Vísir - 08.01.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 08.01.1963, Blaðsíða 5
VISIR . Þriðjudagur 8. janúar 1963. 5 VÍÐA FRÝS í VA TNSLEIÐSLUM Mjög hefur dregið úr frosti fyrir norðan í nótt, og í morgun var aðeins 6-7 stiga frost á Akureyri, í stað þess að undanfarið hefur frostið komizt þar niður í 12-17 stig. í frostunum undanfarið hefur mikið borið á því að frosið hefur í vatnsleiðslum bæði á Akureyri og býlunum í grend. Hafa fjölmarg ir leitað aðstoðar hjá Vegagerðinni á Akureyri til að fá lánaða loft- pressu til að þýða úr leiðslum. Vepagerðin hefur aðeiris eina loft- pressu til umráða og hefur hún stöðugt verið í gangi í þessu skyni og þó ekki komizt yfir nema lítið brot af því sem óskað hefur verið eftir. Af þessum ástieðum hafa menn orðið að grípa til gamalla aðferða, en það er að sækja vatn í fötum, og þykir sumum það í senn taf- samt verk og illt. Vök sú eða renna, sem skip hafa allt til þessa brotið í gegnum ís- inn á Akureyrarpolli, er nú frosin svo mjög að m.s. Hekla gafst upp á að brjóta ísinn, er hún kom til Akureyrar í gær og varð því að leggjast við Tangabryggju. Hefur það mikinn flutningskostnað í för með sér þegar skip leggjast þar að bryggju vegna þess að pakk- húsin eru öll efra, og verður þess vegna að fiytja vörurnar langa I leið. Af þessari ástæðu hefur stund ; um verið reynt að brjóta skipun- um Ieið gegnum ísinn, ef þau hafa sjálf ekki reynzt þess megnug, en að því ráði hefur þó ekkí verið horfið enn. Friðrik Ólafsson. Fríðrik á skákmót í Bandaríkjunum Blaðið hefur fregnað, að Friðrik Ólafsson hafi nýlega hlotið boð um að taka þátt í alþjóðlegu skákmóti í Bandarfkjunum á sumri komanda. Af því tilefni sneri blaðið sér til Friðriks í morgun og innti hann nánar eftir þessu boði. — Þetta er alþjóðlegt mót átta stórmeistara, og verður það haldið í Los Angeles í Kaliforníu dagana 7. til 30. júli. Tefld verður tvöföld umferð. Mér er ekki enn kunnugt um þátttakendur, en ákveðið er, að þrír Bandaríkjamenn verði með og fimm útlendingar. Erlendur Putursson — Framh af i síöu - Hún er sú sama og Ól- afur Thors hefir sett fram í ræðum sínum á íslandi og íslenzka ríkisstjórnin fylg- ir: að bíða átekta og sjá hvað setur. Fregnir um að ég styðji stjórnmálasameiningu Færeyja og íslands eru gripnar úr lausu lofti. Annað mál er það, að ég tel að okkur beri að hafa sem nánast samstarf við íslendinga í fiskveiðimálunum og i öllu sem að þeim lýtur. Árið 1958, þegar ísland átti í stríði við Breta, vorum við líka í Fær- eyjum búnir að samþykkja að flytja okkar landhelgi út í 12 mílur eins og þið þann 1. sept- ember. Og þegar menn vildu svo hörfa úr þeirri stöðu, sagði ég að það væri með öllu á- stæðulaust. Heldur skyldum við taka upp sameiginlega stefnu með Islendingum. Þá var á það bent að við áttum þá í vandkvæðum með fisk- veiðiréttindi Færeyinga við ís- Iand að því er snerti handfæri og línu. Ég lýsti þá yfir að ég efaðist ekki um að við mynd- um ná hagstæðum samningum við íslendinga