Vísir - 23.01.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 23.01.1963, Blaðsíða 4
VÍSIR Miðvikudagur 23. janúar 1963. Hvernig verður skótízkan í ár? Verða einhverjar stórbreyt- ingar á lagi skónna? Verða þeir breiðari eða mjórri en þeir hafa verið undanfarið? Hverjir verða aðallitirnir? Og hverjir eru það sem ráða lagi þeirra og litum? Um skótízkuna í ár vitum við ekki lengra en til vors, en þá mun „The airy look“ að öllum líkindum verða ráðandi. Skórn- ir vprða heilir í tá og oftast hæl, en að meira eða minna leyti opnir á hliðunum. Línurn- ar verða áfram mjóar, mjóar þvertær nema á götu- og sport- skóm, þar verða tærnar breiðar. M. ö. o tærnar mjókka eftir því sem líður á daginn. Engar stór- breytingar verða á hælum, mik- ið mun verða um hinn svo- nefnda „twisthæl". Reimar alls konar Verða mikið notaðar, bæði til gagns og skrauts. Tvílitir skór munu talsvert verða á ferðinni, beige og hvftt, beige og brúnt, svart og hvítt eða blátt og hvítt mun fylgjast að. Og svo er sagt, að við fáum að sjá litatízkuna frá 1930, bleika sokka og bleika skó. Hvemig lízt ykkur á? Kve í vor: Euro-Mode Nokkur undanfarandi ár hef- ur verið starfandi í Evrópu tízkuráð sem nefnist Euro- Mode. Ráð þetta starfar ekki samfellt heldur koma fulltrúar hvers lands (löndin eru 14) saman við og við, til að ræða um og ákveða þá liti, sem skulu verða ríkjandi á fötum f Evróþu þennan eða hinn ársfjórðung- inn. Ráðstefnurnar eru haldnar til skiptis í höfuðborgum landa ráðsins. Euro-Mode ákveður litartízk- una þremur misserum áður en hún kemur fyrir augu almenn- ings. Ákveðnir eru 34 aðallitir, en síðan ákveður hvert land sínar „variationir", eftir stað- háttum og smekk fólksins. Litir skónna eru svo valdir f sam- ræmi við liti fatanna. Á Norðurlöndum er starfandi svonefnt skóráð og eiga þar að- ild fjögur lönd (Noregur, Dan- mörk, Svíþjóð og Finnlanþ). Starf skóráðsins er að gefa skó verksmiðjum og upplýsingar' um tízkuna og hvernig bezt sé að „vinna úr henni“ þannig að hún henti Norðurlandabúum. Allir fá sínar leiðbeiningar, sút- arar, teiknarar, saumakonur o. s. frv. Konur þær sem í -skóráðinú sitja segja, að konur á Norð- urlöndum verði helzt að eiga 10 pör af skóm, 7 er algert lág- mark. Það er óhagkvæmt, segja þær, að ganga allan daginn á sömu skónum, hver tími dags- ins verður að „eiga“ sína skó. Það, sem h.ver kona verður að eiga, er: Kuldaskó, helzt loð- fóðraðir, gönguskór, sfðdegis- eða vinnuskór, kvöldskór, töffl- ur til að hafa í baðherberginu og svefnherberginu, flatbotnað- ir „hyggesko“, skóhlífar og vaðstígvél. Að minnsta kosti einir svartir skór eru nauðsyn- legir. Staðhættir á íslandi og hinum Norðurlöndunum eru lfkir, þann "r ig að ætla mætti, að líkir skór hentuðu báðum. Á Islandi er! megnið af skónum innflutt frá Mið- og Suður-Evrópu og þau 'lörid ,túlka skótízkuna" acj sjálfsögðu eitthvað öðru vísi en; Norðurlöndin, þvf að hver mið- ar við aðstæðurnar heima fyrir.l Og hvernig skósendingarnar til 1 okkar verða í vor er ekki hægt: að segja um — enn. Meðfylgjandi teikningar ættu að gefa nokkra hugmynd um hvernig frændþjóðir okkar ætla að hafa vorskóna: 1. Svart lakk og rautt kálfskinn. 2. Kvöld- skór ungu stúlkunnar. Mjóar „spaghetti“reimar. 3. Kvöldskór með mjórri þvertá og opnum hliðum. . Hárgreiðsla dagsins Fyrir nokkru birust á Kvennasiðunni nokkrar hár- greiðslumyndir og var þeim svo vel tekið af lesendum, að við höfum ákveðið að birta slfkar myndir við óg við ásamt leiðbeiningum um hvernig fara á að greiða hárið þannig. Hárgreiðslan í dag er ætluð hálfsíðu hári (það verður að vera jafnsítt), og ætti hún að vera tilvalin fyrir ungar stúlkur sem vaxnar eru upp úr „tagl“- greiðslunni, kæra sig ekki um „heysátu" á höfuðið, en vilja þó ekki ldippa hárið. * hlið, C f hnakkanum og D á hvirfilnum. Þið byrjið með þvf að greiða C upp á við og aðeins til hliðar og festið það þar. D er nú greitt frá enninu, tekið saman á háhvirflinum og síðan látið falla laust aftur (mynd 1). Síðan takið þið A og B og greið ið beint upp og festið, þeim þar eins og mynd 2 sýnir. Að lokum setjið þið litla slaufu yfir „sam- skeytin“ og enginn getur séð annað en að þið séuð nýkomnar af hárgreiðslustofu — skulum við vona. Þessi hárgreiðsla er það ein- föld, að þið ættuð alveg að geta framkvæmt hana, en gerið ykk- ur þó ekki of miklar vonir í fyrsta skiptið, það gengur betur næst, — æfingin skápar meist- arann. * Það eina sem þið þurfið til hárgreiðslunnar er greiða, nokkrar spennur og iftil slaufa. Þið skiptið hárinu í fjóra hluta: A og B, hvorn á sinni i / I i I I I , 11 "W.v, L

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.