Vísir - 08.01.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 08.01.1963, Blaðsíða 6
 V I S IR . Þriðjudagur 8. janúar 1963, Erlander forsætisráðherra við útsýnisgluggann. sitt og taka á leigu nýja íbúð. En athyglisvert þykir að hann hefur valið sér íbúð í stóru sam- ’oýlishúsi. Þetta er að vísu ágætis búð í nýju fjölbýlishúsi, sem byggt hefur verið á einum feg- ursta stað Stokkhólms, Maríu- bergi, en allt að einu þykir mörgum óviðkunnanlegt, að sjálf ur forsætisráðherra landsins búi í „blokk". Menn spyrja jafnvel sjálfa sig, hvenær konungurinn flytji úr hinni gömlu kónungs- höll upp á tólftu hæð í einhverri blokkinni. 120 fermetra íbúð. Sænskir blaðamenn hafa feng- ið að heimsækja Erlander í nýju íbúðinni. Hún er á 7. hæð í end- anum á blokkinni og er gólfflöt- ur hennar aðeins um 120 fer- metrar. Hún er skemmtilega inn- ' réttuð. Stofan er mjög stór, vink- illöguð og er sameiginlega borð- stofa .setustofa og leskrókur. Eldhúsið er einnig í stærra lagi, en svefnherbergi og einkaher- bergi þeirra hjónanna lítil. Þegar blaðamennirnir koma til forsætisráðherrans situr hann í mjúkum stóli við bezta útsýnis- gluggann og hann fer strax að sýna blaaðmnönunum hið fagra útsýni. Hugsið ykkur, segir hann, ef hér á Maríuberginu hefðu ver- ið reist einbýlishús, hvað fáir hefðu notið þessarar fegurðar. í Forsætisráðherrann býr í blokk Ráðherrann býr á 7. hæð í þessu húsi. Tage Erlander hefur ver- ið forsætisráðherra Sví- þjóðar frá því 1946 eða í nærri 17 ár. En hann hef ur ekki látið völdin og virðinguna stígá sér til höfuðs, og það þótt hann sé forsætisráðherra þeirr- ar þjóðar Norðurlanda sem einna helzt hefur fengið á sig orð fyrir stór bokkahátt og hroka. í strætisvagni. Nei, Erlander fór til tfma til vinnu sinnar í skamms strætis- vagni eða sporvagni. Rólegur eldri maður með skjalatösku og gleraugu, sem greiddi sitt stræt- isvagnagjald og tók sér sæti á einum hliðarbekknum eða stóð jafnvel. Nú hefur þó orðið breyt- ing á þessu. Honum var bent á, að þetta væri ekki tilhlýðilegt fyrir forsætisráðherra og hefur honum nú á síðustu árum verið ekið til skrifstofunnar í Mercedes Benz bíl sænska stjórnarráðsins. Ekki kærði Erlander sig held- ur um neitt óhóf í öðrum lifnað- arháttum. Til skamms tíma átti hann heima í gömlu timburhúsi í Alvik einu hverfi Stokkhólms. Þótti hús þetta og umhverfi vera ósamboðið forsætisráðherra lands ins og hafa sænsku blöðin stund- um skrifað um þetta og farið hörðum orðum um það hneyksli að forsætisráðherrann skyldi búa f borgarhverfi, sem alræmt var fyrir rottugang. í f jölbýlishúsi. Vegna þessa lét Erlander loks til Ieiðast að selja gamla húsið stað þess var þessi stóra íbúð- arblokk byggð hér og 200 fjöl- skyldur fá notið útsýnisins. Fyrir neðan blasir hinn fagri Lögur (Malaren) við og handan við hann sér á turna og ýmsar frægar byggingar miðborgar Stokkhólms, sem speglast í vatn inu. Þarna er hið fagra rauðleita ráðhús’ borgarinnar og nokkru fjær sésfc konungshöllin og þing- húsið. Rétt fyrir neðan bakkann blasir hin mikla Vesturbrú við með iðandi bílaumferð. Hún er eitt stærsta og merkilegasta mannvirki Stokkhólms. Undir henni í miðju vatninu er Lang- hólmur, þar sem hið mikla ríkis- fangelsi Svíþjóðar er. Ágætt að búa í blokk. — Og hvernig líkar yður svo að búa í blokk? spyrja blaða- mennirnir. — Takk, það er ágætt, prima, Framhald a bls. 10. FURÐULEG RITSMÍÐ jþAÐ er verða JWL,- alltaf leiðinlegt að til þess að styggja fólk með ::krifum á opinberum vettvangi. Það tekur mig sárt að ég skuli hafa orðið til þess að særa tilfinningar hjartagóðrar konu, Bjarnveigar Bjarnadóttur, náfrænku Ásgríms Jónssonar. einhvers ástsælasta listamanns ís- lenzku þjóðarinnar. Þessi ágæta kona hefur staðið fyrir safni Ás- gríms Jónssonar með nokkrum myndarbrag að því er mér er tjáð og virðist hafa tekið nærri sér grein sem ég skrifaði í Vísi 21. nóvember síðastliðinn um hina nýju listaverkabók Ásgríms Jónssonar sem Helgafell gaf út fyrir jólin. Ekki verður þó hjá því komizt að skrifa -nokkurn hluta þessa tilfinningasársauka á reikning konunnar sjálfrar því hún virðist hafa lagt nokkuð hæpinn skilning f áðurnefnda grein mfna og er þess vegna rétt að vekja athygli á eftirfarandi at- riðum: , Það er enn skoðun mín að þessi nýja málverkabók Ásgríms Jónssonar sé misheppnað framlag (slenzkrar bókaútgáfu. Þessi skoðun snertir á engan hátt list Ásgríms Jónssonar. En mér finnst bókin hvorki samboðin Ásgrími Jónssyni né Ragnari í Smára. Báðir eru stórhuga menn, hvor á sínu sviði og af þeim sök- um veldur bókin vonbrigðum. Það vantar nefnilega í hana stór- huginn. "DÓKIN, sem Almenna bókafé- lagið gaf út árið 1956, Mynd- ir og minningar Ásgríms Jóns- sonar er góð bók og fyllir ágæt- Iega það skarð sem henni var ætlað að fylla. Hún er skemmti- lega rituð og gerir ævi Ásgríms Jónssonar ágæt skil en hún kref- ur ekki list hans til mergjar enda ekki til þess ætlazt. Sú góða kona Bjarnveig Bjarnadóttir, frænka Ásgríms og safnvörður, er að vísu á annarri skoðun því hún segir: ,,Er sjálfsagt meira en vafasamt, að nokkur hefði betur skýrt frá lífsviðhorfum Ás- grfms og list hans, en hann sjálf- ur.“ Þetta er furðuleg yfirlýsing konu sem væntanlega er hvorki „lítt reynd“ né ,,ung“ og telur sig sjálfkjörna til þess að segja blaðamönnum hvernig eigi að skrifa. Vill konan halda því fram að listamaðurinn sjálfur sé ber. fallinn til þess að kryfja sína eigin list til mergjar? Á Lax- ness þá að skrifa ritdóma um sjálfan sig? Hin nýja málverkabók Ás- giíms missir einmitt gildi sitt Frh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.