um réttindin í sambandi við slíka sameigin- lega stefnu og frá þeirri skoð- un minni hef ég ekki breytt. Það var sú eina rétta stefna, og ég held að hún hafi verið báðum bióðunum ' hag. Mál- inu er ennn ekki lokið Við eigum eftir að fá okkar 12 mílna landhelgi í framkvæmd. SAMEIGINLEG SÖLUSTEFNA. Mikið verk er fyrir þöndum í fiskveiðimálunum. Sem for- maður í Fiskimannafélaginu vil ég láta þess getið, að það er okkar stefna að ná sam- komulagi við Islendinga um eftirfarandi: Að landhelgi Islendinga, Færeyinga. Grænlands og Nor egs verði sameiginleg inn á við og út á við varðandi veiðar og að þessar þjóðir fái að leggja upp fisk hver hjá ann- arri. I öðru lagi geri þessar þjóð ir með .sér samning og sam- eiginlega fisksölustefnu. Lönd in fyrir sunnan þarfnast fiskj- ar og á slikum sameiginlegum grundvelli myndum við geta aflað okkur ágætis viðskipta á þennan hátt. Við fáum of lítið fyrir fiskinn sem stend- ur, en þannig mundi það breyt ast og efnahagslegt sjálfstæði þjóðanna aukast, ekki sízt okk ar Færeyinga. Við erum allt- af til taks til viðræðna um slíka skipan sem ég hef hér lýst. — Hvað um Iandhelgi ykk ar Færeyinga? — Við vinnum riú að 12 mílna landhelginni því við þurfum að sitja einir að okk- ar beztu fiskimiðum. — Er ekki Iýðveldisstofnun í vændum í Færeyjum? — Það er ekki tímabært að ræða um það eins og er. Við erum í samsteypustjórn. — Flokkur minn, Þjóðveldisflokk urinn, á aðeins 6 menn af þeim 15, sem styðja stjórnina. Við erum skilnaðarmenn en hinir ekki. Hins vegar er stefna stjórnarinnar allrar rót tæk. Vil viljum m. a. að fær- eyskan verði eina opinbera málið. Og hitt er ekki síður mikilvægt, að krafa okkar er sú, að engir alþjóða samning- ar verði gerðir, sem varða Færeyjar, nema samþykkt Lög þingsins komi til eða lög sett um færeysk mál. — Hvað um framtíðina? — Það ríkir mikil bjartsýni í Færeyjum. Þessi stjórn fer aldrei frá. Hún er t'órn fólks ins og við munum fá mikinn meirihluta í næstu kosning- um. Við stefnum beina leið i sjálfstæði'átt. Dagurinn 4. jan úar 1963, dagurinn sem stjórn in tók við verður merkisdag- ur í sög. Færeyja. Við mun um eldast og nýir menn taka við, en það verður ekki breytt um stefnu. — Hverjir standa fyrir þessu móti? — Það er Skáksamband Banda- ríkjanna. Mér er tjáð, að kostnað- ur sé að einhverju leyti greiddur af auðugri konu að nafni Piati- gorski, enda er mótið kallað Piati- gorski Cup. — Hefur þú tekið þátt í svipuðu móti áður? — Já, svona mót var haldið í Dallas í Texas 1957, og var ég þá meðal þátttakenda. — Er þetta mót haldið í ein- hverjum sérstökum tilgangi? — Ja, það er látið svo heita, að tilgangurinn sé að efla skilning og friðarviðleitni manna um allan heim, enda líta forsvarsmenn svo á, að skákin sé heppileg til þess að treysta vináttubönd milli einstakl- inga og þjóða. — Verður þá ekki öllum skákum að Ijúka með jafntefli? — Ég held, að þarna sé frekar átt við friðinn í heiminum en frið- inn á skákborðinu. SEUJB | FÓLKSBIFREIÐAR | i : Mercedes Benz ’50-’60. Chevro- j i let ’42-’61. Ford ’42-’60. Dodge ’40-’60. Plymouth ’42-’60. — Chrysler ’46-’55. Pontiack ’50- ’56. Enn fremur mikið úrval 4-5 manna bifreiða. Willys ’42- ’60. Ford ’42-’60. Landrover ’50 ’55. Austin Gipsy ’62. Einnig flestar árgerðir vörubifreiða. I dag seljum við: Plymouth ’57, Dodge Pickup ’54, Dodge Wea- pon ’53, Taunus ’54, sérstaklega fallegur bíll. Crysler ’54, Zim | '55, fæst með góðum kjörum Opel Capitan '57. Chevrolet '57 og ’60, 6 cyl. einskiptur, ekinn 22 þús. km. Ford ’60 sendiferða bíll. sérstaklega fallegur. Vér vekjum einnig sérstaka athygli ! á Scania Vabis '62. ; Bifreiðasalan Borgartúni 1 Sæmileg veiði i Grindavíkursjá Ágæt síldveiði var í nótt og fram undir morgun, en margir bát- j ar bíða löndunar við bryggjur og | vandræðaástand hvarvetna að því j er varðar móttöku síldarinnar. Á ' Akranesi losnar þró næstu nótt og verður hægt að láta í hana 5- 6000 tn., en við bryggjur bíða bát- ar með mun meiri afla en í hana i kemst, og svo bætast við bátar, sem koma inn í dag. Síldin veiðist | austarlega í Grindavíkursjó. Til Akraness höfðu tilkynnt komu sína í morgun: Skipaskagi 1000 tn., Sigrún 1000 og Sveinn Guðmundsson 900, en þessir tveir bátar lönduðu einnig f gær. Ver er væntanlegur með 400 tn. Tveir voru að kásta, er Vísir átti tal við fréttaritara sinn. Heimaskagi kom inn í gær með 200 tn. og rifna nót. Til Rvíkur hafa tilkynnt komu sína: Hafrún 1000, Guðm. Þórðar- son 1000, Ólafur Magnússon 700, Sæfari 600, Pétur Sigurðsson 1700 Runólfur 400, Arnkell 400, Sólrún 1200, Sigurfari 500, Víðir SU 800, Súlan 850, Sigurður Bjarnason 1800 og Ásgeir 900. Samkvæmt uppl. frá Jakob Jak- obssyni fiskifræðingi rétt áður en blaðið fór í pressuna fengu 32 skip 28.200 tn. út af Krýsuvfkurbergi í nótt og 1 skip 600 tn. austur und ir Vestmannaeyjum. Guðm. Péturs fann margar stórar síldartorfur í Jökuldjúpinu í nótt, en þær stóðu Untferðaslys Framn u Us 16. lögreglunnar, sem stafar af því að ekki koma öll slys til bókunar hjá lögreglunni. Auk þessa sem hér er getið um slys á fólki, hafa ýmis önnur um- ferðaróhöpp hent fyrir utan árekstra milli bifreiða. Þannig hef- ur verið ekið á 11 kindur og 4 hesta á árinu sem Ieið, ennfremur á 40 Ijósastraura. Þá hafa 36 reiðhjól lent í árekstr um og 19 skellihjól. Kristmundur gat þess, að síðan að strangara eft irlit var tekið upp með akstri skelli naðra, svo sem með skilyrði fyrir lágmarksaldurstakmarki og ákveð- inni kunnáttu við akstur, hafi skellihjólaárekstrunum stórfækkað, en áður voru þau sí og æ að lenda í hvers konar óhöppum, Árekstrafjöldinn, sem þegar hef- ur komið til bókunar hjá rannsókn- arlögreglunni, nemur nú orðið 2556 árekstrum á árinu sem leið. Nokkr I ar eftirhreitur eru þó væntanlegar, þannig að Kristmundur kvaðst geta búist við að þegar öll kurl væru komin til grafar, næmu árekstrarn- ir samtals nálægt 2570, eða rúm- lega 500 fleiri en á árinu 1961, því þá urðu. þeir 2057 talsins. Átta hundruð utanbæjar