Loks fær Gunnar nægilega góða lóðningu, og hann kallar til þess, sem á vakt er: „klárir". Það tekur ótrúlega stuttan tíma, þar til allir eru komnir sjóklædd ir, hver á sinn stað. Aftur á báta- dekkinu eru tveir menn með til- búná endabaujuna, en f hana er fest brjóstlínu nótarinnar og snurpuvírinn. Skipinu er snúið í hring, og Gunnar skipstjóri ,slepp- ir vart auga af mælunum. Torf- an er á allstóru svæði, en á smá- bletti er hún þykkust og þéttust. Þar er hún allt upp á 12 faðma, og niður á 35 — 40 faðma. Kunna sitt verk. Skyndilega snýr skipstjóri sér við, og kallar út um opnar dyr brúarinnar: Láta fara“, og hik- laust er baujan látin detta f sjó- inn. Um leið heyrist endurtekin fyrirskipunin aftur á bátadekkinu: „Láta fara, sagði ’ann“. Skipið snýst hægt til stjórnborða. Nótin rennur greið aftur úr nótakassan- um, án þess að mannshönd komi nærri, enda hættulegt að hafa hönd á nokkru, því að ef menn festa sig f nót eða því sem henni fylgir, þá er voðinn vís. Það fer ekki á milli mála, að þeir Eldborgarmenn kunna sfn verk til hlítar. Þegar hin 200 faðma langa nót er komin í sjó- inn er skipið komið hringinn og mennirnir á hvalbaknum slengja löngum krókstjaka f baujuna og draga hana að sér. Snurpuvírinn er hífður inn á tromlu dekks- vindunnar, og á nokkrum mínút um er nótinni lokað, eins og helj- Og sumir snússa sig meðan þeir biða. 9 arstórri ráptuðru, sem hefði verið hvolft ofan í sjóinn, en sfðan rimpuð saman. Þannig er undan komuleið síldarinnar lokað. Siðan er byrjað að draga nótina með hinni marglofuðu kraftblökk. Allt gengur þetta misfellulítið og með fljótum en fumlausum handtökum þaulvanra manna. Glitrar á síldina. Nóttin er varla hálfdregin, þegar síldin kemur upp í nótinni. Það glitrar á hana í skini Ijós- kastaranna. Nokkrir stórufsar eru einnig í nótinni, en þeir hafa sprengt sig í átökunum og fljóta afvelta í sjóskorpunni. Það er að sjá á fyrirferð síld- arinnar í nótinni, að kastið sé sæmilegt. A. m. k. 250—'300 tunn ur, segja strákarnir á dekkinu, og falleg og feit síld, og það hefur nú ekki hvað mínnst að segja. Það tók ekki langan tíma að háfa úr nótinni, enda tekur háf- urinn 10 — 12 tunnur í einu. Sfð- an var í snarheitum gert klárt til að hægt yrði að kasta öðru sinni ef þeirri gylltu þóknaðist að gefa færi á sér öðru sinni. Eina og hálfa klukkustund hafði það tekið að fá þennan afla, frá því að kallað var á dekk, og þar til allt var kastklárt aftur. Nýtízku síldveiðar eru stórvirkar, það ætti a. m. k. ekki að fara fram hjá þeim, sem muna tíma handróinna nótabáta, handspila og handdreginna nóta. Enda segja sjómenn, að það mundi ekki fást padda með þeim eldri útbúnaði hér Suðvestanlands, við þær að- stæður sem nú er fiskað við. Klukkutíma í mat. Sjómennirnir fara sem skjót- ast úr sjóklæðum, og flýta sér að matast, því að um borð hafa þeir ekki klukutíma f mat samkvæmt samningi. Og máturinn er ekki af verri endanum hjá honum Valmundi matsveini, svið og og ávaxtamauk með þeyttum rjóma. Mér varð litið á Gísla stýrimann um Ieið og ég spurði, hvort það væri alltaf svona til sjós. En Gísli svaraði, að þetta væri eigin- lega Sunnudagsmaturinn, en þá var bræla. Og Gísli bætti við, að ég ætti ekki að vera pempíulegur við ' sviðin þvf að kokkurinn ætti alltaf nóg eftii; í pottinum. Það voru fjörugar umræður undir borðum. Þeir sem fyrstfr Iuku við að borða voru þegar byrjaðir að stokka spilin. Ég var rétt að ljúka við seinni kjammann, þegar allt í einu — þrátt fyrir landkrabbann um borð — heyrðist frá brúnni kallað: KLÁRIR. Að morgni var siglt til hafnar til löndunar. Gunnar skipstjóri horfir gerhugull á Simradinn. r i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.