bifreið- ar hafa lent í árekstrum í Reykja- vík á árinu sem leið, og sumar þeirra í fleiri en einum árekstri. Flestar þeirra voru úr Gullbringu- I sýslu, 260, þar næst úr Kópavogi, 152, og Árnessýslu 82. Níu bifreið- i ar, sem lent hafa í árekstrum, voru . með erlend skrásetningarmerki. I þessum árekstrum á s. 1. ári 1 voru 53 bifreiðarstiórar undir á- hrifum áfengis. Taldi Kristmundur | bað vera árvekni lögreglunnar að l þakka, að ölvaðir ökumenn haf' ekki orsakað fleiri árekstra, þv þeir hafi verið teknir úr umferð oft og iðulega áður en til árekst- urs hafi komið. of djúpt, óg ætlar hann að fylgj- ast með þeim. lítsölur — j Framhalo ai Pls 16 sem segja manni hve mikils maður fari á mis við að kaupa ekki tiitekna vöru, því að hún hafi verið Iækkuð um hclming eða enn meir. Slíkar lækkanir hafa svo mik- ið aðdráttarafl, að mörg dæmi eru tii þess, að fólk, einkum þó konur, hefur keypt heil ógrynni aðeins vegna lækkunarinnar, og þegar komið var heim kom i ljós, að engin þörf var fyrir vöruna. Ekkert er því eðlilegra en kaupmenn freistist til að segja, að verðlækkunin sé meiri en hún raunverulega er, en sem betur fer kemur slíkt ekki oft fyrir. Ein skóbúð, Skóbúð Austur- bæjar, hefur þegar hafið útsölu á skófatnaði og sokkum, og brá Vísir sér þangað í morgun. Þótt ekki væri áliðið, var þegar margt um manninn, konur, karlar og börn mátuðu og spurðu um verð. Flestir virtust hafa áhuga á alis konar vetrar- og gúmmískófatnaði, og er það ekki undarlegt, þar sem veðrátt- an er eins og hún er. Afgreiðslu stúlkurnar tjáðu okkur þó, að margir væru svo forsjálir að kaupa sumarskó, því að þá má nú fá ágæta á lágu verði. Sgómenn — Framh at Ms i inn, þótt síðar yrði, með aukn- um skatttekjum af þeim, er hafa tekjur af síldveiðunum, eða með öðru móti? Er ekki þrátt fyrir allt dýrast að láta ógert að veiða síldina, þegar hægt er að moka henni upp og aðeins stendur á því að losna við hana?“ Þetta voru þau sjónarmið.er komu fram hjá talsmanni Land sambands ísl. útvegsmanna, er Vísir átti tal við í morgun og taldi hann vafalaust að hér færu sjónarmið og hagsmunir útgerðarmanna og sjómanna á síldveiðunum saman. Umskipunarprammi í Reykjavíkurhöfn. Sem kunnugt er var sumar- síld eigi aðeins fiutt frá Seyð- isfirði til hræðslu fyrir norðan árið sem leið, heldur og alla leið til Reykjavíkur. Það væri þvf eins vel hugsanlegt að flytja síld frá Reykjavfk norður á Skagaströnd eða Siglufjörð f bræðslu, segja menn ,en viður- kenna þó allir að flutningskostn aðurinn er mikill, eða 60 kr. á mál, eftir því sem Sveinn Bene diktsson sagði Vfsi í gær. Menn benda á það í þessu sambandi. að prammi, sem notaður var til umskipunar á síld á Seyðis- firði í sumar, var fluttur til Réykjavíkur í haust, og er hér tiltækur, og menn spyrja Hvers vegna var hann fluttui hingað, ef ekki gat komið til mála að nota hann við síldar flutninga héðan, ef mikið veidd ist, eins og nú er raun á orð- in?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.